Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 16
Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst
að félagið ET Sjón, sem er í eigu augn-
læknisins Eiríks Ingvars Þorgeirs-
sonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna
fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni.
Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega
fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum
og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi.
Í dómi héraðsdóms í máli félags-
ins gegn Kviku banka, sem kveðinn
var upp í síðasta mánuði, er bent á að
félagið hafi haustið 2010 keypt 28,2
prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu
Þorgerði, sem stofnað var utan um
kaup á 45 prósenta hlut í Ölgerðinni,
fyrir 240 milljónir króna. Sex árum
síðar, eða í október 2016, hafi Þor-
gerður selt hópi fjárfesta hlut sinn
í drykkjarvöruframleiðandanum á
5,2 milljarða króna. Að teknu tilliti til
kostnaðar, arðgreiðslna á fjárfesting-
artímanum og fleiri þátta megi ætla
að um einn milljarður króna hafi þá
fallið í skaut ET Sjónar.
Héraðsdómur sýknaði Kviku af
300 milljóna króna skaðabótakröfu
ET Sjónar. Taldi félagið sig hafa orðið
fyrir tjóni vegna meintrar ófullnægj-
andi ráðgjafar af hálfu Auðar Capi-
tal, sem síðar sameinaðist Virðingu.
Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé
Virðingar á síðasta ári.
Félag Eiríks taldi sig hafa orðið fyrir
tjóni af tveimur ástæðum. Annars
vegar vegna endurálagningar ríkis-
skattstjóra á Ölgerðina vegna öfugs
samruna félagsins frá árinu 2007 og
hins vegar vegna ágreinings Ölgerð-
arinnar við Lýsingu um lögmæti fjár-
mögnunarleigusamninga en Hæsti-
réttur komst að þeirri niðurstöðu
2014 að gengistryggingarákvæði
samninganna væri ekki ólögmætt.
Dómurinn féllst ekki á að félag-
ið hefði orðið fyrir tjóni af þessum
sökum. Félagið hafi hagnast veru-
lega á fjárfestingunni. Á því var auk
þess byggt í málatilbúnaði Kviku.
Sagði bankinn að 27 prósenta árleg
ávöxtun væri „stórkostlegur árangur
og fyllilega í samræmi við þau mark-
mið sem lagt var upp með“. – kij
Fjórfaldaði fjárfestinguna
í Ölgerðinni á sex árum
ET Sjón græddi verulega á fjárfestingu sinni. FréTTablaðið/anTon brink
FYRSTA SKOSK/ÍSLENSKA
UPPISTANDSHÁTÍÐ
SÖGUNNAR!
8. febrúar - Gaukurinn
9. febrúar - Gamla bíó
10. febrúar - Harpa
Miðar á tix.is og harpa.is
Nýtt öflugt
bókhaldskerfi í skýinu
frá manninum sem færði
okkur Dynamics Ax
Prófaðu
frítt í
30 daga
www.uniconta.is
Lagast að þínum þörfum
Erik Damgaard
Stofnandi Uniconta
Fjárfestar hér á landi brugðust í gær
nokkuð harkalega við verðfallinu
sem varð á alþjóðlegum hlutabréfa-
mörkuðum, sér í lagi vestanhafs,
í byrjun vikunnar. Hlutabréf allra
félaganna sem skráð eru á markað,
fyrir utan bréf Eimskips, féllu í verði
og lækkaði úrvalsvísitala Kauphall-
arinnar um 1,15 prósent.
Eggert Þór Aðalsteinsson, sér-
fræðingur í eignastýringu Kviku,
segir að sú mikla lækkun sem varð
á hlutabréfamörkuðum vestanhafs
á mánudag hafi smitað út frá sér
á íslenska hlutabréfamarkaðinn
í gær. Auk þess standi ákveðnar
líkur til þess að fjárfestar hafi inn-
leyst hagnað í einhverjum mæli eftir
sterkan janúarmánuð.
