Fréttatíminn - 04.02.2017, Síða 56

Fréttatíminn - 04.02.2017, Síða 56
Unnið í samstarfi við Opna háskólann í HR Opni háskólinn í Háskól-anum í Reykjavík býð-ur upp á námskeið að alþjóðlegri fyrirmynd í aðferðum straumlínustjórnunar (e. lean management). Í náminu er farið vel yfir grunnhugmynda- fræði straumlínustjórnunar og áhersla lögð á að nemendur skilji og vinni verkefni með þær aðferðir og tól sem liggja til grundvallar. Meginmarkmið námskeiðsins er að opna augu þátttakenda fyrir þeim gríðarlegu möguleikum til umbóta og framfara sem liggja falin í við- skiptaferlum allra fyrirtækja. Pétur Arason, aðalleiðbein- andi námskeiðsins, er rekstrar- verkfræðingur frá háskólanum í Álaborg og hefur unnið með nýsköpun í stjórnun síðustu 15-20 ár. Aukin ánægja skapar meiri gæði „Umhverfi nútíma fyrirtækja hefur gjörbreyst á síðustu 10-15 árum og fólk er farið að krefjast mann- legri, sveigjanlegri og ástríðu- fyllri vinnustaða þar sem sköp- unarkraftur og gleði fær að njóta sín. Í sinni einföldustu mynd felst straumlínustjórnun í því að breyta menningu fyrirtækja í átt að skil- virkni sem felst ekki síst í ánægju starfsmanna. Slík breyting skilar meiri gæðum og sparar bæði tíma og peninga sem veitir samkeppn- isforskot,“ segir Pétur sem rekur ráðgjafafyrirtækið Manino sem sérhæfir sig í nýsköpun í stjórnun. „Fyrir fjórum árum hafði HR samband og bað mig um að setja upp námskeið í „lean“-hugmynda- fræðinni sem varð strax vinsælt. Námskeiðið hefur verið í stöð- ugri þróun og við höfum til dæmis fengið bronsvottun á námskeiðið hjá bandarískum aðilum. Nám- skeiðið er átta dagar, en við bæt- ist próf á netinu sem tekur hálfan dag og því fylgir tveggja daga undirbúningsnámskeið. Þannig að heildarpakkinn fyrir vottunina er tíu og hálfur dagur. Svo hefur fólk þrjú ár til að skila inn þremur verk- efnum og fá sjálfa vottunina.“ Lifandi umræður Pétur segir að í fyrstu hafi fyr- irtæki í framleiðslu átt flesta fulltrúa á námskeiðinu en að nú hafi þjónustufyrirtæki og opin- berar stofnanir vinninginn. „Það er einnig áhugavert að meirihluti þátttakenda eru konur. Á því er ekki nein ein skýring, nema kannski sú að þær eru skynsamar og framsýnar.“ Það er reynsla Péturs að fólk sem kemur á námskeiðið sé yfir- leitt hissa á umfanginu og þeirri sýn sem það fær á fyrirtækið sitt. „Áherslan er á stöðugar umbæt- ur, sem má segja að sé undirstaða aðferðafræðinnar. Við grínumst stundum með að þetta sé eins og setja upp sóunargleraugu, þú ferð að sjá allt aðra hluti.“ Hann segir töluverða verk- efnavinnu samfara námskeiðinu. „Þannig tengist fólk sem er að fást við svipaða hluti og lærir hvert af öðru. Lifandi umræður eru einnig fyrirferðarmiklar enda þarf fólk að ræða sig út úr því að trúa í blindni á hefðbundnar stjórnunaraðferð- ir, sem við höfum verið alin upp í, bæði gegnum skólakerfið og í at- vinnulífinu.“ Pétur segir að best sé samt að læra straumlínustjórnun af reynslu. „Eina leiðin til að læra „lean“-hugmyndafræðina er að innleiða hana! Það að fara á nám- skeið og afla sér þekkingar, kynn- ast fólki sem er að hugsa svipað, byrja að rökræða þessa hluti, lesa bækur um efnið og svo framveg- is eru mikilvæg púsl til að vegferð hvers og eins verði bjartari og skemmtilegri.“ Námskeiðið hefst 20. febrúar og skráning er á www.ru.is/opnihaskolinn/lean. Krafa um mannlegri, sveigjanlegri og ástríðufyllri vinnustaði Pétur Arason er aðalleiðbeinandi á námskeiði í aðferðum straumlínu- stjórnunar í Opna háskólanum í HR. Pétur Arason er rekstrarverk- fræðingur frá háskólanum í Álaborg og hefur unnið með ný- sköpun í stjórnun síðustu 15-20 ár. Mynd | Hari „Umhverfi nútíma fyrirtækja hef ur gjörbreyst á síðustu 10-15 árum.