Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 18
2 Sigríður er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er elst þriggja barna Bryndísar Jónsdóttur og Snæbjarnar Jónassonar fyrrverandi vegamála- stjóra. Hún er gift Sigurði Guðmundssyni landlækni og eiga þau þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Sigríður er stúdent frá MR 1968, hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Ís- lands og síðan námi í svæfingahjúkrun frá Landakotsspítala og vann við svæfingar þar til hún flutti til Bandaríkjanna árið 1978 ásamt manni sínum og börnum. Hún hóf þá nám við háskólann í Wisconsin, Madison, og lauk þar BS prófi í hjúkrunarfræði og síðar MS prófi í stjórnun frá sama háskóla. Eftir 7 ára dvöl í Bandaríkjunum flutti fjölskyldan aftur heim til Íslands. Sigríður hóf fljótlega störf á Landspít- alanum sem hjúkrunarframkvæmdastjóri og varð síðan hjúkrunarforstjóri árið 1988 á Borg- arspítalanum og síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur til ársins 2000. Hún tók við starfi fram- kvæmdastjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís- lands árið 2001 og starfaði þar uns hún tók við starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 1. desember 2002. Sigríður hefur verið virk bæði í félagslífi og starfað innan ým- issa samtaka sem tengjast heilbrigðismálum og heilbrigðisþjónustu, hún hefur aflað sér fræðslu og símenntunar bæði hérlendis og er- lendis. Hún hefur sinnt kennslu í stjórnun og rekstri til margra ára og setið í fjölda nefnda og ráða. Hún er nú fulltrúi menntamálaráðu- neytisins í háskólaráði Tækniháskóla Íslands. Fyrsta árið í starfi á HSS Sigríður segir að á sínu fyrsta ári við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja hafi skipst á skin og skúrir og að mörgu leyti verið erfitt, en að það hafi unnist sætir sigrar. Sigríður segir það mikilvægt að það sé efst í huga starfsmanna stofnunarinnar að vinna fyrir fólkið. „HSS er stofnun sem veitir heilbrigðisþjónustu. Starfs- fólkið er þar fyrir fólkið í byggðarlaginu. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk á HSS, sama við hvað það starfar, átti sig á því. Ég vil að þeir sem sækja þjónustu til okkar finni sig vel- komna og finni fyrir því öryggi og þeirri hlýju sem allir sem leita eftir heilbrigðisþjónustu eiga rétt á,“ segir Sigríður. Uppbygging til framtíðar hafin Að sögn Sigríðar var tímasetningin erfið þegar hún tók við framkvæmdastjórastarfinu en heilsugæslulæknar sögðu upp starfi sínu mán- uði áður en Sigríður tók til starfa. „Mér fannst oft gleymast sá stóri hópur afar duglegs starfsfólks sem vann mikið og gott starf oft undir ómaklegri gagnrýni. Ég kynntist því fyrst aðstæðum með því að „stinga mér til sunds í djúpu lauginni“. Ekki var um annað að ræða en að bretta upp ermar og gera sitt besta við þessar aðstæður. Ég þurfti að afla mér upp- lýsinga hratt og kynntist því mörgu starfsfólki náið á stuttum tíma,“ segir Sigríður og bætir við. „Ég dáist enn að úthaldi og ósérhlífni starfsfólks HSS þessa fyrstu mánuði mína í starfi. En því er nú oft þannig farið að þegar erfiðleikarnir steðja að, þá eru tækifærin líka til staðar. Við urðum að velta upp nýjum hug- myndum, finna leiðir til að starfsfólk nýttist sem best og fara yfir verklag og vinnubrögð. Það var mjög gagnlegt og mun nýtast okkur til framtíðar. Öryggi sjúklinga var aldrei ógnað. Þegar ég lít til baka yfir þetta fyrsta ár mitt í starfi á HSS finnst mér við hafa náð að stöðva þá óheillaþróun sem vissulega var raunveruleg fyrstu mánuði s.l. árs og uppbygging til fram- tíðar er hafin.“ Starfsfólkið á HSS „Ég er í eðli mínu teymisvinnumanneskja, mér finnst mjög gaman að sjá góða hluti gerast, hvort sem það er bætt þjónusta, betri vinnuað- staða eða að sjá starfsfólk þroskast í starfi,“ segir Sigríður en mikil vinna hefur verið lögð í að mynda liðsheild meðal stjórnenda. „Við erum ekki komin á leiðarenda, en við erum lögð af stað. Ég vil að fólk fái að njóta sín fyrir það sem það gerir vel, en það er líka nauðsyn- legt að leiðbeina þeim sem á þurfa að halda. Ég vil gjarnan að ákvörðunarvaldið sé sem næst sjúklingum, það er okkar vettvangur og um leið gera starfsfólk ábyrgt fyrir gjörðum sínum. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að kynnast því hæfa fólki sem vinnur á HSS og ég fullyrði að þarna vinnur fólk sem er almennt mjög vel treystandi fyrir því ábyrgðarmikla starfi sem það gegnir. En mannaskipti í röðum stjórnenda eru erfið fyrir starfsfólk og enginn er allra, ég geri mér grein fyrir því. En ef við eigum að geta sinnt hlutverki okkar vel, verð- um við að mynda hóp sem vinnur heilshugar að settu marki.“ Munur á vinnuaðstöðu á Suðurnesjum og í höfuðborginni Fyrsta verkefni Sigríðar þegar hún tók við framkvæmdastjórastöðunni var að kynnast starfsfólkinu og skapa traust. Sigríður segir að það hafi gengið vel og að hún hafi lagt sig fram við að skilja þær aðstæður sem ríkt hafi á stofnuninni, sem hafa ekki alltaf verið auð- veldar. „Ég tók við á erfiðum tíma og sumir voru ósáttir og óöruggir. Ég vona að flestir séu nú tilbúnir til þess að horfa til framtíðar og vinna að því að bæta þjónustu við sjúklinga með því að styrkja og efla starfsemi stofnun- Fyrir um einu og hálfu ári tók Sig-ríður Snæbjörnsdóttir við fram-kvæmdastjórastöðu Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Þegar hún kom til starfa höfðu allir heilsugæslulæknarnir sagt upp störfum og ástandið á stofnun- inni var mjög erfitt. Þennan tíma segir Sigríður hafa verið mjög erfiðan en að nú sé búið að leysa bráðasta vandann. Sig- ríður segir framtíð HSS bjarta. Dáist að úthaldi og ósérhlífni starfsfólks HSS Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja HSSpósturinn Útgefandi: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Umsjón með útgáfu: Auglýsingastofa Víkurfrétta Textar og viðtöl: Jóhannes Kr. Kristjánsson Ljósmyndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson Oddgeir Karlsson og fleiri. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Sigríður ásamt eiginmanni sínum Sigurði Guðmundssyni landlækni á Hverfjalli. Mývatn sést í baksýn. Sigríður með tveimur yngstu barnabörnunum. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:00 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.