Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 38
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Keflvíkingar unnu á uppstigningar-dag sannfæ randi og verðskuldaðanheimasigur á meistaraliði KR, 3-1. KR-ingar byrjuðu af krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tveggja mínútna leik og var Arnar Gunnlaugsson þar á ferð- inni. Eftir mark gestanna tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum og brutu loks ísinn þegar Stefán Gíslason skoraði á 24. min eftir horn- spyrnu og mikinn hamagang í vítateignum. Á 60. mín komust Keflvíkingar loks yfir þegar Scott Ramsey skoraði frábært mark úr auka- spyrnu af rúmlega 25m færi. Ramsey var í fantaformi í leiknum og kemur óvenju vel undan vetri. Eftir markið var allur vindur úr KR og yfirburðir heimamanna algjörir og Hörður Sveinsson gerði endanlega út um leikinn við lok venjulegs leiktíma. Þjálfari Keflavíkur, Milan Stefán Jankovic, var í skýjunum eftir leikinn, enda hafði hann horft upp á sína menn spila ótrúlega skemmti- legan fótbolta og leggja Íslandsmeistarana. „Þetta var einn af okkar allra bestu leikjum. Við vorum betri út um allan völlinn, fyrir utan fyrstu tvær mínúturnar. Við sýndum bar- áttu og spil og strákarnir sýndu að þeir voru hungraðir. Maður er bara stoltur af því að hafa svona leikmenn í liðinu.“ Keflavík er á toppi deildarinnar eftir tvo leiki og Milan sagðist kunna vel við sig þar. „Við ætlum að halda áfram þar og gera okkar besta.“ KEFLAVÍK Á TOPPI ÚRVALSDEILDAR Keflavík mætir FH Keflvíkingar halda til Hafnar- fjarðar á morgun þar sem þeir mæta FH. Hafnfirðingar eru með firnagott lið og eru til alls líklegir á leiktíðinni. Keflvíkingar hafa hins vega komið liða mest á óvart í upphafi móts og eru með fullt hús eftir tvo leiki. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, segir að leikurinn verði erfiður, enda eru FH með sterkt lið. „Þeir eru með eitt besta liðið í deildinni og hafa verið sterkir í fyrstu leikjunum. Við verðum ekki með Óla í markinu, en Magnús var að leika með okkur gegn sterkum liðum í vet- ur og við treystum honum til þess að standa sig vel.“ Milan segir að liðið muni spila svipaða taktík og í síðustu leikj- um. „Við höldum áfram með það sem við erum búnir að vera að gera og mætum í leikinn til að gera okkar besta og berjast.“ Óli Gottskálks ekki með á morgun Ólafur Gottskálksson mun ekki leika með Keflvíkingum gegn FH á morgun. Ólafur fékk hast- arlega sýkingu í olnboga og ligg- ur á sjúkrahúsi með háan hita. Í samtali við Víkurfréttir sagði Milan Stefán Jankovic að Ólafur yrði ekki leikfær í nokkurn tíma, en þeir hefðu fullt traust á Magn- úsi Þormar til að fylla í skarðið. Grindvíkingar ná í dýrmætt stig Grindvíkingar gerðu markalaust jafntefli við ÍA á Akranesvelli í frekar tilþrifalitlum leik á fimmtudaginn. Ekki var mikið um marktækifæri, en Grindvík- ingar léku góða vörn og héldu vel aftur af Skagamönnum. Þá átti Albert Sævarsson fínan leik og var öruggur á milli stanganna. „Þetta var baráttuleikur, en við reyndum að spila góðan fótbolta. Við létum boltann ganga og náð- um í dýrmætt stig sem gefur okkur meira sjálfstraust.“ 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 15:26 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.