Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 25

Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 25
 Starfsmenn okkar nýta reynslu sína til að skila þeirri vinnu sem viðskiptavinir fara fram á í bestu mögulegu gæðum og innan settra tíma- marka. VIGAS nýtir góða reynslu og skilar vandaðri vinnu. Fagmenn VIGAS geta sinnt fjölbreyttum verkefnum. VIGAS var stofnað á síðasta ári þegar aðilar úr bygginga- geiranum hér heima og í Litháen sameinuðu krafta sína. VIGAS sér um að útvega starfsmenn til fyrirtækja sem sinna alls kyns byggingarvinnu og frágangi sem tengist henni. Fyrirtækið leggur áherslu á fagmennsku og að nýta góða reynslu sem starfsmenn þess búa yfir. MYND/VIGAS VIGAS leggur áherslu á fagmennsku og að nýta góða reynslu starfsmanna sinna. MYNDIR/ANTON BRINK VIGAS ehf. er tiltölulega nýtt fyrirtæki sem sér um að útvega starfsmenn til fyrir- tækja sem sinna alls kyns bygg- ingarvinnu og frágangi sem tengist henni. Fyrirtækið leggur áherslu á fagmennsku og að nýta góða reynslu sem starfsmenn þess búa yfir. Fyrirtækið gerir samninga við viðskiptavini sína fyrir umsamda þóknun og sér svo um að útvega rétta starfsmanninn og sjá um alla umsýslu er honum tengist, svo sem að greiða laun og launatengd gjöld, tryggingar, útvegun húsnæðis og önnur atriði er slíku fylgja. „VIGAS ehf. er traust fyrirtæki sem útvegar faglega starfsmenn til byggingarstarfa sem og ann- arra verkefna,“ segir Guðmundur Arnarsson, markaðsstjóri fyrir- tækisins. „Starfsmenn okkar hafa mikla reynslu í endurnýjunum á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberum byggingum og smíða bæði sumarbústaði og önnur tréhús. Svo höfum við líka séð um lokafrágang á alls konar verkum, bæði innan- og utanhúss. Ef þörf er á getum við einnig tekið að okkur heilu verkefnin frá A til Ö ef óskað er eftir því. Við erum með úrvals starfsfólk sem býr margt yfir áratugareynslu í sínu fagi,“ segir Guðmundur. „Við höfum smiði, aðstoðarmenn, múr- ara, málara og fleiri sérfræðinga á okkar snærum sem hægt er að fá til starfa í skemmri eða lengri tíma.“ Víðtæk reynsla og háir staðlar „Fyrirtækið var stofnað á síðasta ári. Það voru aðilar úr bygginga- geiranum hér heima sem ákváðu í samstarfi við samstarfsaðila sína í Litháen til margra ára að sameina krafta sína,“ segir Guðmundur. „Þeir höfðu starfað saman lengi með góðum árangri. Þetta eru aðilar með víðtæka reynslu í bygg- ingariðnaði bæði hér heima og erlendis og af því að útvega öflugt starfsfólk hingað til lands. Þessir aðilar sáu sér leik á borði með því að sameina krafta sína til að útvega fleiri fyrirtækjum á Íslandi það öfluga starfsfólk sem starfsmanna- þjónustan hefur á snærum sínum.“ Reynslan nýtist viðskiptavinum „Starfsmenn okkar nýta reynslu sína til að skila þeirri vinnu sem viðskiptavinir fara fram á í bestu mögulegu gæðum og innan settra tímamarka,“ segir Guðmundur. „Við beitum líka bestu mögulegu byggingaraðferðum og nýtum nýjustu tækni til að fullnægja sér- þörfum viðskiptavina okkar og standast allar gerðar kröfur. Við höfum starfsfólk sem býr yfir sér- fræðiþekkingu á ýmsum sviðum og hefur unnið sér inn traust verktaka og samstarfsaðila.“ Fagmennska og ábyrgð „Starfsmenn okkar geta sinnt alls kyns lokafrágangi, bæði innan- og utanhúss, í alls kyns húsnæði,“ segir Guðmundur. „Þeir sinna glerjun, málningarvinnu, múr- vinnu, uppsetningu á gifsplötum á loft og veggi og leggja hvers kyns gólfefni, ásamt mörgu öðru. Við sinnum viðgerðum og endurbótum á öllum gerðum af húsnæði,“ segir Guðmundur. „Það er ekkert sem við sinnum ekki af natni og fenginni góðri reynslu. Öll Útvega rétta starfskraftinn Starfsmannaþjónustan VIGAS ehf. hefur á sínum snærum fjölda öflugra iðnaðarmanna sem geta sinnt hvers kyns byggingarvinnu og frágangi í tengslum við hana. Starfsmenn fyrirtækisins eru með mikla reynslu sem þeir nýta til að sinna verkefnum sínum af mikilli fagmennsku. smáatriði eru á hreinu hjá okkur. Við sinnum mjög fjölbreyttum verkefnum, svo það er bara um að gera að hafa samband við okkur ef fólk vantar aðstoð með bygg- ingarframkvæmdir. Það er næstum ekkert sem við getum ekki sinnt,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að hafa samband í síma 419-5555 eða á netfangið vigas@ vigas.is sé áhugi fyrir að fá öflugt fólk til starfa. KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 7 . f e b r úA r 2 0 1 8 BYGGINGARIÐNAÐURINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 9 -1 6 1 8 1 E E 9 -1 4 D C 1 E E 9 -1 3 A 0 1 E E 9 -1 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.