Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! L jó sanó tt í Reykjanesbæverður haldin fyrstuhelgina í september eða dagana 2.-5. september nk. Eins og venjulega stendur mik- ið til á  essari menningar- og fjö lskylduhátíð Reykjanesbæ j- ar og verður mikið kapp lagt á að bæ rinn sé í hátíðarbúningi  essa helgi. Lokaframkvæ mdir við Hafnargö tuna verða vígðar ásamt listaverkum og ö ðrum framkvæ mdum, segir Stein ó r Jó nsson, formaður Ljó sa- nefndar í samtali við Víkur- fré ttir.  á er að skapast hefð fyrir  ví að fjö lskyldur í Reykjanesbæ bjó ði æ ttingjum og vinum í heimsó kn  essa lö ngu helgi. Fjölmenningarhátíð á fimmtudegi Ljósanótt verður sett á fimmtu- deginum með fjölmenningarhá- tíð. - Í Reykjanesbæ eru, eins og annars staðar á Í slandi, margir einstaklingar frá hinum ýmsu  jóðlöndum og er hugmyndin að virkja  á til útihátíðar með stuðn- ingi leik- og grunnskólabarna í Reykjanesbæ, t.d. í skrúðgarðin- um í Keflavík. „ Með góðum vilja gætum við fengið skólayfirvöld með okkur og fengið börnin til að ganga fylktu liði úr öllum skólum bæjarins niður í skrúð- garð  ar sem hátíðin yrði sett formlega með skemmtilegum uppákomum“ , segir Stein ór. Á fimmtudagskvöldinu er stefn- an sett á hagyrðingakvöld í Stap- anum og hafa undirbúningsaðilar  egar fengið  jóðkunna hagyrð- inga alls staðar að af landinu til að taka  átt.  að er Pétur Blöndal hagyrðingur sem mun hafa veg og vanda af undirbúningi í sam- starfi við Ljósanefnd en markið er sett á fjölmennasta hagyrð- ingakvöld á Í slandi. Ef vel tekst til má reikna með að hagyrðinga- kvöld gæti orðið fastur liður á Ljósanótt til framtíðar. Tónlistarhátíð á föstudegi Á föstudeginum verður tónlist gerð góð skil. Viðræður eru í gangi við ýmsa  ekkta listamenn til að taka  átt í tónleikum á föstudagskvöldinu en eins og all- ir muna var Ljósalagskeppnin haldin  að kvöld í fyrra en mun í ár mun hún færast fram um ein- hverjar vikur.  á er stefnan að 5- 10 hljómsveitir verði dreifðar á veitinga- og skemmtistaði í bæn- um seinna um kvöldið  annig að gestir Ljósanætur geta farið á barrölt um bæinn eftir tónleikana og hlustað á fleiri sveitir víðsveg- ar um bæinn. Einnig er stefnt að unglingatónleikum í Reykjanes- höll og er undirbúningur  egar hafin. Flug- og tækjasýning á laugardegi Aðaldagurinn á Ljósanótt er laugardagurinn eins og síðustu ár með fjölbreyttum atriðum allan daginn, eins og  eir sem sótt hafa Ljósanótt  ekkja. Hápunktur laugardagsins í ár verður flug- og tækjasýning. Ljósanefndin hefur fengið góðan liðsmann með í verkefnið en hann heitir Tyrfing- ur  orsteinsson hjá Suðurflugi. Hélt hann m.a. flugdag 1999 og hefur tekið að sér að halda utan um  ennan víðfema  átt hátíðar- innar í ár. Eru viðræður við flug- félög, innlend og erlend ásamt Varnarliðinu,  egar hafnar. Stefnt er að fjölbreyttum atriðum á lofti, láði og legi með listflugi og öðr- um uppákomum. Kirkjustarfið kynnt á sunnudegi Á sunnudeginum er hugmyndin að virkja kirkjudeildir á svæðinu til góðra hluta  ar sem gestum yrði kynnt starf  eirra á víðum grundvelli með samkomum og góðri tónlist. Ljósalagið fyrr á ferðinni í ár Ljósalagið verður að sjálfsögðu á sínum stað og mun Guðbrandur Einarsson verða formaður undir- búningsnefndar.  egar hefur ver- ið auglýst eftir lögum í keppnina en hugmyndin er að úrslit liggi fyrir minnst  remur vikum fyrir Ljósanótt  annig að vinningslag- ið geti farið  egar í spilun og  annig auglýst hátíðina. „ Við eigum  egar tvö góð vinningslög sem bæði hafa verið okkur til mikils sóma. Fyrst var  að Ljósa- nótt eftir Á smund Valgeirsson sem sló í geng árið 2002 og síðan var  að lag Magnúsar Kjartans- sonar, Ljóssins englar, sem Ruth Reginalds gerði vinsælt í fyrra. Við eigum  essu fólki mikið að  akka og vonandi verður útkom- an í ár ekki síðri“ , sagði Stein ór Jónsson formaður Ljósanætur að lokum. ➤ Ljósanótt 2004 verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr: Ferskleiki og nýjungar á Ljósanótt 24 TÍMA FRÉTTAVAKT 898 2222 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 17:21 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.