Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 11
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdótt-ur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðar- sýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálf- gefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóð- baði. Nýr umhverfisráðherra er Guð- mundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýra- vini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndar- sinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiði- tíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hrein- dýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna göml- um. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumr- in. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 naut- gripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfis- stofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröfl- unarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Nátt- úrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drep- in. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufar- höfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýr- anna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vand- ræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum lönd- um öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hrein- dýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undan- þágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í frið- samar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferða- menn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðu- framboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráð- herra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóð- rauður. Ísland verði „land hreindýranna“ Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður Hreindýradrápið færir Um- hverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeig- endum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 ford.is KOMDU OG TR YGGÐU ÞÉR FO RD TRANSIT! EIGU M BÍLA TILBÚN A TIL AFHENDING AR STRAX. FORD TRANSIT CONNECT LÆKKAÐ VERÐ! 2.450.000 KR. MEÐ VSK FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR 1.975.000 KR.ÁN VSK FRÁ: Transit er ríkulega búinn m.a. með Bluetooth, olíumiðstöð með tímastillingu, spólvörn, brekkubremsu og aksturstölvu. Transit Connect Enn betra verð 5x15 20180205.indd 1 06/02/2018 15:46 Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka- RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipu- lag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkur- borg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórn- arlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélags- ins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er ein- mitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýð- ræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu til- liti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsinga- gjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúa- verkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbæt- andi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverf- unum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsinga- miðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýð- Íbúalýðræði í borg Dóra Magnúsdóttir býður sig fram í 4. sæti í flokks- vali Samfylk- ingarinnar. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 7 . F e B R ú A R 2 0 1 8 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 9 -0 C 3 8 1 E E 9 -0 A F C 1 E E 9 -0 9 C 0 1 E E 9 -0 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.