“ Unnið í samstarfi við Ellingsen. Verslun Ellingsen á Fiski-slóð gengur í endurnýj-un lífdaga nú á vordög-um þegar farið verður í gríðarlegar endurbætur á hús- næðinu. Verslunin mun í kjölfarið minnka og fleiri fyrirtæki koma inn í húsið. Vöruúrvalið mun hins- vegar ekki minnka heldur aukast ef eitthvað er. Alhliða útivistarverslun „Síðastliðið vor tókum við inn Nike, Champions og Adidas og það hefur gert gríðarlega lukku meðal viðskiptavina okkar. Eins tókum við inn Arena sundfatn- að og stimpluðum okkur þar með inn sem alhliða útivistarverslun fjölskyldunnar,“ segir Sigríður Sigmarsdóttir, vef- og verslunar- stjóri Ellingsen. „Í Ellingsen færðu nú flest allt sem fjölskyldan þarf til að eiga góða stund saman. Hvort sem það eru hjólreiðar, sundferðir, fjallgöngur, útilegur eða veiði þá getur Ellingsen reddað málun- um. Hvort sem þú ert að leita að ullarfötunum frá Devold, stíg- vélum frá Muck, Coleman tjaldi, Bergans göngupoka eða Rapala vöðlum, þú færð það hér og við erum einnig mjög öflug í útivi- starfatnaði frá Mountain Hardwe- ar, Columbia og Didriksons.“ Hún segir að snjóléttur vet- ur hafi ekki haft áhrif á sölu á vetrarvörum. „Hingað streyma Ellingsen breytir og bætir á Fiskislóð Hefur stimplað sig inn sem alhliða útivistarverslun fyrir fjölskylduna. fyrirtæki og einstaklingar til að kaupa snjósleða, fjórhjól, jetski eða annað og bæta þá oftast við Scott snjósleðafatnaði sem er ein flottasta snjósleðalínan sem í boði er í dag.“ Eitt af því skemmtilega við breytingarnar verða möguleikar verslunarinnar til að breytast milli árstíða. „Við fáum flotta verslun sem jafnframt verður mjög hreyf- anleg og því gæti fólki fundist við alltaf vera að breyta. Sem við og verðum að gera því að við tökum reglulega inn nýjar vörur og eins er vöruúrval breytilegt eftir árs- tíðum,“ segir Sigríður og bæt- ir við: „Við búum að gríðarlega öflugu úrvali í öllum deildum og erum stolt af því hversu gaman er að koma og skoða vörurnar okkar. Við höfum líka tekið eftir því að föstum viðskiptavinum fjölgar ört og þá sérstaklega úr Vesturbæn- um og Seltjarnarnesi en nú þarf ekki að rjúka út í bæ til að redda málunum. Þá eru margir ung- lingarnir farnir að sjást í Ellingsen hettupeysunni sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum.“ Duggarapeysurnar vinsælar Um jólin kom á markað Ellingsen prjónalína sem byggir á gömlu „Duggarpeysunni“ sem Elling- sen var þekkt fyrir á síðustu öld. Í línunni eru peysur, vettlingar, hanskar, trefill, húfa og teppi. Peysurnar seldust upp, að sögn Sigríðar, en eru væntanlegar í byrjun febrúar. „Og það er gam- an að segja frá því að peysan er íslensk hönnun og prjónuð á Ís- landi.“ Sigríður segir starfsfólk Ell- ingsen fullt af tilhlökkun vegna Í Ellingsen er mikið úrval af útivistarfatn- aði og -búnaði. Versluninni verður breytt á næstu vikum og vöruúrval aukið. Starfsfólk Ellingsen tekur vel á móti viðskiptavinum og þeir hafa fagnað auknu vöruúrvali í versluninni. húsnæðisbreytinganna. „Við getum ekki beðið eftir að gera allt fínt og flott og líður eins og verið sé að taka heimilið í gegn. Verslunin verður opin á meðan á breytingunum stendur og viljum við biðjast velvirðingar fyrirfram á raski og óþægindum sem við- skiptavinir geta fundið fyrir en við tökum vel á móti öllum með bros á vör.“ Verslun Ellingsen á Akureyri stendur svo vaktina fyrir Norð- lendinga og aðra sem leggja leið sína um Norðurland. 8 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2017HEILSA | KYNNINGAR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.