Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 6
F jölbreytileiki var ein-kenni nýafstaðinnar Frí-stundahelgar sem haldin var í annað sinn í Reykjanesbæ dagana 14. - 16. maí sl. Fyrirtæki, klúbbar og félög kynntu starfsemi sína og var víða opið hús í bænum með kynning- um og sýningum. Kom það mörgum á óvart hversu mörg tækifæri til tómstundaiðkunar væru í Reykjanesbæ fyrir fólk á öllum aldri. Alls sóttu 2.000 manns sýning- una List og handverk í Íþrótta- húsinu við Sunnubraut en þar sýndu á sjöunda tug handverks- fólks verk sín. Í tilefni af fimm ára starfsafmæli Heiðarskóla var haldin sýning á verkefnum nemenda í stofum og á göngum skólans í tengslum við fjölskyldudag skólans. þar var mikið um að vera á lóð skólans og inni. Haldin var sumarhátið í 88 Húsinu, menningarmiðstöð ungs fólks, þar sem hinir ýmsu aðilar og tómstundafélög kynntu starfsemi sína. Boðið var upp á andlitsmálun og hoppukastala auk þess sem lögreglan skoðaði reiðhjól hjá krökkum. Mótorhjóladagur var hjá Frum- herja í Njarðvík á laugardag. Þar komu mótorhjólaeigenur saman og þeir sem vildu gátu látið skoða hjólin sín. Að auki var boðið upp á listsýn- ingar, tónleika, Go-kart, andlits- málun, kaffihús, frítt í golfhermi, pútt og snóker, söngkvöld skáta, skákmót og margt fleira. Í tilefni helgarinnar voru jafn- framt tilboð hjá verslunum og veitingahúsum. Að sögn Gísla Jóhannssonar var reynt að ná til sem flestra þessa helgi og kynna fjölbreytt tóm- stundastarf sem fer fram í bæjar- félaginu. „Íbúar virðast kunna að meta framtakið og er stefnt að því að halda slíka helgi að ári liðnu. Við viljum hvetja þá sem höfðu ekki tækifæri á að vera með að hefja undirbúning að næstu Frístundahelgi að ári en það hefur sýnt sig að hún er kjör- in vettvangur fyrir klúbba og fé- lög að kynna og efla sína starf- semi. 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Frístundahelgin í Reykjanesbæ: Kallinn á kassanum NÚ RÍFAST minnihlutinn og meirihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um það hvort sent hafi verið formleg beiðni til utanríkis- ráðherra þar sem óskað væri eftir fundi bæjarstjórnar og ráðherra. Kallinn las í Vík- urfréttum fyrir stuttu að utanríkisráðherra hafi ekki fengið nein boð og að ritarinn hans hefði ekki fundið nein slík skilaboð eða erindi. Spurningin er hvert erindið hafi verið sent - eða var eitthvað erindi sent yfir höfuð? UPPSAGNARBRÉFIN streyma út frá starfsmannahaldi Varnarliðsins þessa dag- ana. Kallinn þekkir töluvert af starfsfólki á vellinum og þar er mórallinn ekki góður. Fólk einfaldlega er farið að segja upp störf- um - því það er hrætt við að vera sagt upp og andinn meðal starfsmanna er hreint út sagt hrikalegur samkvæmt því sem Kallinn heyrir. ÞAÐ ER EINFALDLEGA krafa Suðurnesja- manna að forsætis- og utanríkisráðherra leggi leið sína í Reykjanesbæ, setjist niður með bæjarstjórnum Suðurnesja og fari yfir málin. Það er ekki bara hægt að sitja á hægindastólum, hvort sem það er á bæj- arskrifstofum Reykjanesbæjar, í forsætis- ráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu. EINS OG KALLINN hefur ítrekað bent á eru stjórnmálamennirnir kosnir af fólkinu og það er krafa kjósenda hér á Suðurnesj- um að þessir menn sem kosnir voru af fólkinu - vinni fyrir fólkið. Það er ekki hægt að horfa lengur á uppsagnir íslenskra starfsmanna hjá varnarliðinu án þess að nokkuð sé gert. Það er verið að segja upp fólki sem á fjölskyldur. Kallinn skorar á alla aðila að setjast niður, ræða málin og gera eitthvað! Handverkssýning eldriborgara var einn liður íFrístundahelgi Reykja- nesbæjar. Glæsileg sýning þar sem yfir níutíu manns sýndu verk sýn. Sýningin var form- lega oppnuð sunnudaginn 16. maí, af Valgerði Guðmunds- dóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, síðan léku og sungu fimm konur frá Sinfón- íuhljómsveit Íslands og boðið var upp á léttar veitingar. Sýn- ingin var síðan opin í viku þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti og ýmsar uppákomur svo sem lifandi tónlist, upplest- ur og söng. Um 540 manns komu og skoðuðu sýninguna, sem þótti takast mjög vel. Fjölbreytileiki á Frístundahelgi Glæsilegt handverk 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 14:00 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.