Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 25
9 S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A aður stofnunarinnar geymdur og þar hafa tölvusérfræð- ingarnir aðsetur. Þeir eru oft kallaðir til enda eru ýmsar villur í tölvum vel þekkt fyrirbæri sem oftar en ekki er á færi sérfræðinga að laga. Já þeir eru vinsælir strák- arnir á fjórðu hæðinni, en þar er einnig húsvörðurinn sem allir þekkja. Starfsmenn HSS hittast reglulega í mötuneyti starfsmanna á jarðhæð í gömlu byggingunni. Þar er veislumatur borinn fram við hvert mál og þar er maturinn fyrir alla sjúklinga stofnunarinnar kokkaður. Maturinn fer úr eldhúsinu í Býtibúrin þar sem starfsfólk búranna ber hann fram til sjúklinganna. Slysa- og bráðamóttakan er við hlið mötuneytis- ins og þar er opið allan sólarhringinn og læknar Ólafur Ólafsson fyrrverandi Land-læknir er öllum Íslendingum aðgóðu kunnur. Hver man ekki eftir að hafa séð manninn í sjónvarpinu, ábúð- arfullan þar sem hann lýsir áhyggjum sín- um eða ánægju með gang mála í heil- brigðiskerfinu. Stelpurnar á móttöku HSS kalla hann Ólaf okkar. En hvernig finnst Ólafi að starfa á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja? „Mér finnst mjög fínt að starfa hér. Á stofnun- inni er góður andi og hér er gott starfsfólk.,“ segir Ólafur en hann hefur starfað á heilsu- gæslunni frá því í vetur. „Ef þú ert ánægður með starfið þá ertu ekki á rangri hillu.“ Ólafur útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Ís- lands árið 1957 og kom heim til Íslands árið 1967 eftir sérnám í Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi og London. Eftir sérnámið tók hann við stöðu forstöðumanns rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Stöðu Landlæknis gegndi Ólaf- ur frá árinu 1972 til 1998. „Mér leiddist alltaf skrifstofuvinnan og það leið ekki það ár án þess að ég færi út í byggðirnar til að starfa þar sem læknir í nokkrar vikur í senn,“ segir Ólafur og brosir. Þegar starfsheitið læknir kemur upp í huga fólks hugsar það oft um erfiðleikana og sorg- ina sem fylgir starfinu. Ólafur segir lækna taka sorginni líkt og aðrir. „Maður venst því aldrei að upplifa mikla sorg í kringum sig en maður lærir að taka því,“ segir hann. Ólafur er bjartsýnn á framtíð Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. „Ég hef þá trú að framtíð HSS sé björt, enda er sú þjónusta sem hér er veitt mjög góð. Í heilsugæslunni þarf að gæta að meiri samfellu í þjónustunni. Læknaskipti eru of ör, en sérfræðiþjónusta hefur verið að aukast og ekki síst þjónusta við aldraða. HSS útskrifar fólk á fæti eins og ég kalla það, sem er það sem skiptir máli. Það er eitthvað að fólki sem segir að fólk eigi að leggjast inn á stofnun þegar það verður 70 ára. Auðvitað á fólk að njóta lífsins eins lengi og það getur og ég veit að flestir vilja vera heima hjá sér eins lengi og þeir geta,“ segir Ólafur en hann ritar grein í blaðið sem ber yfirskriftina: „Að breyta skipulega og útskrifa fólk á fæti.“ -Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir starfar sem heilsugæslulæknir á HSS „Hann Ólafur okkar“ Fjórða hæðin í D-álmuHeilbrigðisstofnun Suð-urnesja er kölluð hrúta- kofinn - þar vinna einungis karlmenn. Þar er aðsetur tölvu- deildar stofnunarinnar og hús- vörðurinn er þar með skrif- stofu. Viktor Kjartansson er deildarstjóri tölvudeildarinnar og með honum starfar Georg Brynjarsson. „Við höldum tölvukerfinu hér gangandi. Á stofnuninni eru um 100 útstöðvar og allar sjúkra- skrár eru tölvufærðar. Gamla pappírsformið er liðið undir lok og því þarf allt að ganga vel fyrir sig,“ segir Viktor en það er mikið um útköll vegna ýmissa vand- ræða í tölvum starfsmanna stofn- unarinnar. „Tölvukerfið bíður uppá þann möguleika að við get- um lagfært tölvur hjá starfs- mönnum í gegnum okkar tölvur. Það sparar manni mörg sporin.“ Líður vel í „hrútakofanum“ Hefur veitt um 70.000 manns lækningu Jón B. G. Jónsson yfirlæknir á heilsugæsluHeilbrigðisstofnunar Suðurnesja er nýkominnað vestan. Hann var yfirlæknir heilbrigðis- stofnunarinnar á Patreksfirði frá árinu 1993 til 2004. Jón tók einnig virkan þátt í stjórnmálum, en hann var forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðis- manna 1998 til 2004. Jón fæddist að Háholti 3 í Keflavík og ólst upp í Sandgerði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Jón tók embættis- próf frá Háskóla Íslands árið 1987. Hann stundaði sérfræðinám í heimilislækningum í Falun í Svíþjóð árið 1993. Hvernig er að koma aftur á HSS eftir búsetu á vest- fjörðum? Mér líkar það vel að vera kominn í vinnu hjá HSS eftir mörg góð ár á Patreksfirði. Ertu mikill Suðurnesjamaður í þér? Ég tel mig vera hæfilega mikinn Suðurnesjamann í mér enda hér borinn og barnfæddur. Finnst þér mikið hafa breyst á HSS? Fyrir utan nýbyggingar hefur ekki svo mikið breyst. Hins vegar verða hér miklar breytingar á starfseminni á næstu árum ef fram fer sem horfir. Hér er mikill metnað- ur að byggja upp stofnun þar sem sjúklingar af suður- nesjum fái sem mest af þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Hvað er það skemmtilegasta við starf þitt sem lækn- ir? Skemmtilegast við starfið er að finna að maður kemur að gagni og sjúklingar fá einhverja bót sinna meina. En það leiðinlegasta? Starfið er aldrei leiðinlegt en auðvitað skiptast á skin og skúrir. Hvað heldurðu að þú hafir skoðað marga sjúklinga á starfsferli þínum? Ég gæti trúað að meðaltal á ári hafi verið milli 4000- 5000. Á 17 ára starfsferli ca 60.000-70.000 sjúklingar. Georg Brynjarsson og Viktor Kjartansson í tölvuherbergi HSS. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:07 Page 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.