Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 21
5 S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A Þ essi spítali hefur sál,“segir Vikas Pethkar læknirá bráðamóttöku HSS en hann fluttist frá Indlandi til Kefla- víkur rétt fyrir áramótin. Vikas er mjög ánægður með starfið og hann segir aðstöðuna vera góða á stofnuninni. Vikas er 32 ára gamall og þegar hann var í Indlandi starfaði hann sem heimilislæknir og við almennar lækningar í borginni Bombay. Vikas hefur einnig starfað sem bæklunar- læknir á sjúkrahúsi í Úkraínu, en eiginkona hans Malvina er frá Úkra- ínu. En hvernig finnst Vikas að starfa og búa á Íslandi? „Mér finnst það alveg frábært. Ég og fjölskylda mín erum mjög ánægð hér. Íslendingar hafa tekið mér vel og fólk verið mjög hjálplegt,“ segir Vikas en hann talar átta tungumál og þrátt fyrir að hafa verið einungis nokkra mánuði á Íslandi talar hann ágæta íslensku. „Ég tala indversku, marathi, san- skrit, kanada, rússnesku, úkraínsku, ensku, arabísku og ég er að læra ís- lensku,“ segir Vikas og brosir. Vikas segir helsta muninn á læknis- starfsemi á Íslandi og Indlandi vera þann hvað allt gangi hratt fyrir sig hér á landi. „Það eru til margar teg- undir af sjúkrahúsum á Indlandi og þar gengur allt mikið hægar fyrir sig. En hér á Íslandi getur sjúklingur fengið röntgenmynd og farið í sýna- töku með 15 mínútna millibili. Það gerist ekki á Indlandi.“ Dóttir Vikas heitir Ashwina og er 18 mánaða og segir hann að henni finnist gott að vera hér. „Já okkur líður öllum vel hérna.“ Það eru engar venjulegar ljósmyndirsem teknar eru á röntgendeild HSS.Þar ræður Jórunn Garðarsdóttir geislafræðingur ríkjum en hún er deildar- stjóri á röntgendeildinni. Á deildinni eru gerðar um 5000 rannsóknir á ári, m.a. beinarannsóknir, meltingarfærarannsóknir svo og venjulegar og sérhæfðar ómrann- sóknir og segir Jórunn álagið vera mikið. „Okkar hlutverk er víðfemt. Hér er alltaf nóg að gera og til okkar koma sjúklingar af öllum deildum.“ Eins og áður segir eru engar venjulegar ljós- myndir teknar á röntgendeildinni og myndirnar sem þar eru teknar sýna mun meira heldur en þær venjulegu. „Í náminu sem tengist geisla- fræðinni lærum við ljósmyndun og ég er áhugamanneskja um hefðbundna ljósmynd- un,“ segir Jórunn brosandi. Talar átta tungumál Vikas Pethkar læknir á bráðamóttöku HSS Í stórum fyrirtækjum er alltaf einneinstaklingur sem allir þekkja -húsvörðurinn. Hermann F. Ólafsson er titlaður deildar- stjóri viðhalds- og tæknideildar HSS. „Maður verður víst að nota titilinn sem manni er ætlaður,“ segir Hermann brosandi en starfs- svið hans er viða- mikið. „Starfið felst í að halda fasteignunum í eins góðu ástandi og fjármagn leyfir. Hér áður fyrr var ég einn í þessu starfi en nú erum við tveir.“ Flest starfsfólkið kannast við Hermann þar sem hann hefur starfað á stofnuninni frá árinu 1981. Í gegnum tíðina hefur hann séð um að öll önnur tæki en sérhæfð lækn- ingatæki virki sem skyldi. „Ég sést minna á deildunum eftir að við urðum tveir í deild- inni. En ég hef alltaf gaman að kíkja á deildirnar og spjalla við hjúkkurnar,“ segir Hermann brosandi. Allir þekkja húsvörðinn Taka engar venjulegar ljósmyndir heilsugæslan nær fullmönnuð. Þar er alltaf nóg að gera og til að gera sér ein- hverja hugmynd um það er vert að nefna að um 40 þús- und manns komu á heilsu- gæsluna árið 2002. Það eru rúmlega 109 manns á dag sé miðað við að opið sé alla daga vikunnar, allan ársins hring. Þegar gengið er til vinstri frá móttökunni er komið inn í sjúkrahúsálmuna með öllum sínum ranghölum og göng- um. Þar tekur elskulegt starfsfólk á móti öllum þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Sigríður fram- kvæmdastjóri situr á skrifstofu á gang- inum áður en gengið er inn í sjúkra- húsálmuna og þykir vinsælt að líta við hjá henni og fá sér kaffi, enda hellir hún upp á kaffitár. Í D-álmunni iðar allt af lífi. Á neðri hæðinni Röntgendeildin heimsótt: Vikas og Malvina ásamt dóttur sinni Ashwinu. Þeim líður öllum vel í Keflavík og ætla sér að vera hér áfram. Farið í gegnum röntgenmyndir. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:02 Page 5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.