Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 4
Þingflokkur VG
mun mjög líklega
taka snúning á málinu um
leið og niðurstaða umboðs-
manns liggur
fyrir.
Ólafur Þór
Gunnarsson,
þingmaður VG
StjórnSýSla „Ég held að það sé bara
fínt fyrir alla að þetta sé skoðað,
farið sé ofan í þetta og ég fagna því
bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“
segir Þórður H. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð-
garðs, um úttekt á fjárreiðum og
rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú
stendur yfir að beiðni umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins.
Fréttablaðið greindi frá mál-
inu í gær en tilefni úttektarinnar
er framúrkeyrsla frá samþykktri
rekstrar áætlun þjóðgarðsins sem
Þórður tilkynnti hvorki stjórn né
ráðuneytinu um eins og lög gera ráð
fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar
sem gefnar voru á frávikunum ófull-
nægjandi og óskaði eftir úttekt með
vísan í lög um opinber fjármál.
Þórður segir að um sé að ræða um
70 milljóna króna framúrkeyrslu,
fyrst og fremst á launalið, sem hafi
þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi
15 milljónir sem féllu á garðinn
eftir dóm er varðaði fjarvistarupp-
bót stórs hluta starfsmanna.
Í annan stað hafi Vatnajökuls-
þjóðgarður tekið óvænt við jörðinni
Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með
tilheyrandi kostnaði við landverði
og eftirlit.
„Við fengum ágiskaða einhverja
upphæð í það sem dugði ekki og
við þurfum að leggja 17 milljónir
úr okkar sjóðum,“ segir Þórður. Þá
hafi 40 milljónir farið í fullnustu á
stofnanasamningi við Starfsgreina-
sambandið fyrir hönd landvarða og
aukna landvörslu á svæðunum.
Aðspurður hvers vegna ráðu-
neytið telji þessar skýringar ófull-
nægjandi segir Þórður það líklega
tengjast því að frávikin hafi ekki
verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem
vísað sé til sé tiltölulega nýtt og ein-
hvern tímann verði að reyna á það.
Ekkert í málinu þoli ekki skoðun.
„Nei, það á ekki að vera. Þetta
er allt uppi á borðum hjá okkur.
Útgjöld vegna launamála starfs-
manna eru öll uppi á borðunum.
Launaliðurinn var á sjötta hundrað
milljónir í fyrra, svo þetta er ansi
mikill rekstur hjá okkur.“
Þórður segir að sem forstöðu-
maður verði hann að axla þá ábyrgð
sem stjórnarformaðurinn varpaði á
hann með bókun á stjórnarfundi á
dögunum.
„Það er enginn að skorast undan
því.“ – smj
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins
Þórður H.
Ólafsson
Umboðsaðili Fiat - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.fiat.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
ÁRA5ÁBYRGÐ
400.000 KR. AFSLÁTTUR
INNIFALIÐ
VETRAR- OG SUMARDEKK
ÞJÓNUSTUSKOÐUN* Í 2 ÁR
STAÐALBÚNAÐUR:
Loftkæling, snertiskjár, 15” álfelgur, bluetooth,
aksturstölva, bakkskynjarar ofl.
FIAT 500 POP
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.990.000 KR.
VERÐ FRÁ: 2.390.000 KR.
SÉRTILBOÐ Á FIAT 500
*M
ið
as
t v
ið
h
ám
ar
ks
ak
st
ur
1
5.
00
0
km
á
á
ri.
T
ak
m
ar
ka
ð
m
ag
n
bí
la
í
bo
ði
. B
íll
á
m
yn
d
í L
ou
ng
e
út
fæ
rs
lu
.
StjórnSýSla Stjórnskipunar og eft-
irlitsnefnd hefur frestað rannsókn
sinni á embættisfærslum Sigríðar
Á. Andersen við skipun fimmtán
dómara í Landsrétt.
Ekki liggur fyrir hvort umboðs-
maður Alþingis muni hefja frum-
kvæðisrannsókn á embættis-
færslum ráðherrans eða almennt
um skipan dómara við réttinn.
Þingmenn vinstri grænna segja
alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og
fái á sig hæstaréttardóm en telja
ekki tímabært að Sigríður segi af
sér.
