Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 31
15 S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A Á síðustu 15-20 árum hefur aðhlynning eldra fólks gerbreyst aðallega vegna nýrrar stefnu í samfélags- þjónustu. Áður fyrr var rekin stefna er lýsir sér vel í m.a. hvatningar- orðum DAS manna og fleiri „nú nál- gast ellilífeyris- aldurinn. Hefjið nú undirbúning á leit að öruggum samastað.“ Þessi hvatning var í raun eðlileg og barn síns tíma. Samfélagið breyttist hratt úr bændasam- félagi í borgarsamfélagið. Það fækkaði um 1.000 bændur jafnvel á örfáum árum. Í bændasamfélaginu sat gamla fólkið í skjóli ættingja en í borgarsamfélaginu er ekki slíkt skjól. Þess vegna risu elli- og öldrunarstof- nanir sem gorkúlur um allar jarðir og eldra fólkið leitaði þangað er halla tók undan fæti. Á þann hátt fylltum við stórar stofnanir á örfáum árum.Allt var þetta gert í góðri trú.Við fylltum öldrunarstofnanir af allvel frísku fólki. Margir dunduðu við að fara hringveginn á eigin vegum á sumrin. Upp úr 1970 hófu landlæknisembættið og öldrunarlæknar s.s. Þórir Halldórsson baráttu fyrir heimavistun eldra fólks með viðkomandi hjúkrunar- og heimilishjálp. Könnun Eyjólfs Haraldssonar læknis og félaga í Kópavogi sýndi að 9 af hverjum 10 meðal eldra fólks þarfnaðist lítillar eða engrar aðstoðar utan frá. Þessi könnun kom líkt og köld vatnsgusa yfir sjálfskipaðar hjálparhellur eldra og jafnvel ráðherra.Að minnsta kosti var ég kallaður á teppið af þáverandi heilbrigðisráðherra. Þessi stefna gekk á skjön við opinbera afstöðu ráðamanna og allar áætlanir. En fleira kom til. Hið opinbera greiddi fyrir vistun eldra fólks á öldrunar- stofnunum að verulegu leyti og fólkið lagði sparaðan ellilífeyrir í kostnað. Heimahjálp var greidd af sveitastjórn.Af fjárhagsástæðum voru því sveitastjórnarmenn hlynntir stofn- abyggingum. Heimahjúkrun og heimahjálp voru í skötulíki jafnvel í Reykjavík og fannst vart á mörgum stöðum úti á landsbyggðinni. Vilji eldra fólks að vistast heima og barátta fyrir slíkri þróun hafði þau áhrif að steinsteypu- stefnan varð ekki allsráðandi. Lengi vel lifði þó steinsteypustefnan því að aðveldar er að hella steinsteypu í mót en skipuleggja heimahjúkrun og aðstoð. Stjórnmálamenn kusu e.t.v. frekar að skilja eftir sig reistar byggingar er sjást úr næstu byggðarlögum en hjúkrun og aðstoð sem er mun ósýnilegri. Ráðuneytið féllst um síðir að tillögu okkar og nú hefur heimahjúkrun og heimahjálp verið efld mikið. Góður stuðningur fékkst frá Pálma Jónssyni og fólki hans á Landakoti. Reistar voru öldrunardeildir þar og á fleiri stöðum t.d. í Keflavík en þar hefur heima hjúkrun þróast mjög vel og gengur eins og best gerist. Staðan er þannig að vissulega þjáist margt eldra fólk af langvinnum sjúkdómum og veiktist því oft á tíðum vegna t.d. lungna og hjartasjúkdóma o.fl. Þessa sjúkdóma má lækna og síðan er fólk fært til heimferðar eftir tilfölulega skamma vist á góðri öldrunardeild. Þar sem slíkri stefnu er komið á gengur þetta vel. En ef eldra fólkið hafði slitið öll tengsl við eigin heimili og sest að á stofnun átti það einskis annars úrkost en að dvelja áfram á stofnuninni. Vaxandi krafa er um byggingu á öldrunarvænum íbúðum og öflugri heimahjúkrun.Vistunarmat er leiðir í ljós að eldra fólk þurfi aðstoð