Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 30
Eðli málsins samkvæmtsést nú yfirleitt eitthvaðblóð,“ segir Jón Garðar Viðarsson skurðhjúkrunarfræð- ingur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja þegar hann er spurður útí starfið á skurðstofunni. Jón er ný- fluttur til Keflavíkur ásamt fjöl- skyldunni og hann kann vel við sig á Suðurnesjum. Auk þess að starfa á skurðstofunni tekur Jón vaktir á slysadeildinni og sér um pabbafræðslu fyrir verðandi feður. Hvernig er að starfa á skurðstof- unni alla daga? Það er fínt að starfa á skurðstofu.Að vísu er samband við aðrar deildir sjúkrahússins frekar af skornum skammti en starfið í sjálfu sér er mjög fjölbreytilegt, enda engar tvær skurðaðgerðir eins.Annars er ég ekki bara að vinna á skurðstofunni, ég tek vaktir öðru hverju á slysa- deildinni og einnig sé ég um pabba- fræðslu fyrir verðandi feður fyrir hönd fæðingardeildarinnar. Sérðu þá ekki mikið blóð? Eðli málsins samkvæmt sést nú yfir- leitt eitthvað blóð. Samt sem áður er alltaf reynt að stilla blæðingu í hóf. Það eru notaðar mismunandi að- ferðir við að gera blóðmissi eins lít- inn og mögulegt er, allt eftir því hvaða aðgerð er um að ræða. Stundum blæðir bara nokkra milli- lítra í aðgerð þar sem farið er alveg inn í kviðarhol en blæðing verður oft töluvert meiri og þá helst í stórum aðgerðum sem yfirleitt taka margar klukkustundir. Svona mikið blóðtap er líkaminn þó tiltölulega fljótur að bæta sér upp, allt eftir líkamlegu ástandi sjúklingsins. Hvað finnst þér mest spennandi við starfið? Það er svo margt. Þessu starfi fylgir mikil ábyrgð og maður þarf að passa sig vel að gera hlutina í réttri röð.Að vinna við aðgerðir krefst einnig sjálfsaga þar sem aðgerðir geta tekið marga klukktíma og maður þarf að einbeita sér 100% allan tímann. Sjálfur er ég einnig mikill tækja og tæknihjúkrunarfræð- ingur þannig að ég hef gaman af að læra á og beita þeim áhöldum sem notuð eru við aðgerðirnar. Ekki má gleyma bráðaaðgerðunum, sem geta komið upp bæði á vinnu- tíma og á bakvöktum, en skurð- deildarteymið er á bakvöktum að meðaltali um 40 klst á viku. Þar geta rétt viðbrögð og snör handtök skipt sköpum. Hefurðu hug á að mennta þig frekar á þessu sviði? Það kem ég áreiðanlega til með að gera. Ég hafði nú ætlað mér að verða svæfingahjúkrunarfræðingur en ekki skurðhjúkrunarfræðingur, en ég starfa sem slíkur í dag. En maður er alltaf að læra og það að hafa fengið reynslu af því að starfa sem skurðhjúkrunarfræðingur er að sjálfsögðu ómetanlegt þó að ég læri svæfinguna seinna meir. Hvernig er starfsandinn á HSS? Eins og ég upplifi stofnunina finnst mér starfsandinn góður. Nú hef ég ekki unnið á HSS nema síðan í júlí á síðasta ári en eins og Suðurnesja- búar vita hefur mikið gengið á síð- asta árið en nú virðist vera að rofa til. Þetta er ekki mjög stór vinnu- staður miðað við að HSS er bæði sjúkrahús og heilsugæsla sem gerir það að verkum að maður týnist ekki í fjöldanum. Að mínu mati eru margir góðir hlutir að gerast hérna á HSS og það er alltaf verið að reyna að auka þjón- ustuna við íbúa Suðurnesja sem og annarra sem til okkar leita. Nú fluttistu til Suðurnesja fyrir stuttu með fjölskylduna - var það erfið ákvörðun? Nei, í rauninni ekki.Við vildum um- fram allt búa á stað sem er frekar rólegur og barnvænn og hann er akkúrat hérna. Ættingjar mínir og konunnar minnar búa einnig á suð- vesturhluta landsins þannig að það er ekki langt að fara til að heim- sækja þá. Svo má nefna að fast- eignaverðið hér mjög hagstætt sem gerði okkur kleift að kaupa okkur húsnæði og jafnframt sjá fram á dæmið ganga upp. Þannig að það eru mjög margir kostir við það hafa flutt til Keflavíkur. Hvernig hefur ykkur liðið hér? Okkur hefur liðið vel. Ég og Kristín konan mín eigum tvo drengi sem eru í Myllubakkaskóla og þeim hefur gengið mjög vel að aðlagast, báðir farnir að æfa sund og hreinlega blómstra. Síðan fæddist okkur drengur síðasta haust sem lá svo á í heiminn að hann fæddist heima hjá sér þannig að hann er eiginlega sá eini okkar sem er „innfæddur“. Það er ekki mikil þjónusta sem við þurf- um að sækja út fyrir Reykjanesbæ og ef svo er þá er þetta skottúr til Reykjavíkur. Ég vil bara enda á að þakka Suður- nesjabúum fyrir hlýlegar móttökur fyrir hönd fjölskyldu minnar og við teljum okkur lánsöm að hafa sest hérna að. Fólkið sem ég er að vinna með á á HSS er úrvalslið upp til hópa þannig að manni leiðist sko ekki að mæta í vinnuna. Jón Garðar Viðarson, skurðhjúkrunarfræðingur á HSS Rétt viðbrögð og snör handtök skipta sköpum Nýr ljósalampi fyrir hend-ur og fætur, auk ljósa-greiðu hafa verið tekin í notkun á göngudeild fyrir psori- asis og exem sjúklinga á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Þann 1. desember var ljósaskápur tekinn í notkun á deildinni, en búnaðurinn var fjármagnaður með framlögum frá einstakling- um, fyrirtækjum, stéttarfélögum og stofnunum á Suðurnesjum. Valur Margeirsson afhenti búnað- inn fyrir hönd Spóex, samtökum psoriasis og exem sjúklinga á Suðurnesjum. Með búnaðinum hefur þjónusta við psoriasis og exem sjúklinga stórbatnað á Suð- urnesjum, en göngudeildin er opin frá klukkan 8 til 16 á virkum dög- um. Bætt að- staða fyrir psoriasis sjúklinga 14 Ájarðhæð D-álmunnar fer iðjuþjálfun fram en Berglind BáraBjarnadóttir er deildarstjóri iðjuþjálfunar. Að sögn Berg-lindar er helsta markmiðið með iðjuþjálfun að þjálfa fólk upp eftir slys, fötlun eða sjúkdóm. „Við hjálpum þeim við að komast aftur út í hið daglega líf og takast á við athafnir daglegs lífs. Við reynum að hafa þjálfunina skemmtilega og hlustum t.d. stundum á tónlist og stundum höfum við hjólastóladans,“ segir Berglind og henni finnst gott að upplifa samkenndina sem skap- ast á milli skjólstæðinga hennar. FÓLKI HJÁLPAÐ ÚT Í HIÐ DAGLEGA LÍF Jón Garðar Viðarson, skurðhjúkrunarfræðingur á HSS. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:10 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.