Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 40
Sparisjó ðsmó t sunddeildarKeflavíkur fó r fram álaugardaginn. 6 lið mæ ttu til leiks með um 150 keppendur á aldrinum 12 ára og yngri. Þetta mót var það síðasta fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands sem fer fram í lok næsta mánaðar og virtust krakkarnir vera til alls líklegir þar. Forráðamenn mótsins voru mjög ánægðir með mótið en sögðust þó hafa viljað sjá fleiri keppendur. Skortur á aðstöðu inn- anhúss stæði þeim fyrir þrifum vegna þess að sum lið sem ætluðu að mæta á þetta mót fóru frekar á mót í Reykjavík og Hafnafirði sem færu fram í innisundlaugum. Besta afrek mótsins vann Gunnar Örn Arnarson, en hann setti glæsi- legt Íslandsmet í 100m bringu- sundi sveina. Veðrið var ekki upp á það besta en allir skemmtu sér vel og hlutu hlutu allir krakkarnir verðlaun fyr- ir þátttöku. 24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!                                                                       !! " #     $               ! " #                 !"  " "   " "   " #   $        %&     '(       %%&    Ungmennalandslið Í slands náðu ó trúlegumárangri á Norðurlandamó ti unglinga íkö rfuknattleik sem fó r fram í Sví jó ð um síðustu helgi.  rjú af fjó rum liðum unnu til gull- verðlauna og er sá árangur einstakur. U-16 lið drengja og stúlkna og U-18 lið pilta báru sigurorð af heimamönnum í úrslitaleikjum og skráðu nöfn sín í sögubækur íslensks körfuknatt- leiks og sagði Ellert B. Schram að þetta væri eitt- hvað mesta íþróttaafrek sögunnar. Vitaskuld voru fjölmargir krakkar af Suðurnesjum í landsliðshópunum og voru þau eftirfarandi: Jóhann Árni Ólafsson, Kristján Rúnar Sigurðsson, Hjörtur Hrafn Einarsson, Ingibjörg Vilbergsdóttir og Mar- grét Kara Sturludóttir UMFN. Davíð Páll Her- mannsson, Erna Rún Magnúsdóttir og Petrúnella Skúladóttir UMFG og Jón Gauti Jónsson, Þröstur Leó Jóhannsson, Páll Halldór Kristinsson, Anna María Ævarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Guð- rún Harpa Guðmundsdóttir, Linda Stefanía Ásgeirs- dóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, María Ben Erlings- dóttir, Ragnheiður Theodórsdóttir og Bára Braga- dóttir úr Keflavík. Árangur ungmennanna gefur góð fyrirheit til fram- tíðarinnar og er ekki að sjá annað en að yfirburðir Suðurnesjaliðanna muni halda sér um ókomna tíð. Níu af 11 í stúlknaliðinu koma úr Reykjanesbæ. Suðurnesja-Norðurlandameistari! G rindvíkingar mæ ta Fylkismö nnum áheimavelli í kvö ld. Grindvíkingar hafastaðið sig ágæ tlega í fyrstu tveimur leikjunum og gert tvö jafntefli á mó ti sterkum liðum. Fylkismenn verða erfiðir viðureignar og mega heimamen hafa sig alla við ef  eir æ tla að ná stigum út úr  eim leik. Zelko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga, segist þó ekki kvíða leiknum. „Mér líst vel á alla leiki! Fylkir er með gott lið og er eitt af þeim sem eiga eftir að berjast um titilinn og efstu sætin. Þeir eru með mjög góða leikmenn bæði í byrjunarliði og á bekknum, en við erum líka með góða leikmenn og munum reyna að spila góðan bolta og auðvita að sigra líka.“ Nokkrir lykilmenn Grindvíkinga eru meiddir og munu Kaplanovic, Petkovic og McShane ekki spila með gegn Fylki. Zeljko segir þó nóg af leik- mönnum til að fylla í skörðin. ru „Ungu leikmenn- irnir geta komið inn og eru í góðu formi. Allir sem eru í hópnum hafa eitthvað fram að færa og þess vegna eru þeir í Grindavík.“ Zeljko segist að lok- um bjartsýnn fyrir leikinn. „Við mætum til að berjast og vinna leikinn, en svo verðum við að sjá hvað setur.“ Grindvíkingar fá Fylki í heimsókn Frábær stemmning á Sparisjóðsmótinu 24 TÍMA FRÉTTAVAKT 898 2222 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 16:07 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.