Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r ➤ Banaslys við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar á Strandarheiði: Maðurinn sem lést í um-ferðarslysi á Reykja-nesbraut á Strandheiði fyrir réttri viku síðan hét Þórir Jónsson. Hann var fæddur árið 1952 og var til heimilis að Fagrahvammi 14 í Hafnarfirði. Unnusta Þóris var með honum í bílnum og var flutt á slysa- deild eftir slysið, en mun ná sér að fullu. Þórir var vel þekktur í Hafnar- firði, bæði fyrir störf sín sem kennari og sem mikilvirkur for- kólfur knattspyrnumála hjá FH. Slysið átti sér stað til móts við mislæg gatnamót sem unnið er að vegna tvöföldunar Reykjanes- brautarinnar, skammt vestan við Kúagerði. Bifreiðin mun hafa lent utan í vegriði brúarinnar og síðan á ljósastaur austan hennar. Bifreiðin mun síðan hafa oltið og hafnað á öðrum ljósastaur austan fráreinar við gatnamótin þar sem hún stöðvaðist. Lögreglan í Keflavík óskar eftir því að þeir sem geti gefið nánari upplýsing- ar um slysið hafi samband í síma 420 2400. Fasteign hf. kaupir Stóru-Vogaskóla S veitarstjóra Vatnsleysu-strandarhrepps hefurverið falið að ganga frá afsali fyrir húsnæði Stóru- Vogaskóla til fasteignafélagsins Fasteignar hf. Með þessum samningi eru kaup Fasteignar á skólahúsinu staðfest og eins að félagið mun byggja viðbygg- ingu við skólann, sem verður líka í eigu félagsins. Stefnt er að því að hefja vinnu við nýja áfangann í sumar og að hann verði tilbúinn að hausti 2005. Byrjað er að vinna hug- myndir að útfærslu viðbygging- arinnar. Eitt mannslíf enn á brautinni Fjórar af fimm þyrlum Varnarliðsins til Evrópu F jórar af fimm þyrlumVarnarliðsins verða viðskyldustörf á megin- landi Evrópu á næstunni. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, sagði í samtali við Víkurfréttir að þyrlurnar kæmu aftur til landsins eftir skamman tíma. Þetta gæti valdið vandræðum í sambandi við neyðarflug ef fimmta þyrlan bilar, og má því lítið út af bregða hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar þangað til varnarliðsþyrlurnar snúa aftur. Óvænt heimsókn Fullvaxinn blöðruselur gerði sig heima- kominn á flotbryggjunni við Keflavíkur- höfn einn morgun í síðustu viku. Hann vakti mikla athygli vegfarenda þar sem hann lá og hvíldi lúin bein eftir langt ferðalag. Selurinn gerði þó stuttan stans og hélt út á haf þegar degi fór að halla. ➤ Sólarúrið sett upp við Myllubakkaskóla: SÓLÚR við Myllubakkaskóla verður vígt við hátíðlega athöfn nk. laugardag kl. 17. Það eru fyrrverandi nemendur úr Barna- skóla Keflavíkur/Myllubakka- skóla sem ætla að gefa Myllu- bakkaskóla sólúrið í tilefni 40 ára fermingarafmælis og mun það verða staðsett fyrir framan skólann. Sólúrið var flutt í lögreglufylgd í fyrrakvöld enda engin smásmíði, tæp 13 tonn að þyngd. Þessi min- nisvarði var unnin í samvinnu við Einingaverksmiðjuna ehf. og St. helgason, steinsmiðju. „Sólúrið er minnisvarði og tákn um sameiginlegt ferðalag okkar í gegnum skólann á árunum 1957- 62 og tileinkað minningu Vil- hjálms Ketilssonar, skólastjóra við Myllubakkaskóla, og annarra félaga okkar úr árganginum sem kvatt hafa okkur. Sólúr/sólklukkur eru ævaforn fyrirbæri og eru vitnisburður um vitund og skilning mannsins á lögmálum náttúrunnar og einnig þörf hans til að henda reiður á framrás tímans, segir Tómas Jónsson sem hefur verið ásamt fleirum í forsvari árgangsins 1950, sem heldur upp á 40 ára fermingarafmæli sama kvöld og sólúrið verður vígt. Tómas segir að það sem sé óvenjulegt við þetta sólúr sé að það „kviknar“ aðeins á því - þ.e.a.s. það sýnir aðeins tímann að manninum viðstöddum. Það er enginn stöng eða staur sem varpar skugga á skífuna heldur verður maðurinn sjálfur að standa á miðri skífunni og þannig er það skuggi hans sjálfs sem lendir á skífunni og vísar á klukkustund dagsins. Það er því gjörningur af bestu gerð í hvert sinn sem hún er notuð. Að sögn Tómasar var samband haft við Modern Sunclocks í Skotlandi, fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að reikna út og grunnteikna sólskífur út frá lengdar- og breiddargráðum á jörðinni og fullyrðir fyrirtækið að þetta yrði nyrsta sólúr jarðarinnar og það eina sinnar gerðar á Ís- landi. Það er auðvitað skemmti- leg staðreynd fyrir samfélagið. Óneitanlega er framkvæmdin töluvert flókið og dýrt fyrirtæki og var því óhjákvæmilegt að leita eftir fjárstuðningi. Fjársöfnun hefur gengið vel en þeir sem vilja leggja árganginum lið við þessa framkvæmd og leggja hönd á plóginn er vinsamlegast bent á söfnunarreikning í Spari- sjóðnum í Njarðvík: 1191-05-401060 / kt.: 030550- 3159 / Árgangur 1950. Nyrsta sólúr á Íslandi Sólúrið er tæp 13 tonn að þyngd og verður vígt við formlega athöfn á laugardaginn kl. 17. 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 16:44 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.