Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 53

Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 53
Eyrarrósarlistinn árið 2018 hefur verið opinberaður en um er að ræða viðurkenningu sem er veitt árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuð­ borgarsvæðisins. Verkefnin sem eru útnefnd í ár eru Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Alþjóðlega kvikmynda­ hátíðin Norðanáttin (Northern Wave) í Snæfellsbæ, Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði, LungA skólinn á Seyðisfirði, Rúllandi snjó­ bolti á Djúpavogi og Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði. Þessi sex verkefni eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina en henni fylgir einnig tveggja milljóna króna verð­ launafé. Tvö önnur verkefni hljóta svo 500 þúsund króna verðlaun. Að Eyrarrósinni standa í sam­ einingu Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningar­ legrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Í ár bárust 33 umsóknir hvaðanæva af landinu. Í fyrra hlaut þungarokkshá­ tíðin Eistnaflug verðlaunin og því verður hún afhent í Neskaupstað í ár, heimabæ Eistnaflugs. Það er forsetafrú vor, Eliza Reid, sem mun afhenda verðlaunin en hún er sér­ stakur verndari Eyrarrósarinnar. – sþh Eyrarrósarlistinn 2018 afhjúpaður Aldrei fór ég suður er meðal þeirra verkefna sem tilnefnd eru. FréttAblAðið/Ernir Eistnaflug hlaut Eyrar­ rósina í fyrra og því vErða vErðlaunin vEitt í nEskaup­ stað í ár, hEimabæ rokk­ hátíðarinnar. Haley Joel Osment var í byrjun síðasta áratugar „sæti krakk­inn“ í mörgum bíómyndum; The Sixth sense, A.I., Pay it forward, Forrest Gump og fleirum. Síðan þá hefur ekki mikið sést til hans nema í alls konar aukahlutverkum hér og þar. Hann komst þó í fréttirnar á mánudaginn þegar hann var algjör­ lega óþolandi á flugvelli í Las Vegas. Leikarinn, sem eitt sinn var krútt­ legur, missti af flugi frá Syndaborg­ inni á sunnudaginn og var svo neitað um sæti daginn eftir. Leikarinn á að hafa meðal annars öskrað á starfs­ mann flugvallarins: „Ég mun rústa þér.“ Þegar lögregla mætti á svæðið var Haley flúinn. – sþh haley osment missti af flugi og trylltist Haley er nú enn pínu krúttlegur. Jæja, þá er það loksins komið á hreint, sveppurinn ofan á höfði karaktersins Toads í Mario leikj­ unum er ekki hattur heldur sjálft höfuðið á honum. Þetta er meðal þess sem kom í ljós í myndbandi nokkru sem kom út í tengslum við útgáfu á nýjasta Mario­leiknum, Super Mario Odys­ sey. Í myndbandinu ræddi fram­ leiðandinn Yohiaki Koizumi um marga Mario­tengda hluti og þar kom þessi sjokkerandi staðreynd um Toad fram. Toad hefur verið persóna í ansi mörgum Mario­leikjum – meðal annars var hægt að spila sem Toad í hinum stórundarlega Super Mario Bros. 2. og vafalaust hafa margir velt því fyrir sér hvort hann væri sveppur eða með sveppahatt. – sþh höfuðið á toad er ekki hattur Þeir félagar Mario og toad prýða veggi á Kansai-flugvelli. Miðvikudaginn 7. feb. Lágmúli kl. 14–17 Smáratorg kl. 14–17 Smáralind kl. 15–18 Fimmtudaginn 8. feb. Nýbýlavegur kl. 14–17 Laugavegur kl. 14–17 Smáralind kl. 15–18 Föstudaginn 9. feb. Lágmúli kl. 14–17 Smáratorg kl. 14–17 Smáralind kl. 15–18 Laugardaginn 10. feb. Smáratorg kl. 14–17 Smáralind kl. 14–17 Lágmúli kl. 14–17 Förðun og kynning lya.is Kynning á förðunarlínu NoName Dagana 7.–10. febrúar verða vörur NoName með 20% afslætti í öllum apótekum Ly­u. Einnig veita förðunarmeistarar NoName ókeypis ráðgjöf í völdum apótekum, bjóða gestum að fá létta förðun og kynnast förðunarlínu NoName. Hlökkum til að sjá þig! Ef keyptar eru 2 vörur frá NoName á kynningu fylgir fallegt armband með, á meðan birgðir endast. L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 21M i ð V i K U D A G U R 7 . f e B R ú A R 2 0 1 8 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 8 -F 8 7 8 1 E E 8 -F 7 3 C 1 E E 8 -F 6 0 0 1 E E 8 -F 4 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.