Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 26

Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 26
Fyrirtækið setti ný viðmið í öryggis- málum hér á landi og lærðum við mikið af vinnubrögðum þeirra. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari hefur starfað víða á ferlinum. MYND/ANTON BRINK Árni Eðvaldsson húsasmíða-meistari hefur komið víða við á starfsferli sínum og unnið í nokkrum löndum, þar á meðal Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Noregi auk Íslands þar sem hann hefur reyndar unnið stærstan hluta starfsferilsins. Að hluta til má rekja verkefnin erlendis til stöðunnar á bygg- ingarmarkaði hérlendis árin eftir hrun en þá sóttu margir kollegar hans í störf utan landsteinanna. En utan þess hefur hann tekið þátt í skemmtilegum verkefnum erlendis fyrir Ístak, þar sem hann vinnur í dag, og fyrir fyrri vinnu- stað sinn Ármannsfell. Byggðu ódýrt Fyrsta verkefni Árna erlendis sneri að bygginu svokallaðra Perma- form-húsa en þá starfaði hann hjá Ármannsfelli. „Á þessum árum var hart í ári á Íslandi, lítið fjárfest í nýju húsnæði og það vantaði ódýrt húsnæði, svipað og núna. Við hófum þá framleiðslu á þessum húsum sem voru steypt samkvæmt norskri hönnun með plasthólkum. Síðan færðum við út kvíarnar og fórum að selja húsin í Þýskalandi. Þar var ég með annan fótinn í eitt og hálft ár. Þetta voru fín hús sem komu vel út hér heima enda ódýr. Þjóðverjar voru aftur á móti ekki eins hrifnir og virtust frekar kjósa gömlu múrsteinahúsin. Eftir dvölina í Þýskalandi héldum við áfram að byggja þessi hús á Íslandi, m.a. í Grafarvogi, Kópavogi og Mosfellsbæ og eru þau enn eftir- sótt í dag.“ Næg verkefni í Noregi Árin eftir hrun voru erfið fyrir byggingariðnaðinn og lítið um verkefni. Árni hóf þá störf í Noregi fyrir Ístak, fyrst í Bergen og svo í Norður-Noregi. „Í Bergen vorum við með brúarverkefni, jarðgöng og einhverja vegagerð ásamt fleiri verkefnum. Þaðan hélt ég til Norður-Noregs, til bæjanna Alta og Hammerfest, og vann að svip- uðum verkefnum. Ástandið heima lagaðist til muna þegar vinstri stjórnin fór frá og íslenskir iðn- aðarmenn fóru smátt og smátt að snúa til baka. Sjálfur var ég þarna úti með annan fótinn í um tvö ár en ég hafði þó alltaf næg verkefni heima á Íslandi. Margir í kringum mig voru þá í Noregi í um 6-7 ár.“ Ánægðir með verkið Þrátt fyrir betri verkefnastöðu heima á Íslandi var Árni ekki alkominn heim. Um tíma starfaði hann einnig í Danmörku og lítil- lega í Grænlandi. „Ég var verkstjóri yfir ellefu manna hópi sem byggði stóra fimm akreina brú í Kaup- mannahöfn ásamt undirgöngum. Við þóttum standa okkur það vel að þeir vildu fá mun stærri hóp í næsta verkefni sem var stór fram- kvæmd við Ráðhústorgið í Kaup- mannahöfn. Þar voru rúmlega 60 smiðir frá Íslandi sem sáu um að gera upp og stækka gamalt hús en verkefnið tók um eitt og hálft ár.“ Á Grænlandi kom hann hins vegar að virkjunarmannvirkjum, hafnargerð og ýmsu öðru. „Við hjá Ístaki vorum á þessum tíma að markaðssetja okkur sem n.k. norð- urslóðaverktaka sem gátu unnið við kaldar og erfiðar aðstæður sem önnur alþjóðleg verktakafyrirtæki voru síður hrifin af. Þannig komu þessi verkefni á Grænlandi og í Norður-Noregi og svo vorum við auðvitað stórir á Íslandi.“ Eins og erlent þorp Þótt framkvæmdirnar við Kára- hnjúka hafi verið á Íslandi komu fjölmargir útlendingar að verk- efninu og var samfélagið þar eins og fjölþjóðlegt þorp. „Dvölin þar var sérstök upplifun og fróðlegt að kynnast stóru erlendu verktaka- fyrirtæki sem hafði mikið unnið í þriðja heims ríkjum. Mig grunar að umhverfið hér hafi verið allt annað en þeir áttu von á. Verkefnið var erfitt, stíflugerð í 6-700 metra hæð en við kláruðum það með sóma. En það var ekki síður athyglisvert að kynnast bandaríska fyrirtækinu Bechtel sem reisti álverið síðar á Reyðarfirði. Fyrirtækið setti ný viðmið í öryggismálum hér á landi og lærðum við mikið af vinnu- brögðum þeirra.“ Í dag vinnur Árni enn hjá Ístaki og verkefnin eru næg um þessar mundir. „Við kláruðum nýlega Búðarhálsvirkjun og hófum næst byggingu fjölbýlishúss í Skugga- hverfinu í Reykjavík. Mikill tími minn fer þó í nýjan skóla fyrir fötluð börn sem er verið að byggja í Öskjuhlíð um þessar mundir og svo eru alltaf ýmis önnur verkefni í gangi.“ Lærdómsrík reynsla Á síðustu 23 árum hefur Árni Eðvalds- son húsasmíðameistari starfað víða í Evrópu við ýmis ólík verkefni. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. 4 KYNNINGARBLAÐ 7 . f E B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RBYGGINGARIÐNAÐuRINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -1 1 2 8 1 E E 9 -0 F E C 1 E E 9 -0 E B 0 1 E E 9 -0 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.