Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is ➤ Útskrift frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 Það lesa mig allir! S kólaslit haustannar ogbrautskráning Fjöl-brautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 22. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 77 nemendur; 48 stúdentar, 17 iðnnemar, 4 útskrifuðust af starfsnámsbrautum og einn af starfsbraut. Nokkrir nemend- ur brautskráðust af tveimur eða fleiri námsbrautum. Karl- ar voru 35 en konur 42. Alls komu 57 úr Reykjanesbæ, 7 úr Garði, 5 komu úr Grindavík og Sandgerði og einn úr Vogum. Nemendur úr sveitarfélögum utan Suðurnesja voru tveir, einn úr Reykjavík og einn frá Siglufirði. Við athöfnina voru veittar viður- kenningar fyrir góðan námsár- angur. Rut Skúladóttir fékk gjöf frá Bókabúð Keflavíkur fyrir góðan árangur á stúdentsprófi, frá Eddu Miðlun fyrir góðan ár- angur í íslensku, frá Iðnú Bóka- útgáfu fyrir árangur í þýsku og þá fékk hún viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Rut fékk einnig viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í stærðfræði, raungreinum og sögu. Elmar Eðvaldsson fékk viðurkenningu fyrir árangur í stærðfræði og auk þess gjöf frá danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. Lórý Benja- mínsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku og ensku, Elva Björk Elvarsdóttir fyrir sálfræði, Arna Atladóttir fyrir myndlist og Jóhanna Árna- dóttir fyrir árangur í samfélags- greinum. Kristín Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og fékk auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir frá- bær störf við söngleikinn Bláu augun þín. Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans við- urkenningar fyrir góðan námsár- angur og afhenti Ásdís Ýr Jak- obsdóttir þær fyrir hönd Spari- sjóðsins. Að þessu sinni hlaut Rut Skúladóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdents- prófi og hún hlaut einnig viður- kenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum og ís- lensku. Kristín Rúnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan ár- angur í tungumálum. Við lok athafnarinnar veitti Ólaf- ur Jón Arnbjörnsson skólameist- ari Þórunni Friðriksdóttur gull- merki FS en Þórunn hefur kennt við skólann í 25 ár. Einnig var Guðbjörg Aðalbergsdóttir fyrr- verandi áfangastjóri kvödd en hún lét af störfum um síðustu áramót. Rut Skúladóttir með hæstu einkunn frá FS stuttar f r é t t i r Mikill áhugi á lóðum í Tjarnarhverfi Um fimmtíu umsóknirum lóðir í Tjarnarhverfií Innri-Njarðvík voru teknar til afgreiðslu á fundi umhverfis- og skipulagsnefnd- ar í síðustu viku. Á síðasta fundi nefndarinnar voru af- greiddar rúmlega 200 umsókn- ir um lóðir í hverfinu en alls verða um 500 lóðir í boði. Steinþór Jónsson, formaður um- hverfis- og skipulagsnefndar Reykjanesbæjar, sagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að mikill áhugi væri fyrir lóðum í hinu nýja hverfi og hefðu þessar undirtektir komið skemmtilega á óvart. Hasspípa fannst á Grænási Þessi heimagerða hasspípa fannst í vegakanti uppi á Grænási á dögunum. Vegfarandi rak augun í gripinn og hafði samband við lögreglu sem hugð- ist sækja áhaldið. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að slík tól finnist á víðavangi í Reykjanesbæ. Bíll valt við Grænás B ifreið valt á laugardags-morgun við Grænásvegí Reykjanesbæ. Bifreið- in stórskemmdist og var flutt burtu með kranabifreið. Öku- maður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ökumaðurinn var ómeiddur. 22. tbl. 2004 leidr 26.5.2004 16:46 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.