Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 20
4 Ég hef tekið á móti rúmlega50 börnum á ári og ég hefstarfað hér í 27 ár,“ segir Guðrún Guðbjartsdóttir deildar- stjóri fæðingardeildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja þegar hún er spurð að því hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti. Börnin eru semsagt vel á fimmt- ánda hundrað sem hún hefur tekið á móti hér á Suðurnesjum í gegnum tíðina. Guðrún á þrjú börn sjálf og hún fæddi þau öll á HSS. „Ég var mjög ánægð með þjónustuna sem ég fékk hér,“ segir Guðrún hlæjandi en bætir við að hún hafi sjálf tekið blóðprufur úr börnunum sínum. Stelpurnar á fæðingardeildinni eru sammála Guðrúnu þegar hún segir að það séu alltaf jólin á deildinni. Gleðin sé þar við völd nær alla daga ársins. „Hér er alltaf góður mórall,“ segir Guðrún brosandi. Mikil áhugamanneskja um kaffi og finnst Kaffitár best Sigríður er mikil áhugamanneskja um kaffi og hún segist ekki getað byrj- að daginn án þess að drekka að minnsta kosti tvo bolla af sterku kaffi til að fá blóðið til að renna. Sigríður er hrifin af kaffinu frá Kaffitári. „Ég drekk hins vegar ekki mikið kaffi eftir hádegi, ég lýk yfirleitt við kvótann um það leyti. Þunnt kaffi drekk ég ekki, sleppi því frekar. Ég get til gam- ans nefnt að ég bjó lengi í Bandaríkjunum eins og ég nefndi hér að fram- an. Bandaríkjamenn kunna almennt hvorki að meta eða búa til gott kaffi. Þar sem við bjuggum lengst af, þ.e. í Madison í Wisconsinríki, var þó staður sem hægt var að kaupa gott kaffi, þ.e. hjá honum Victori. Um það leyti sem við fluttum aftur til Íslands, flutti til Madison frá Íslandi ung kona sem fékk mikinn áhuga á kaffi og kaffiframleiðslu, nefnilega hún Aðal- heiður í Kaffitári. Hún lærði hjá þessum sama Victori. Mér finnst því mjög gaman að fylgjast með velgengni hennar og elju og kaupi gjarnan hjá henni kaffi og ýmislegt fleira,“ segir Sigríður og brosir. Gaman að ganga á fjöll „Ég bý alltaf til tíma öðru hverju fyrir áhugamálin. Þau hafa verið breyti- leg, en ég reyni alltaf að finna tíma til að hreyfa mig reglulega, ég hef ekki ráð á að gera það ekki,“ segir Sigríður en hún og Sigurður eigin- maður hennar ganga mikið. „Okkur finnst sérstaklega gaman að fara út úr bænum og ganga á fjöll. Ég er líka oftast í einhverri leikfimi, það er frá- bært eftir erfiðan dag í vinnunni að svitna svolítið og fá útrás.Við tökum gjarnan tarnir og förum í bíó og leikhús sem er frábært til að hvíla hug- ann.Við eigum stóran vinahóp sem við reynum að hitta reglulega yfir góðum mat og drykk. Þá er oft mikið rætt því margir tengjast heilbrigðis- þjónustunni á einhvern hátt,“ segir Sigríður en eldri dóttir þeirra hjóna og eiginmaður hennar eru læknar og segir Sigríður að hinum börnunum finnist umræður um heilbrigðismál stundum vera of mikið af því góða við matarborðið. „Ég les talsvert, en meira og meira er það farið að tengjast vinnunni. Ég finn líka fyrir vaxandi óþolinmæði þegar ég er að lesa, ef ekkert „gerist“, þá missi ég áhugann. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist persónu- legum fróðleik, ligg yfir alls konar „tölum“ og ævisögum. Síðan jafnast fátt á við góðar spennusögur,Arnaldur Indriðason er í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðast en ekki síst þá keyptum við okkur lítinn bústað við Skorra- dalsvatn í fyrrasumar. Þangað er stórkostlegt að komast um helgar, fal- legt umhverfi og rólegt. Þar er gott að hlaða batteríin.