Helga Vala Helgadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
segir nefndina slá rannsókn sinni á
frest til að veita umboðsmanni það
svigrúm sem hann þarf ef hann vilji
hefja frumkvæðisathugun á skipan
Sigríðar Andersen.
Umboðsmaður Alþingis baðst
undan viðtali við Fréttablaðið
þegar eftir því var leitað og sagðist
ætla að skoða málið í rólegheit-
unum.
„Umboðsmaður hefur sagt að
hann skoði ekki málið á meðan
það er til umfjöllunar í þinginu.
Því er það ákvörðun okkar að fresta
skoðun okkar á málinu og því getur
umboðsmaður, telji hann ástæðu
til, hafið athugun á skipan dómara
í Landsrétt,“ segir Helga Vala.
Kolbeinn Proppé, þingmaður
VG í nefndinni, segir líklegt að
umboðsmaður hefji frumkvæðisat-
hugun. Hann segir það ekki hafa
komið til skoðunar að ráðherra víki
á meðan málið er til rannsóknar.
Þegar Kolbeinn er spurður hve
oft ráðherra þurfi að vera dæmdur
fyrir embættisfærslur til að þurfa
að segja af sér segist hann ekki vita
svarið við þeirri spurningu.
„Það er ekki í lagi að neinn brjóti
lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunn-
arsson, þingmaður VG, um stöðu
dómsmálaráðherra.
„Við í þinginu erum búin að
leggja töluverða vinnu í að fá botn
í málið og afla nýrra gagna. Þing-
flokkur VG mun mjög líklega taka
snúning á málinu um leið og niður-
staða umboðsmanns liggur fyrir,“
segir Ólafur Þór.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, sam-
flokksmaður Ólafs, segir stöðuna
grafalvarlega.
„Það er ekki hefð fyrir afsögn ráð-
herra hér á landi og við í VG höfum
metið það sem svo að krefjast ekki
afsagnar,“ segir Lilja Rafney.
sveinn@frettabladid.is
Umboðsmanni Alþingis gefið
rými til rannsóknar á ráðherra
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á.
Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugun-
ar. Ekki liggur þó fyrir hvort umboðsmaður muni taka það til skoðunar. Þingmenn VG segja málið alvarlegt.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einróma í því að fresta rannsókn sinni á dómaramálinu. Fréttablaðið/EyÞÓrFaSteignir Íbúðaverð á Suður-
nesjum hækkaði um 35 prósent
milli 2016 og 2017, sem er næstum
því fordæmalaus hækkun á einu ári.
Verð hækkaði einnig mjög mikið í
Árborg, Hveragerði og Ölfusi.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Íbúðalánasjóðs. Einnig að skrán-
ingum á íbúðum til sölu fjölgaði
mikið á seinni hluta síðasta árs.
Íbúðir sem seljast yfir ásettu verði
hafa ekki verið færri í þrjú ár. Hlut-
fall fasteignaverðs og leiguverðs er
komið yfir sögulegt meðaltal. – bb
Methækkanir
á Suðurnesjum
bílar Hveragerðisbær tekur til-
boði BL og selur bílaumboðinu
Nissan Navara pallbíl sem metinn
er ónýtur vegna ryðs í grind af völd-
um verksmiðjugalla. Söluverðið er
1.600 þúsund krónur. Bærinn fær
jafnframt 500 þúsund króna afslátt
af nýjum pallbíl.
Í greinargerð umhverfisfulltrúa
bæjarins segir ekki hafa staðið til
að selja bílinn en hjá því verði ekki
komist.
Navara-bíllinn sem er af árgerð
2006 er einn margra sem þess galli
hefur komið fram í. Hann er einnig
að finna í Nissan Pathfinder jeppum
sem eru með sams konar grind. – gar
Fá 1.600 þúsund
fyrir ónýtan bíl
Eldri Navara pallbíl. Fréttablaðið/E. Ól
7 . F e b r ú a r 2 0 1 8 M i Ð V i K U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
8
-F
8
7
8
1
E
E
8
-F
7
3
C
1
E
E
8
-F
6
0
0
1
E
E
8
-F
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K