Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 27. MAÍ 2004 I 13 Í sumar geta hressir krakkará aldrinum 10 til 14 árarennt fyrir fiski í Seltjö rn undir leiðsö gn fluguveiðikenn- ara í Veiðibúðum Seltjarnar. Á f imm daga námskeiði læra  átttakendur grundvallaratriðin jafnt í fluguveiði sem annari veiði og fá að eiga fimm af fisk- unum sem  au veiða yfir vikuna en öðrum er sleppt. Rútuferðir að Seltjörn með SBK eru innifaldar í  átttökugjaldi og er farið af stað kl. 13.30 og snúið heim kl. 17.00.  á er allur búnað- ur útvegaður af Seltjörn, flugu- stangir, venjulegar stangir, beita o.s.frv. Á föstudeginum er svo grillveisla með öllu tilheyrandi  ar sem allir  átttakendur fá viðurkenninga- skjal fyrir að klára námskeiðið. Mjög góð veiðivon er í Seltjörn og má nefna að við opnun vatns- ins  ann 25. apríl síðastliðinn veiddust 98 urriðar,  ar stærstur 4 pund. Í vatninu núna eru um 4.000 urriðar og verður að minnsta kosti 3.000 til viðbótar sleppt í sumar, bæði stórum fisk- um sem og seiðum til að styrkja stofninn næstu árin. Heildarverð fyrir hvern  átttak- anda er 10.000 kr. fyrir vikuna og er einnig boðið upp á systkinaaf- slátt. Stefnt er að hafa  rjú nám- skeið í sumar, 7., 14.,og 21. júní ef nægileg  átttaka fæst. Nánari upplýsingar má finna á www.seltjorn.net. Veiðibúðir fyrir börn við Seltjörn í sumar Vígsla kapellu í Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja  riðjudaginn 1. júní n.k. mun biskup Í slands, herra Karl Sigur- björnsson, vígja kapellu í Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og hefst athöfnin kl. 15. Sú kapella, sem var fyrir og var vígð af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi, 16. maí 1982, hefur nú verið stækk- uð í nýju rými. Yfir  essu góða máli hefur stjórn HSS og nefnd- armenn kirkjunnar vakað. Á  essum tímamótum er ástæða til  ess að minnast  ess að tví- ræðni og takmörk einkenna til- veru okkar. Sá sem ekki vill við- urkenna  að getur vart talist mennskur.  ótt máttur læknavísindanna sé mikill  á eru  au háð  essari tví- ræðni og takmörkunum eins og allt annað í lífinu. Hvaða læknis- meðferð er t.d. pott étt? Stundum getur heilbrigðisstofn- un eða læknismeðferð umturnað lífi sjúklings og ástvina hans án  ess að um ásetningi sé að ræða. Sem betur fer gerist  etta sjaldan enda eigum við gott heilbrigðis- kerfi, sem í flestum tilvikum nær til allra, og vel menntað fagfólk. Rangt lyf var hugsanlega notað, læknismeðferðin hófst of seint og sorgbitin ekkja eða foreldrar látins barns spyrja harmi sleginn: „ Hvers vegna?“ Læknastéttin getur eins og aðrar starfstéttir gert sín mistök.Við getum öll gert okkar mistök og  að er mannlegt að skjátlast. Starfstéttir almennt hafa ýmsar aðferðir til að hylma yfir. Hæfi- leikinn til að viðurkenna mistök er sjaldgæfur hjá starfstéttum, einnig meðal presta, og  að ber vott um mikinn manndóm  egar menn viðurkenna mistök sín.  að  arf að reyna að svara ekkj- unni og foreldrunum ungu ekki með lögmálum meðaltalsins eða að burðarmálsdauði sé minnstur á Í slandi.  að geta reynst merk- ingarlaus svör og orð eru jafnan fátækleg í áföllum. Mannlegra væri að segja:  ekking okkar var í molum, við gerðum mistök en við reyndum og við eigum eftir að læra af  essu. Við munum ávallt bera umhyggju fyrir ykkur. Við  urfum að lifa líf inu og mæta dauðanum í návist vitund- ar og vistmuna sem er meiri en okkar.  á getum við beðið fyrir- gefningar, falið Guði sársaukann og  að sem brást.  að er von mín að Kapella HSS verði kapella sáttargjörðar, fyrir- gefningar og kærleika, staður  ar sem góður Guð gerir alla hlut nýja,  annig að við lærum að lifa með  ví sem orðið er og höldum veginn fram í von. Ó lafur Oddur Jó nsson 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 16:02 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.