Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 24
8 urnesja til húsa. Þar er nóg að gera enda margir sjúk- lingar sem fara í gegnum deildina í hverri viku. Sumir liggja þar um skamma hríð en aðrir leng- ur. Ingibjörg Garðarsdóttir er einn þeirra sjúklinga sem liggja í D-álm- unni. Hún fékk blóðtappa við höfuðið um páskana og hefur því legið á HSS í rúman mánuð. Ingibjörg segir að það sé að mörgu leyti mjög gott að vera á deildinni. „Fólkið hér er gott og vill allt fyrir mann gera,“ segir Ingibjörg en hún vonast til að komast í end- urhæfingu á Grensás fljótlega. Á þriðju hæðinni er allt í drasli, enda hefur sú hæð ekki enn verið tekin í notkun. Stjórnendur HSS binda vonir við að hæðin verði tekin í notkun á næstu misserum. Á fjórðu hæðinni er hjarta æða- kerfis Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja. Á hæðinni er tölvubún- Morgunstund á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja: Tvíburar teknir með keisara Þ að var sannarlega mikiðlíf á skurðdeild HSS íjanúar þegar þar var framkvæmdur tvíburakeisara- skurður. Í heiminn komu tveir kraftmiklir guttar, en foreldrar þeirra eru Margrét Valsdóttir og Hákon Ólafur Hákonarson. Keisaraskurðurinn gekk mjög vel og létu guttarnir strax í sér heyra þegar í heiminn kom, enda mættu þeim grímuklædd andlit starfsfólks skurðstof- unnar. Við keisaraskurð koma fjölmargir starfsmenn Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Konráð Lúðvíksson var yfir fæðingunni, en honum til fulltingis eru m.a. barnalæknir, hjúkrunarfræðinar, ljósmæður, svæfingarlæknir og svæfinga- hjúkrunarfræðingur. Á síðasta ári fæddust 225 börn í 223 fæðingum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 100 stelpur og 125 strákar. Þá voru gerðir voru 32 keisaraskurðir og 23 börn fæddust í vatni. HSS posturinn PDF 26.5.2004 0:11 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.