Fréttatíminn - 04.02.2017, Page 55

Fréttatíminn - 04.02.2017, Page 55
NOW er breið lína hágæða vítamína og fæðubótarefna, án allra óæskilegra aukefna svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna. NOW trúir því að náttúrulegar afurðir séu betri en verksmiðjuframleiddar til að styðja við góða heilsu og vellíðan. Þessar gæðakröfur aðgreina NOW frá öðrum vörumerkjum sem framleiða vítamin og fæðubótarefni, því fá vörumerki geta státað sig af jafn breiðu úrvali með jafn há gæði í hráefni og framleiðslu. NOW leitast við að nota lífrænt hráefni. Ef lífrænt er ekki kostur þá gerir NOW miklar kröfur um að hráefnið sé eins náttúrulegt og hægt er. Stefna NOW • Að framleiða gæða fæðubótarefni og vítamín • Að framleiða virk fæðubótarefni og vítamín • Náttúrulegt er betra • Að bjóða hagstætt verð • Að gefa til baka til umhverfis og samfélags NOW er einn þekktasti og virtasti framleiðandi vítamína og fæðubótarefna í heiminum. NOW er einnig mjög þekkt fyrir þann einstaka metnað sem fyrirtækið leggur í rannsóknir á virkni og öryggi fæðubótarefnanna sem það framleiðir. Rannsóknarstofa NOW er þekkt sem sú besta í iðnaðinum og er öðrum mikil fyrirmynd. Allar NOW vörur hafa GMP vottunina sem þýðir að allt framleiðsluferlið er undir mjög ströngu ytra og innra eftirliti. Fæðubótarefni sem virka Hjá NOW starfar fjöldi vísindamanna, næringar- ráðgjafa, lækna og matvælafræðinga sem öll hafa brennandi áhuga á að finna náttúrulegar lausnir í vöruþróun og framleiðslu. Góð vísindi og hámarksvirkni fæðubótarefnanna skiptir NOW gríðarlega miklu máli. NOW býður upp á fæðubótarefni sem eru einungis búin til úr fæðu og við notum ávallt náttúrulega formið af innihaldsefnum þegar hægt er að koma því við. NOW er leiðandi á sviði öryggisprófana í fæðubótariðnaðinum. Þannig tryggir NOW að uppgefin innihaldsefni séu í glasinu, í uppgefnum styrk og haldist þannig innan þeirra tímamarka sem við lofum neytanda. Öflug innihaldsefni Það sem gerir vítamínin og fæðubótarefnin frá NOW svona virk, er staðfesta NOW í að nota einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. Þegar NOW setur saman fæðubótarefnablöndu af einhverju tagi, er leitast við að að þau standist gæðakröfur NOW. Með því að gera magninnkaup á birgðum er hægt að bjóða neytendum vöru á góðu verði og í hæsta gæðaflokki. NOW leggur mikla áherslu á að velja lífrænt vottað hráefni. Sé þess ekki kostur er gengið úr skugga um að hráefnið sé eins náttúrulegt og virkt og hægt er. NOW notar hvorki geisluð né erfðabreytt efni í framleiðslu sína. Eftirlitsdeildir NOW skoða reglulega ræktun, framleiðslu og verksmiðjur birgja sinna. NOW vill tryggja að öryggi og virkni innihaldsefnanna sé í lagi. Náttúrulegar og hreinar vörur NOW leggur áherslu á að framleiða eins náttúrulegar og hreinar vörur og mögulegt er. Þessu náum við með því að kaupa fersk innihaldsefni, geyma þau við kjöraðstæður og nota háþróaða pökkunar- tækni. Vörum okkar er pakkað þannig að umhverfis- þættir eins og ljós, hiti, súrefni og raki ná ekki til innihaldsins og valdi því ekki skemmdum. Þessir þættir eru stærsta vandamálið þegar kemur að niðurbroti innihaldsefna. Náttúrleg sætuefni NOW notar náttúruleg sætuefni eins og xylitol, stevíu og frúktósa (ávaxtasykur). NOW notar ekki kemískt tilbúin sætuefni eins og sakkarín, súkralósa eða aspartam - enda er öryggi þeirra mjög umdeilt. Mörg fæðubótarefni, sérstaklega íþróttafæðubótarefni, innihalda kemísk sætuefni, jafnvel þau sem seld eru í heilsubúðum. Lífrænt Lífræn framleiðsluvara er sú náttúrulegasta sem völ er á. Hvorki skordýraeitur, illgresis- eða sveppaeyðir, né heldur erfðabreytt fræ eru notuð við lífræna ræktun. NOW býður nú upp á fjölbreytta vöru með lífrænu innihaldi og leitast sífellt við að bæta framboðið. Efni sem finnast ekki í vörum NOW Það er mikilvægt að kynna sér innihaldslýsingar á fæðubótarefnum og það er ekki síður mikilvægt að átta sig á því hvaða efni eru ekki til staðar og hvers vegna. Efni sem finnast ekki í vörum frá NOW eru til dæmis: ál, bindiefni, efnasambönd meðhöndluð með klór, flúor, erfðabreytt efni, þungamálmar, hertar fitur og transfitur. NOW tekur hugtakið „náttúrulegt” mjög alvarlega. NOW hefur öryggi neytenda og gæði vöru ávallt að leiðarljósi. HÁGÆÐA VÍTAMÍN OG FÆÐUBÓTAREFNI

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.