Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 27
11 S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A Þ að var svolítið erfið ákvörðunað ákveða að flytjast til Kefla-víkur,“ segir María Fjóla Harðardóttir 28 ára hjúkrunarfræð- ingur í D-álmu HSS. María útskrifað- ist úr hjúkrunarfræði sl. vor og áður en hún tók ákvörðun um að flytja á Suðurnesin var hún búin að skoða sig um á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. „Mér leist langbest á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ seg- ir María brosandi. María segir að á stofnuninni sé þægilegur andi og „alveg einstaklega góður mórall,“ eins og hún orðar það. „Við höfum fundið fyrir neikvæðu umtali utan úr bæ vegna umræðunnar um lang- legudeild fyrir aldraða og það umtal smitar út frá sér inn á deildina.“ Sökum þess hve þjónustusvið D-álm- unnar er viðamikið segir María að það sé líkt því að hún sé að taka fimmta árið í hjúkrunarfræði með því að starfa á deildinni. „Á öðrum spítölum er starfið mun sérhæfðara, og því vonlaust að öðlast jafn mikla reynslu og D-álman bíður upp á eins og hún er uppbyggð í dag,“ segir María. Nám í hjúkrunarfræði tekur alls 4 ár í Háskóla Íslands. „Námið er mjög skemmtilegt, en jafnframt mjög krefjandi.“ Ekki erfið ákvörðun að flytja til Keflavíkur Oft er talað um að stelpurnar í móttöku HeilbrigðisstofnunarSuðurnesja séu andlit stofnunarinnar út á við og þetta eru alltsætar stelpur. Agnes Garðarsdóttir ræður þar ríkjum en hún hefur starfað í móttökunni sl. 18 ár. „Reyndar er starfsaldur stelpn- anna í móttökunni mjög langur þannig að við þekkjumst allar mjög vel,“ segir Agnes og það er hreinlega hressandi að kíkja bakvið glerið hjá þeim því þar eru allir í góðu skapi. Í móttökunni starfa allir á vöktum og standa næturvaktirnar yfir frá átta á kvöldin til átta á morgnana.Agnes segir að það venjist að vinna á nóttunni. „Það getur stundum verið lítið að gera, en við notum þá tímann í alls kyns skjalavinnu. En því er ekki að neyta að stundum getur það verið ein- mannalegt að vera hér ein.“ Að sögn stelpnanna í móttökunni getur starfið verið mjög fjörugt og fjöl- þætt en þær lenda stundum í skrýtnum uppákomum. „Stundum verður allt geggjað hér, sérstaklega um helgar,“ segja þær og allar eru þær sammála um að í móttökunni sé gott að starfa. „Það sést á því að við komum hing- að til starfa og förum ekki aftur.“ Hressar stelpur í móttökunni hjá HSS Ragnheiður Gunnarsdóttir ereinnig nýútskrifuð úr hjúkr-unarfræði við Háskóla Ís- lands og hún er nýflutt til Keflavíkur, en hún er líkt og María hjúkrunar- fræðingur á D-deildinni. Ragnheiði fannst það ekki erfið ákvörðun að flytja á Suðurnesin. „Það var bara skemmtileg ákvörðun og ég verð að segja að það er bara mjög fínt að búa hér.“ Ragnheiður segir andann á Heilbrigðis- stofnuninni vera mjög góðan og þegar hún er spurð að því hvað sé erfiðast við starfið segir hún að það sé stundum töluvert mikið álag. En hvað er skemmtilegast við starfið? „Hér er rosalega gott fólk og mikil fjölbreytni í starfinu,“ segir Ragnheiður. Hún segist ekki sérstaklega hafa stefnt að því að verða hjúkrunarfræðingur - það hafi bara æxlast þannig. „Ég sé sko ekki eftir því.“ Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar við störf á D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja því þar er ekki hlaupið í kaffi í miðri aðgerð sem staðið getur yfir í marga klukkutíma. Á síðustu tveimur árum hafa um 1.400 skurðaðgerð- ir verið framkvæmdar á skurðstofu HSS. Aðeins innar á ganginum er dag- og endurhæfingardeildin og fæðingar- deildin með sameiginlega skrifstofuað- stöðu. Þar ræða starfsmennirnir um endurhæfingu, fæðingar og allt milli himins og jarðar. Gleð- in skín úr augum starfsfólks- ins og segir það starfið mjög skemmtilegt og gefandi. Beggja vegna skrifstofuað- stöðunnar eru deildirnar. Öðru megin er mikil umferð fólks af öllum aldri sem sækja endurhæf- ingu eða þurfa að njóta lyfjagjafar. Hinum megin heyrist reglulega grátur ungbarna sem þar fæðast en á síðasta ári komu 223 börn í heim- inn á fæðingardeildinni. VISSIR ÞÚ ? Um 5% fastráðinna starfsmanna HSS búa utan Suðurnesja. Á Landspítala Háskólasjúkrahúsi búa um 7,6% starfsmanna utan höfuðborgarsvæðisins. Agnes ásamt tveimur úr móttökuteyminu. Alls starfa 9 konur í móttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:08 Page 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.