Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 14
Kæ ru Suðurnesjamenn! Þessa dagana stendur yfir kynn- ingar- og söfnunarátak ABC barnahjálpar sem ber yfirskrift- ina „Börn hjálpa börnum.“ Flestallir grunnskólar landsins taka þátt í átakinu. Í stað þess að grunnskólabörn gangi um með bauka eins og áður, var útbúið sérstakt upplýs- ingaspjald um ABC barnahjálp sem börnin fengu með sér heim. Á spjaldinu eru upplýsingar um starfið, þar gefst fólki kostur á að taka að sér barn og einnig að styrkja skólabyggingar á vegum starfsins. UNESCO, Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna stendur nú fyrir átaki gegn ólæsi og stendur það átak í ára- tug. Um 862 milljónir manna15 ára og eldri í heiminum í dag eru ólæs og um 113 milljónir barna hafa ekki tækifæri til að ganga í skóla. Við hjá ABC barnahjálp viljum leggja okkar af mörkum til að breyta þessu ástandi og leggjum nú áherslu á að safna stuðningsforeldrum sem vilja hjálpa fátækum börnum til men- nta. Fyrir tilstuðlan ABC og slíkra stuðningsforeldra fá nú um 4000 börn hjálp, í formi fæðis, klæða, læknishjálpar, menntunar og í mörgum tilfellum heimilis, aðallega á Indlandi, Filippseyjum og Úganda. Íslensk skólabörn hafa verið ötul að safna fé til styrktar fátækum jafnöldrum sín- um erlendis. Fyrir þetta fjár- magn hafa verið reist tvö heimili fyrir samtals 2000 börn á Ind- landi , byggður forskóli í Kitetika í Suður-Úganda og lagður grunn- ur að barnaskóla þar. Söfnunar- fénu í ár verður varið í barna- skólann í Kitetika, í framhaldi af því verður haf ist handa við skólabyggingu við El Shaddai barnaheimilið á Indlandi. Fyrir stuttu síðan opnaði ABC barnahjálp nýja heimasíðu, abc.is. Á síðunni er hægt að taka að sér barn og styrkja hin ýmsu verkefni starfsins. Þar er einnig að finna upplýsingar og myndir frá starfinu erlendis. Síðan verð- ur þýdd á mörg tungumál, þar sem ætlunin er að bjóða erlend- um stuðningsaðilum þáttöku. Nafni starfsins hefur nú verið breytt úr ABC hjálparstarf i í ABC barnahjálp og skýrir það nafn betur starfsvettvang okkar þ.e. að um er að ræða hjálp til barna. Einnig hefur merki starfs- ins verið breytt. Þeir sem vilja styrkja skólabygg- ingar fyrir fátæk börn geta lagt inn á eftirfarandi söfnunarreikn- ing: 515 14 110000 Þeir sem vilja taka að sér barn geta haft samband við skrifstofu ABC barnahjálpar s: 561 6117 eða farið inn á heimasíðu okkar abc.is Með fyrirfram  ö kk María Magnúsdó ttir frkvstj. ABC barnahjálpar 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ ABC hjálparstarf: Börn hjálpa börnum 2004 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 13:52 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.