Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 19
3 S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A arinnar. Það er mikilvægt að ræða hugmyndir fagfólks um hvernig þjónusta sé best veitt, hverjir séu best hæfir til að veita hana og í hvaða mæli. Við höfum takmarkað fjármagn og verðum að reyna að nýta það sem best fyr- ir sem flesta og okkur ber að fara að lögum um heilbrigðisþjónustu. Áhersluþættir eru eðlilega mismunandi eftir aðstæðum á hverj- um stað fyrir sig. Það sem einum er mikilvægt hvað heilbrigðisþjónustu varðar skiptir annan minna máli,“ segir Sigríður. Kalt viðmót í upphafi Í smærri bæjarfélögum skiptir nálægð milli fólks miklu máli, með öllum sínum kostum og göllum. Sigríður segist hafa fundið fyrir því að vera „utanaðkomandi“ í byrjun og að vel hafi verið fylgst með henni. „Ég fann líka fyrir því að það andaði ekkert sérlega hlýju til mín úr fjölmiðlunum í upphafi. Hins vegar fann ég aldrei fyrir öðru en að vera velkomin af hálfu starfsfólks. Ég var oft spurð að því hvort ég ætlaði að flytja. Mér fannst kannski vera horft fullmikið á það að ég byggi í Kópavogi, en að sama skapi lítið talað um að stór hópur Suður- nesjamanna sækir vinnu á höfuðborgarsvæð- ið. Það má segja að ókostur fyrir lítið bæjarfé- lag sé að þar er lítið framboð af sérhæfðu heil- brigðisstarfsfólki. Kostirnir fyrir HSS núna eru hins vegar þeir að suðvesturhornið er orðið eitt atvinnusvæði og það gerir okkur kleift að halda uppi góðri og jafnframt sérhæfðri þjón- ustu. Ég sótti um starfið hér af því að mér fannst það bjóða upp á spennandi framtíðar- möguleika og sú skoðun mín er óbreytt.“ Tækifærin til staðar En hvað hefur komið Sigríði á óvart eftir að hún settist í framkvæmdastjórastólinn? „Ann- ars vegar hvað starfsfólk hefur verið viljugt og áhugasamt um að halda uppi mikilli og góðri þjónustu og sjá hvað þjónustan hefur aukist þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem við höfum tekist á við. Það hefur líka verið mjög gaman að finna fyrir faglegum metnaði starfsfólksins, en án hans náum við skammt.Tækifærin eru til staðar, hér er gott starfsfólk og án þess gerum við ekkert. Húsnæðið býður upp á mörg tæki- færi til að efla starfsemina. Íbúafjöldi á Suður- nesjum býður upp á að það ætti að vera hægt að veita næstum alla heilbrigðisþjónustu nema þá sérhæfðustu á HSS,“ segir Sigríður og bæt- ir við. „Það hefur komið á óvart að finna fyrir gremju sumra íbúa á svæðinu og jafnvel stjórnmálamanna í garð stofnunarinnar í þrengingum hennar og hversu langt aftur má rekja þessi óæskilegu samskipti. Það minnir stundum á söguna af prestinum sem skamm- aðist út í þær fáu hræður sem mættu til messu fyrir lélega kirkjusókn. En sem betur fer finn- um við almennt fyrst og fremst fyrir hlýhug og þakklæti frá skjólstæðingum okkar. Stofnunin verður aldrei öflugri en samfélagið gerir okkur kleift að vera.“ Hvernig finnst þér að aka Reykjanesbraut- ina á hverjum degi? „Ég vissi um leið og ég sótti um starfið að í því fælist akstur til og frá vinnu. Mér hefur alltaf þótt gott að keyra, það er stund með sjálfri mér. Ég hlusta á útvarp, ég nota símann, ég velti fyrir mér ýmsum verkefnum sem bíða mín á morgnana og ég skrúfa mig niður í lok dagsins á heimleiðinni. Ég hef búið í 7 ár er- lendis, 40 mínútna akstur þykir ekki tiltöku- mál. Ég hitti fólk af Suðurnesjunum sem hefur keyrt áratugum saman til Reykjavíkur og telur það ekki eftir sér.“ Hefurðu þurft að gista á skrifstofunni? „Nei, það hef ég ekki gert. En ég hef smápoka með „lífsnauðsynjum“ inni í skáp hjá mér ef sú staða kæmi upp. Ég hef aftur á móti einu sinni snúið við í blindbyl, ég sá ekki út úr aug- um og ákvað að vinna heima. Það vill til að tölvutæknin gefur okkur ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar áður fyrr.