Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 6
Lagerhúsnæði
í GARÐABÆ
Um er að ræða tvær sjálfstæðar einingar
920 ferm og 350 (400) ferm.
Lofthæð er um 4.5 metrar.
Húsnæðið getur verið laust á næstu 2 – 3 vikum.
Upplýsingar í síma 772 1312 og 899 2841
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Innviðasjóður
Umsóknarfrestur 15. mars
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði.
Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi.
Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum
og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir
framfarir í rannsóknum.
Við úthlutun úr Innviðasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu
Innviðasjóðs og eftirtalin atriði lögð til grundvallar:
l Að innviðirnir séu mikilvægir fyrir framfarir í rannsóknum
á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda
l Að fjárfesting í innviðum skapi nýja möguleika til rannsókna
og/eða innviðirnir tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður
styrkir
l Að innviðirnir auki möguleika á menntun og þjálfun
á viðkomandi fræðasviði
l Að samstarf verði um nýtingu innviða milli stofnana eða
milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti
l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun séu raunhæfar
Innviðir sem komið er upp með styrk frá sjóðnum skulu vera
aðgengilegir öðrum rannsóknahópum eftir því sem svigrúm er til
og skal sjóðnum gerð grein fyrir hvernig aðgengi verður háttað.
Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins
áður en umsókn er gerð.
Nánari upplýsingar og aðgangur að
rafrænu umsóknarkerfi á www.rannis.is.
Heilbrigðismál „Það eru einhverjar
hugmyndir hjá fólki um að þetta
bæti námsárangur,“ segir Ólafur
B. Einarsson, verkefnastjóri lyfja-
mála hjá Embætti landlæknis, um
misnotkun námsmanna á lyfseðils-
skyldum metýlfenídat-lyfjum sem
jafnan eru notuð til að meðhöndla
ADHD og tengdar raskanir. Vara-
samt sé fyrir fólk að taka lyfin án
samráðs við lækni.
Ný BS-rannsókn við Háskóla
Íslands sýnir að tæp sjö prósent
framhaldsnema við skólann hafa
misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í
öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.
Leiðbeinandi í umræddu verk-
efni var Bergljót Gyða Guðmunds-
dóttir en í doktorsverkefni hennar
við University of Rhode Island árið
2016 kom fram að um 13 prósent
íslenskra háskólanema í grunnnámi
hafi misnotað örvandi lyf sem þessi.
Ólafur er einn höfunda greinar í
nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar
sem birt er ný tölfræði yfir ávísun
metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildar-
fjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað
jókst um 13 prósent milli ára, nýir
notendur voru nærri 3.200 og hefur
fjöldi nýrra notenda aukist um 78
prósent frá 2012 til 2017.
Íslendingar eru sér á parti meðal
Evrópuþjóða varðandi fjölda not-
enda og það magn sem ávísað er.
Misnotkun lyfja sé hins vegar síst
minna heilbrigðisvandamál en mis-
notkun ólöglegra efna.
Í greininni segir að landlæknis-
embættið fái reglulega vísbendingar
um að lyfin gangi kaupum og sölum,
meðal annars hjá námsmönnum.
„Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað
fólki að vaka og halda einbeitingu
og að þau hjálpi fólki með ADHD
en varasamt getur verið að fólk sé
að taka lyfin án samráðs við lækni.“
Talsverður fjöldi þeirra sem fá
ávísað þessum lyfjum eru á þeim í
afmarkaðan tíma en embættið hefur
áhyggjur af langtímanotkun fólks á
þeim í mjög stórum skömmtum.
Þannig hafi 74 einstaklingar
fengið ávísað að meðaltali 120 mg
af metýlfenídati á dag í fyrra og 20
einstaklingar 40 mg af amfetamíni.
Fram kemur í greininni þessar ávís-
anir séu bundnar við fámennan hóp
lækna og að embættið hafi leitað
skýringa. Ólafur segir að í sumum
tilfellum hafi engar fengist.
„Skýringarnar voru mismunandi.