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíð HSS? „Ég á mér draum“ eins og Martin Luther King sagði forðum. Sá draumur endurspeglast að miklu leyti í „Framtíðarskipulagi HSS - 2004 til 2010“. Mig langar til að sjá húsakynni og lóð bætta verulega og sömuleiðis vil ég sjá aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk bætta eins og gert er ráð fyrir í skýrslunni okkar til ráðherra. Umhverfið skiptir miklu máli. Þessum þætti hefur ekki verið sinnt sem skyldi, fyrst og fremst vegna takmarkaðs fjármagns. Það þarf að endurnýja allar aðstæður fyrir skurðþjónustu, það er ákveðið forgangsverkefni, ef við eigum að sinna hlutverki almenns sjúkrahúss. Minn draumur felst líka í því að geta haft valinn mann í hver- ju rúmi og að HSS verði eftirsóknarverður vinnustaður. Þar erum við á réttri leið,“ segir Sigríður og bætir við. „Það sem skiptir að sjálfsögðu mestu máli er að við getum veitt góða fjölbreytta þjónustu, bæði heilsu- gæslu- og sjúkrahúsþjónustu. Við stefnum á að reka þjónustuna undir merkjum heilsugæslusjúkrahúss, þar sem kostir aukinnar samvinnu starfsfólks eru nýttir í þágu skjólstæðinga. Það er mikilvægt að geta sinnt þessari þjónustu í sátt og samvinnu við samfélagið.“ Þegar Lárviður litli fæddist Eina nóttina hringir síminn á deildinni. Úti í bæ er kona sem á von á barni. Sjúkrabíllinn fer af stað og þegar menn mæta á staðinn og móðirin er komin í körfuna lítur lítill angi dagsins ljós. Hann baðar út öllum öngum og grætur hátt. Hann hefur litast grænn á leið sinni um legvatnið sem umlukti hann og varði fyrir öllu hnjaski í móðurkviði. En fleira hefur litast grænt; föt Lalla og Gísla Viðars hafa upplitast á ermunum. Á fæðingardeildinni var hann nefndur Lárviður litli í höfuðið á bílstjórunum, sem í hendingskasti komu með hann skítugan upp fyrir haus. Og þegar hann var baðaður var hann svo grænn að liturinn náðist ekki af honum alla vikuna.Og hvar er hann nú? Alltaf góður mórall Guðrún með Óliver Stein sem hún tók á móti fyrir stuttu. Þegar Guðrún var spurð hvort hún hafi tekið á móti móðurinni segir hún svo ekki vera. Hinsvegar tók hún á móti þremur bræðrum hennar. Sigríður Snæbjörnsdóttir: Framhald... Þegar gengið er inn um aðalinngang Heilbrigðisstofnun- ar Suðurnesja eru það hressar konur í móttökunni sem taka vel á móti sjúklingum sjúkrahússins og heilsugæslunnar. „Heilbrigðisstofnun Suðurnesja góðan dag!“ hljómar reglulega þegar þær svara í símann. Hundruð símtala berast stofnuninni á degi hverjum og þurfa konurnar í móttökunni oft að leysa úr vand- ræðum fólks. En þær eru ánægð- ar og andinn hjá þeim er góður. Þegar farið er til hægri frá mót- tökunni er komið á heilsu- gæsluna en fyrir um einu og hálfu ári síðan sögðu allir læknarnir þar upp störfum. Um svipað leyti tók Sigríður Snæbjörnsdóttir við starfi framkvæmdastjóra stofnunar- innar og var hlutskipti hennar ekki auðvelt enda stóð þá mikill styr um stofnunina. En það komu læknar í stað þeirra sem sögðu upp störfum og nú er Fæðingardeildin á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:01 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.