„Hlutabréfamarkaðurinn hækk-
aði um sjö til átta prósent í janúar
eftir magra tíð þar á undan. Þetta er
næstbesti janúarmánuður á mark-
aðinum frá hruni. Lækkunin í gær
tengist óróanum á bandarískum
mörkuðum með beinum hætti.
En sé litið til næstu mánaða
skiptir mestu máli, hvað íslenska
hlutabréfamarkaðinn snertir, að
við sjáum sterk uppgjör frá félögum
í yfirstandandi uppgjörshrinu til
þess að ýta undir frekari hækkanir
hlutabréfa,“ segir hann.
Hærri verðbólguvæntingar
S&P 500 hlutabréfavísitalan lækk-
aði um 4,1 prósent á mánudag og er
það mesta dagslækkun vísitölunnar
í sex ár. Óróann má einkum rekja til
nýrra atvinnutalna sem birtar voru
í Bandaríkjunum á föstudag en þær
gáfu til kynna að bandaríska hag-
kerfið, sér í lagi vinnumarkaðurinn,
væri að taka betur við sér en fjárfest-
ar höfðu gert ráð fyrir. Þannig hækk-
uðu laun í landinu um 3 prósent að
meðaltali í janúarmánuði sem er
mun meiri hækkun en greinendur
höfðu spáð.
Í kjölfarið snarhækkaði ávöxt-
unarkrafa bandarískra ríkisskulda-
bréfa en hækkunin endurspeglar
væntingar fjárfesta um aukna verð-
bólgu og frekari vaxtahækkanir
Seðlabanka Bandaríkjanna. Vextir
vestanhafs hafa verið í sögulegu lág-
marki um nokkurra ára skeið.
„Fjárfestar virðast hafa komist
að þeirri niðurstöðu að bandaríska
hagkerfið sé nálægt því að ofhitna
og þess vegna sé hættan af aukinni
verðbólgu meiri en hættan af því að
kreppa skelli á,“ segir Torsten Slok,
aðalhagfræðingur Deutsche Bank, í
samtali við Financial Times. Aukin
hætta á verðbólgu kalli á hærri stýri-
vexti.
Áhrifanna af verðfallinu gætti
víðar um heim. Þannig hríðféll jap-
anska hlutabréfavísitalan Nikkei
225 um 5 prósent í gær og hluta-
bréfavísitölur í Evrópu tóku auk
þess dýfu. Þannig lækkaði FTSE 100
vísitalan í Lundúnum um 1,7 pró-
sent og Dax 30 vísitalan í Frankfurt
fór niður um tvö prósent.
Hérlendur hlutabréfamarkaður
fór heldur ekki varhluta af lækkun-
unum, eins og áður sagði. Viðmæl-
endur Markaðarins benda á að
eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt
á síðasta ári sé Ísland ekki lengur
eyland. Allar hræringar á erlendum
mörkuðum hafi áhrif á íslensk félög,
í mismiklum mæli þó.
Ekki náð sér á strik
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir íslenska
hlutabréfamarkaðinn ólíkan því
sem hann var á árunum fyrir hrun.
„Á þeim tíma voru íslensku félögin
mjög skuldsett og var það regla
fremur en undantekning að verð-
kennitölur félaganna voru hærri hér
á landi en erlendis. Nú er því hins
vegar öfugt farið. Flest þeirra félaga
sem skráð eru hér á markað starfa
einkum á heimamarkaði og eru lítið
skuldsett,“ segir hann.
Hann nefnir að íslenski hluta-
bréfamarkaðurinn hafi verið nokk-
uð flatur frá árinu 2015 sé litið til
þróunar Úrvalsvísitölunnar. Hluta-
bréf einstakra félaga hafi risið og
fallið í verði en markaðurinn í heild
sé sennilega ekki yfirverðlagður.
„Svo virðist sem markaðurinn
hafi ekki náð sér almennilega á
strik eftir hrun. Tiltrúin er minni
en áður. Almenningur virðist ekki
hafa leitað í hlutabréf í eins miklum
mæli og það skýrir, tel ég, að miklu
leyti af hverju markaðurinn hefur
ekki hækkað mikið undanfarið,“
segir Ásgeir.