Það er misjafnt hvað einstaklingar
þurfa mikið af lyfjum almennt. Það
eru alltaf einhver frávik. En í sumum
tilfellum eru engar skýringar á
þessum skömmtum. Það er eins og
sumum læknum sé frjálsara að ávísa
stærri skömmtum.“
Aðspurður um amfetamínið segir
Ólafur að ávísanir á það séu ekki
algengar. Það sé meðal annars notað
við ADHD og drómasýki (e. narco-
lepsy) og í tilfellum þar sem metýl-
fenídat hefur ekki virkað.
„En það er eins með amfetamín
og metýlfenídat að það vantar oft
skýringar á hvers vegna fólk er á
himinháum skömmtum af þessum
lyfjum. Það er líka umhugsunarvert
að talsverður hluti þessara lyfja
ratar á svartan markað.“
mikael@frettabladid.is
Námsmenn taka séns
með ofvirknilyfjum
Ný rannsókn sýnir að tæp 7 prósent framhaldsnema við Háskóla Íslands hafa
misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf. Ávísun metýlfenídats jókst um 13 prósent í
fyrra. Stundum engar skýringar að fá frá læknum sem eru stórtækir í ávísunum.
listmunir „Verðið var kannski í
lægri kantinum en sanngjarnt,“
segir Sean Curtis-Ward, eigandi
útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson
sem seldur var á uppboði í London
í gær.
Ekki er gefið upp hver kaupandi
fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgd-
ist með uppboðinu á netinu, segist
telja að það hafi verið einhver á
staðnum sem átti hæsta boðið.
Nokkur tilboð hafi einnig borist
um netið.
Söluverð fálkans var 1.100 pund
– sem með þóknun Chiswick-upp-
boðshússins er
1.430 pund,
jafnvirði rétt
rúmlega 200
þúsund króna. Verðmat Chis-
wick var hins vegar 400 til 600
pund.
Eftir að Fréttablaðið sagði í síð-
ustu viku frá fyrirhuguðu uppboði
höfðu tveir íslenskir aðilar sam-
band við blaðið og lýstu áhuga á
að komast í samband við eiganda
fálkans með kaup í huga. Fyrir-
tæki í Reykjavík bauð 1.000 pund
og fékk því ekki gripinn. Heldur
ekki Iðnaðarmannafélag Reykja-
víkur.
„Við höfðum fullan hug á að
reyna að komast yfir þennan grip
en svigrúmið var naumt,“ segir Jón
Svavarsson, ritari Iðnaðarmanna-
félags Reykjavíkur sem á fyrir
nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst
hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn
um netið en sé ekki viss hvort upp-
hafsboð hans upp á 600 pund hafi
skilað sér.
„Við sáum fyrir okkur að það væri
k æ r k o m i ð
að eignast
þennan grip
þar sem Ríkarður
var hluti af okkar félagi
á sínum tíma og gerði
meðal annars þá glæsi-
legu baðstofu sem við eigum
í Vonarstræti,“ segir Jón. „En
mest höfðum við áhuga á því
að fálkinn kæmist í íslenska
eigu.“ – gar
Fálki Ríkarðs seldur í
London fyrir 200 þúsund
Fálkinn seldist á jafnvirði
200 þúsund króna.
Það er eins með
amfetamín og
metýlfenídat að það vantar
oft skýringar á hvers vegna
fólk er á himinháum
skömmtum af þessum
lyfjum.
Ólafur B. Einarsson,
verkefnastjóri
lyfjamála hjá
Embætti
landlæknis
Sluppu með skrekkinn
Það þykir kraftaverki næst að enginn hafi týnt lífi þegar vegbrú í byggingu hrundi í Brasilíu miðri í gær.
Fjögur ökutæki lentu undir brakinu þegar brúin gaf sig en ökumenn og farþegar komust lífs af. Umferðartafir
urðu talsverðar vegna atviksins. Rannsókn á því hví brúin gaf sig hófst strax í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 m i ð V i K u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
9
-0
C
3
8
1
E
E
9
-0
A
F
C
1
E
E
9
-0
9
C
0
1
E
E
9
-0
8
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K