Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 22
6
Í hverju felst starf hjúkrunarfor-
stjóra?
Hjúkrunarforstjóri starfar samkvæmt
skipuriti HSS og er fulltrúi í fram-
kvæmdastjórn. Hann er fulltrúi
hjúkrunar HSS og kemur fram fyrir
hönd stofnunarinnar sem slíkur.
Hann vinnur að heildarskipulagi og
samhæfingu stofnunarinnar í sam-
ráði við fulltrúa framkvæmdastjórn-
ar. Hann hefur umsjón með fram-
kvæmd hjúkrunarþjónustu á stofn-
uninni og sér til þess að hún sé
ávallt í samræmi við lög, stefnu og
markmið stofnunarinnar, gæðavið-
mið í hjúkrunar- og ljósmóðurfræð-
um og viðurkennda þekkingu.
Hjúkrunarforstjóri vinnur að því að
tiltækur mannafli sé í samræmi við
þarfir sjúklinga og fjárveitingar.
Hann gerir áætlanir um starfsemi
hjúkrunarsviðs í samráði við hjúkr-
unarstjórnendur og aðra starfsmenn
á hjúkrunarsviði. Hann skal hafa
frumkvæði að hagræðingu og skipu-
lagningu þjónustunnar. Hann tekur
þátt í uppbyggingu kennslu og
fræðslu á stofnuninni og hvetur til
fræðilegrar starfsemi. Hann sinnir
öðrum verkefnum sem fram-
kvæmdastjóri felur honum.
Er hlutverk hjúkrunarfræðinga
ekki fjölbreytt?
Jú, svo sannarlega er það fjölbreytt.
Hjúkrunarfræðingar á Íslandi eru
með fjögurra ára háskólanám að
baki þegar þeir útskrifast með B.Sc.
gráðu í hjúkrunarfræði. Þá hafa þeir
lagt stund á fræðilegt og klínískt
nám í hinum ýmsu námsgreinum og
sérgreinum hjúkrunar, s.s. hand- og
lyflækningahjúkrun, öldrunarhjúkr-
un, heilsugæsluhjúkrun, bráðahjúkr-
un, barnahjúkrun o.fl. Að námi loknu
fær hjúkrunarfræðingurinn hjúkrun-
arleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og
getur þá ráðið sig til starfa á sjúkra-
hús, heilsugæslu eða aðra staði þar
sem heilbrigðisþjónusta er veitt.
Möguleikar á sérhæfingu er miklir. Í
boði er framhaldsnám á ýmsum
sviðum, s.s. meistaranám eða
diplomanám t.d. í svæfingahjúkrun
eða gjörgæsluhjúkrun. Þá er hjúkr-
unarnám skilyrði fyrir inntöku til
náms í ljósmóðurfræðum sem tekur
tvö ár og lýkur með embættisprófi.
Atvinnumöguleikar eru margvíslegir
bæði innanlands og utan. Það er
mín skoðun að hjúkrunarnám sé að-
göngumiði að eins fjölbreyttum
starfsferli og hver og einn getur
hugsað sér. Sjálf hef ég starfað við
hjúkrun í tæp 19 ár og á þeim tíma
hef ég m.a. unnið við hjartahjúkrun,
krabbameinshjúkrun, alnæmishjúkr-
un, á hjúkrunarheimili, slysa- og
bráðamóttöku, með breska hernum
í Bosníu; við kennslu við Háskóla Ís-
lands og Háskólann á Akureyri; við
stjórnun, sem deildarstjóri á stórum
bráðasjúkradeildum, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á geðdeild og
fræðsludeild og nú síðast sem
hjúkrunarforstjóri HSS. Stöðug eftir-
spurn er eftir hjúkrunarfræðingum
og ég á bágt með sjá fyrir mér að sú
stétt eigi einhvern tíma eftir að búa
við atvinnuóöryggi. Hjúkrunarfræð-
ingar gegna stóru og veigamiklu
hlutverki í heilbrigðisþjónustunni.
Hvað starfa margir hjúkrunar-
fræðingar við HSS?
Um þessar mundir starfa tæplega
40 hjúkrunarfræðingar og 10 ljós-
mæður við HSS. Sumar ljósmæðr-
Starfaði við hjúkrun á vegum
NATO og breska hersins í Bosníu
Hildur Helgadóttir hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í viðtali
ÁHeilbrigðisstofnun Suður-nesja starfa um 40 hjúkr-unarfræðingar og 10 ljós-
mæður sem sumar hverjar eru
menntaðar hjúkrunarfræðingar.
Þessu starfsfólki veitir Hildur
Helgadóttir hjúkrunarforstjóri for-
stöðu og það er nóg að gera hjá
henni. Hildur hefur starfað við
hjúkrun í tæp 19 ár og hún hefur
m.a. starfað á vegum NATO við
hjúkrun í Bosníu. „Ég hef upplifað
ákaflega margt í mínu starfi,
bæði sorg og gleði, litla sigra,
stóra sigra, vonbrigði og áföll,“
segir Hildur meðal annars í við-
talinu.
eru læknaritararnir, en eins og nafnið gefur til kynna sjá
þeir um að rita allar læknaskýrslur. Þar er alltaf
nóg að gera og stelpurnar sem þar
starfa tóku vel á móti blaðamanni
og stilltu sér upp til myndatöku.
Þær eru allar útskrifaðar af lækna-
ritarabraut Fjölbrautaskólans við Ár-
múla og kunna vel við sig í starfinu.
Stelpurnar eru með sérstaka bók þar
sem geymd eru ýmis snjallyrði
sem læknar á HSS hafa skrifað í
gegnum árin.
Á hæðinni eru sjúkra- og
iðjuþjálfarar að störfum.
Mjög góðri aðstöðu hefur ver-
ið komið upp á hæðinni til bæði
sjúkra- og iðjuþjálfunar og er
straumur fólks í gegnum þessa
þjálfun allan daginn. „Vertu vel-
kominn væni,“ segir eldri maður
sem er í iðjuþjálfun. Hann, ásamt
fleiri eldri borgurum Suðurnesja
sitja þar áhugasöm og mála myndir
Hildur í hópi Íslendinga sem störfuðu með henni í Bosníu.
HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:05 Page 6