er ekki lengur ávísun á stofnanavistun. Niðurstaða vistunarmatsnefn- dar er ekki lokadómur. Fjölmörg dæmi get ég nefnt um þar sem verulegur hluti af þeim sem taldir voru brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunardeild kusu mun fremur að vistast heima ef góð heimahjúkrun var í boði. Nefndin þarf að kanna betur samfélagslega þróun staðarins og vinna í takt við þá þróun í heimahjúkrun sem orðið hefur. Við getum ekki alla tíð tekið mið af þróuninni í nágranna- löndum.Vinnutíminn okkar, sérstaklega kven- na, er allt að 10-15 klst. lengri á viku en í nágrannalöndunum og það setur strik í reikninginn. (fylgirit landlæknisemb.’90) Líklega er það ástæðan fyrir því að allt að helmingur 67-85 ára aldraðra kváðust ekki fá aðstoð frá aðstandendum þó að vísu margir hringdu oft. Þetta kom fram í könnun Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins fyrir nokkrum árum sem Félag eldri borgara vann úr. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir: Það er meira en að segja það að ræsta sjúkrahús. Þar skiptirhreinlæti öllu máli. Margrét Valdimarsdóttir er deildarstjóriræstingadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og segir hún að starfið sé krefjandi. Alls starfa 10 starfsmenn við ræstingar á HSS. „Við sjáum um þrif á öllum spítalanum alla daga og samskiptin við lækn- ana og starfsfólkið eru bara góð,“ segir Margrét en ræstitæknarnir vinna mikið í kringum sjúklingana við þrifin. Aðspurð hvort þær verði oft varar við blóð á spítalanum svarar Margrét. „Það kemur fyrir að við þrífum blóð en það er ekki mikið um það. Okkur finnst það ekkert óhugnanlegt,“ segir Margrét kíminn á svip. Hér er mikil traffik, en við opnuðum deildina ílok september á síðasta ári,“ segir ÞórunnEinarsdóttir deildarstjóri Dag- og Endurhæf- ingardeildar. Á deildinni eru 16 rúm, átta á hvorum hluta fyrir sig. Að sögn Þórunnar er hlutverk Dag- deildarinnar að veita þjónustu á sviði hand- og lyf- lækninga. Til að mynda fara vel flest allir í gegnum Dagdeildina sem fara í skurðaðgerðir á HSS. Deildin sinnir einnig blóð- og lyfjagjöfum, þvagfærarann- sóknum og boðið er upp á ljósameðferð fyrir psori- asis og exem sjúklinga svo fátt eitt sé nefnt. Endurhæfingardeildin er rekin sem fimm daga deild og þar er boðið upp á einstaklingsmiðaða meðferð þar sem að hlutur sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar skipar stóran sess. „Margir þurfa á áframhaldandi endurhæfingu að halda eftir ýmis áföll og sjúkdóma og hefur þessi deild verið vel nýtt frá því að hún opnaði í febrúar sl. Hingað kemur fólk af legudeildinni, í gegnum heimahjúkrun og svo frá Landspítalanum t.d. Grensás,“ segir Þórunn. „Deildarstarfið hefur gengið vel í vetur og er óhætt að segja að því sé að þakka frábæru starfsfólki sem unnið hefur hörðum höndum að því að gera deildina það sem hún er í dag. Auðvitað heldur þróunin áfram og tekur ef- laust aldrei enda en þannig viljum við líka hafa það,“ segir Þórunn að lokum. Að breyta skipulega og útskrifa fólk á fæti Þrífa stundum blóð Alltaf nóg að gera Dag- og endurhæfingardeildin: - Úr bændasamfélagi í borgarsamfélag Eins og sést á myndinni eru þvottarnir miklir á HSS. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:11 Page 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.