“ Skrifstofan miðsvæðis Þegar Sigríður er spurð hvernig venjulegur vinnudagur sé hjá henni segir hún því fljótsvarað - það sé enginn vinnudagur venju- legur hjá henni. „Ég gerði þá kröfu þegar ég tók við starfinu að fá skrifstofu miðsvæðis á stofnuninni þannig að ég fengi góða tilfinningu fyrir þeirri þjónustu sem okkur ber að veita. Þannig næ ég líka miklu betra sambandi við starfsfólkið. Það er afar mikilvægt að fram- kvæmdastjóri sé í snertingu við sinn „busi- ness“, þ.e. þjónustu við fólk. Ég get ekki hugsað mér að sitja á skrifstofu í öðru húsi og fylgjast með starfseminni eingöngu af pappír- um, þá er svo auðvelt að gleyma hlutverki sínu,“ segir Sigríður en á hverjum morgni byrj- ar hún á að fara í gegnum póst og skilaboð sem bíða hennar. „Á miðvikudagsmorgnum eru alltaf framkvæmdastjórnarfundir. Ég fylgist grannt með öllum verkefnum sem eru í gangi á stofnuninni, breytingum á húsnæði og reyni að fylgja eftir verkefnum sem ég hef úthlutað. Ég reyni að vera aðgengileg fyrir starfsfólk og ýmsa þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri við mig. Ég fer oft einu sinni til tvisvar á dag í stuttar heimsóknir út á deildir og hitti starfsfólk og reyni að setja mig inn það sem helst hvílir á því. Ég fylgist með aðstöðu skjól- stæðinga og sjúklinga og reyni að svara at- hugasemdum sem til mín berast og útskýra okkar sjónarmið. Það er ljóst að sjónarmið skjólstæðinganna vega þungt, við erum hér fyrir þá. Það eru oft margir fundir á degi hverjum bæði innanhúss og utan. Ég hef meðvitað tekið mikinn tíma í þá núna fyrsta árið, það er gott að kynnast fólki á fundum, hvernig það setur fram mál sitt og hverjar hugmyndir þess eru. Fyrirhuguðum fundum í Reykjavík reyni ég að stýra inn á morgnana eða seinni part dags til að nýta dagana sem best. Það kemur samt fyrir öðru hvoru að ég keyri tvisvar á dag á milli. Auðvit- að eru vinnudagar oft langir og verkefnum lýk- ur ekki á ákveðnum tímum. Ennþá alla vega, vinn ég oft á kvöldin og um helgar, það er eðli stjórnunarstarfa. Stundum liggur mikið á að ljúka verkefnum og þá er best að vinna ýmis verkefni, áætlanir og greinargerðir í friði og ró þegar um hægist seinni part dags, á kvöldin og um helgar. Skilaboðum reyni ég að svara áður en ég fer heim á kvöldin. En það má ekki gleyma því að nauðsynlegt er að hafa ákveðið jafnvægi á milli vinnu og frítíma, því það er auðvelt að drekkja sér í vinnu.“ Fjörugar samræður við matarborðið Eiginmaður Sigríðar er Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Fær hún stundum góð ráð hjá honum? „Ég held að í öllum góðum hjónaböndum, leiti hjón ráða hvort hjá öðru. Það gerum við líka. En ég held að fólk ofmeti þann tíma sem fer í umræður um heilbrigðismál hjá okkur. Við vinnum bæði langan vinnudag og við höfum mjög margt annað áhugavert að tala um. Vissulega ræðum við þau heilbrigðismál sem efst eru á baugi hverju sinni og höfum gaman af. Það er hins vegar af og frá að við séum alltaf sammála og við tökumst gjarnan á í rök- ræðum okkar. Það er hollt og gott.Við eigum líka stóra og góða fjölskyldu sem hefur gaman af því að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Það eru oft fjörugar umræður við matarborðið hjá okkur og við fáum alls konar ráð um hvernig sé best að takast á við þau verkefni sem eru á borðum okkar hverju sinni.“ (FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU) Framkvæmdastjórn HSS í sumarskapi: f.v. Hildur Helgadóttir, hjúkrunarforstjóri, Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri, Pálína Reynisdóttir, fjármálastjóri og Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:00 Page 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.