Eggert Þór bendir á að hlutabréfa-
markaðurinn vestanhafs hafi verið í
mikilli uppsveiflu og helstu vísitölur
hækkað um 20 til 25 prósent í fyrra.
Þær hækkanir hafi þó ekki skilað
sér hingað til lands. Nýjar vinnu-
markaðstölur hafi hins vegar leitt
til væntinga um aukna verðbólgu
og frekari vaxtahækkanir.
„Vaxtahækkunarferlið sem slíkt
þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á
hlutabréfamarkaði, enda er það til
marks um að efnahagslífið er sterkt.
Hagnaður fyrirtækja erlendis er
farinn að aukast á nýjan leik. En nú
eru menn hins vegar farnir að horfa
fram á hraðara vaxtahækkunarferli
en áður og fjárfestar líta það ekki
eins jákvæðum augum,“ segir Eggert
Þór. kristinningi@frettabladid.is
Verðfallið vestanhafs
smitast hingað til lands
Óróleiki á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum smitast hingað til lands. Úrvals-
vísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,15 prósent í gær. Líkur taldar á að inn-
lendir fjárfestar hafi innleyst hagnað eftir sterkan janúar á hlutabréfamarkaði.
Verðbréfamiðlarar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga. Mikll ótti greip um
sig á hlutabréfamörkuðum í byrjun vikunnar og lækkuðu allar helstu hluta-
bréfavísitölur heims. Mest var lækkunin í bandaríkjunum. FréTTablaðið/EPa
Nú eru menn farnir
að horfa fram á
hraðara vaxtahækkunarferli
en áður og fjárfestar líta það
ekki eins jákvæðum augum.
Eggert Þór Aðalsteins-
son, sérfræðingur
í eignastýringu
Kviku
Svo virðist sem
hlutabréfamarkað-
urinn hafi ekki náð sér
almennilega á strik eftir
hrun.
Ásgeir Jónsson,
dósent í hag-
fræði við Háskóla
Íslands
Kvika banki stefnir nú að óbreyttu
að skráningu hlutabréfa fjárfesting-
arbankans á First North markaðinn
í Kauphöllinni í byrjun næsta mán-
aðar. Þetta staðfestir Marinó Örn
Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku,
í samtali við Markaðinn.
Stjórn bankans samþykkti í lok
september í fyrra að stefna að skrán-
ingu bankans og var upphaflega
lagt upp með að hún yrði að veru-
leika í lok síðasta árs. Ákveðið var
hins vegar að bíða með skráning-
una þangað til eftir að ársuppgjör
bankans yrði gert opinbert á síðari
helmingi þessa mánaðar.
Hagnaður Kviku á fyrstu sex mán-
uðum síðasta árs nam 946 millj-
ónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2
prósent, eigið fé Kviku var um 8.200
milljónir um mitt árið 2017.
Gríðarmikil viðskipti hafa verið
með bréf í Kviku á síðustu mán-
uðum og misserum. Á meðal þeirra
sem hafa einnig komið inn í hlut-
hafahóp Kviku að undanförnu eru
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, Lífsverk
lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirs-
son, fjárfestir og fyrrverandi bygg-
ingarverktaki, Eiríkur Vignisson,
framkvæmdastjóri Vignis G. Jóns-
sonar, dótturfélags HB Granda, og
Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi
í bílaumboðinu Öskju, Öryggismið-
stöðinni og Samskipum.
Stærstu hluthafar Kviku í dag
eru tryggingafélagið VÍS með 23,57
prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu
Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á
9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður
verslunarmanna með 8,96 prósent.
– hae
Kvika banki á markað í mars
Ármann
Þorvaldsson
7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðuriNN
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
8
-E
E
9
8
1
E
E
8
-E
D
5
C
1
E
E
8
-E
C
2
0
1
E
E
8
-E
A
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K