Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 41

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 41
sportið VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 27. MAÍ 2004 I 25 S uðurnesjamenn unnu tilþriggja gullverðlauna ábikarmóti Vélhjólaí- þróttafélags Reykjaness á sunnudaginn. Gylfi Freyr Guð- mundsson sigraði í meistara- flokki 125cc hjóla, Aron Ómarsson í unglingaflokki og Sara Ómarsdóttir hafði sigur í kvennaflokki. Mótið fór fram á Sólbrekkubraut ofan við Seltjörn.  etta var fyrsta mótið sem haldið hafur verið  ar í áraraðir og fór afar vel fram í blíðskaparveðri. Á fjórða tug keppenda tókust  ar á og voru  eir víðs vegar af landinu. Á rni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, lét sig ekki vanta á mótið og startaði keppni í flokki MX 1 og 2. Brautin opnaði  ann 15. maí sl. og hefur verið mikil aðsókn í hana  ar sem vélhjólamenn af svæðinu hafa tekið  essari nýj- ung fegins hendi. Í slenskir Aðal- verktakar voru stærstu styrktar- aðilarnir við gerð brautarinnar en Landsbankinn, Sparisjóðurinn og fleiri hjálpuðu einnig til við að láta  ennan draum vélhjóla- manna rætast. ÞRJÚ GULL TIL SUÐURNESJA Í MOTOCROSS E rla Dögg Haraldsdótt-ir sundkona úr Njarð-víkunum var nýlega útnefnd íþróttamaður ársins 2003 á aðalfundi Ungmenna- félags Njarðvíkur. Erla Dögg stóð sig sérlega vel á árinu og vann meðal annars til fimm Í slandsmeistartitla í fullorðinsflokki og vann einnig til fjögurra Í slandsmeistartitla á Aldursflokkameistarmóti Í s- lands. Erla var valin í landslið Í slands til  ess að keppa á Smá jóða- leikunum en  ar vann vann hún til  riggja verðlauna; gull- verðlaun í 200m fjórsundi og silfurverðlaun í bæði 100 og 200m bringusundi.  á náði Erla Dögg lágmörkum fyrir öll verkefni unglinga- landsliðsins  ar sem hún kepp- ti með góðum árangri. Hún vann til verðlauna á unglinga- móti í Luxemborg, á Evrópu- meistaramóti unglinga og í lok ársins á Norðurlandameistar- móti unglinga  ar sem hún náði mjög góðum árangri og vann til silfurverðlauna í 200m bringusundi.  að sem af er árinu 2004 hefur Erla síður en svo slegið af. Hún hefur sýnt miklar framfar- ir í sínum bestu sundgreinum og er alveg við Ó lympíulág- mark í 100m bringusundi. Hún æfir stíft  essa dagana og ætlar að ná lágmarkinu fyrir leikana í A enu. Erla Dögg íþrótta- maður Njarðvíkur 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 14:46 Page 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.