Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 40
Dýrasta kvikmynd síðasta árs var
Justice League. Framleiðslukostn-
aður hennar var meiri en sem nemur
samanlögðum kostnaði þeirra níu
sem nú eru tilnefndar til Óskarsverð-
launa sem besta mynd ársins. Það
kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar
bornar eru saman þær kvikmyndir
sem unnið hafa þessi eftirsóttu verð-
laun frá aldamótum og þær sem í var
varið mestum fjármunum.
Að meðaltali hafa verðlaunamynd-
irnar kostað fimmtung af framleiðslu-
kostnaði þeirra dýrustu, en skilað
60% tekna þeirra. Það borgar sig
augljóslega að vinna því fyrir hverja
milljón sem lagðar hafa verið í fram-
leiðsluna bættust við 9,6 í hagnað.
Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað
framleiðendum ágætis tekjum, því
hagnaður hefur að meðaltali verið
ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn.
Ef við skiptum öldinni upp í tvö
tímabil, 2000-2009 og 2010-2017,
sjáum við talsverðan mun á fjármála-
hliðinni. Þennan áratug hafa mun
smærri myndir hlotið verðlaunin,
ríflega helmingi ódýrari að meðaltali.
Hagnaðurinn er auk þess allt annar.
Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður
Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt
meiri en dýrustu kvikmynda ársins en
undanfarin átta ár er hann einungis
fjórðungur.
Kannski hefur val akademíunnar
breyst, frekar en fjármálin í Holly-
wood. Undanfarið hafa kvikmyndir
á borð við Spotlight, Birdman og The
Hurt Locker borið sigur úr býtum en
fljótlega upp úr aldamótum voru það
til dæmis Gladiator og Return of the
King.
Svona hugleiðingar eru að sjálf-
sögðu bara til gamans og gefa tæplega
tilefni til að spá fyrir um sigurvegara
þessa árs. En ef við höfum áhuga á
þeim leik virðist Three Billboards
eiga ansi góðan möguleika. Get Out
getur þó orðið sú sem skilað hefur
langmestum hagnaði í hlutfalli við
kostnað Óskvarsverðlaunamynda
frá aldamótum, tvöfalt meiri en The
King’s Speech.
Óskarsverðlaun borga sig
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
Það borgar sig
augljóslega að vinna
því fyrir hverja milljón sem
lögð hefur verið í framleiðsl-
una bættust við 9,6 í hagnað.
Fyrir fáeinum mánuðum lék allt
í lyndi. Nú er hins vegar óttast að
barátta tveggja manna um völdin í
bandaríska vogunarsjóðnum Och-
Ziff muni draga úr trausti fjárfesta
á sjóðnum og leiða til enn aukins
útflæðis fjár úr honum.
Och-Ziff, sem keypti 6,6 prósenta
hlut í Arion banka í mars á síðasta
ári, hefur átt undir högg að sækja
undanfarið, einkum og sér í lagi
vegna spillingarbrota í Afríku sem
sjóðurinn hefur þurft að greiða met-
sektir fyrir. Hlutabréf sjóðsins í kaup-
höllinni í New York féllu um 20 pró-
sent í verði í fyrra og tóku fjárfestar
út um sjö milljarða dala, jafnvirði 705
milljarða króna, úr sjóðnum á árinu.
Ekki er talið að harðvítug barátta um
framtíð sjóðsins, sem upphófst fyrir
skömmu, sé til að bæta ástandið.
Fastlega var gert ráð fyrir því að
hinn 34 ára gamli Jimmy Levin, sem
hefur starfað hjá Och-Ziff frá árinu
2006, myndi taka við forstjórastarfi
sjóðsins, sem er stærsti vogunar-
sjóður sem skráður er á hlutabréfa-
markað í Bandaríkjunum, þegar
stofnandinn Daniel Och léti af störf-
um á þessu ári.
Levin hafði risið hratt upp met-
orðastiga sjóðsins. Er ekki síst talið
að djörf ákvörðun hans um að
kaupa á árinu 2012 húsnæðistryggða
skuldavafninga, sem flestir fjárfestar
forðuðust á þeim tíma eins og heitan
eldinn, hafi átt stóran þátt í að auka
hróður vogunarsjóðsins en sjóður-
inn græddi fúlgur fjár á kaupunum.
Levin var gerður að fjárfestinga-
stjóra Och-Ziff í byrjun síðasta árs og
hlaut á sama tíma kaupauka að virði
næstum 300 milljónir dala. Hann var
álitinn vonarstjarna Och-Ziff.
Kom öllum í opna skjöldu
Það kom því viðskiptavinum, starfs-
mönnum og stjórnarmönnum
sjóðsins, og auðvitað ekki síst Levin
sjálfum, verulega á óvart þegar Och
tilkynnti skömmu fyrir síðustu jól að
hann hefði skipt um skoðun. Levin
yrði ekki eftirmaður hans. „Eftir yfir-
gripsmiklar umræður við stjórnina
var það niðurstaða mín að nú sé
ekki rétti tíminn fyrir Levin til að
taka við sjóðnum,“ sagði Och í yfir-
lýsingu. Engar frekari ástæður voru
gefnar fyrir sinnaskiptunum, að því
er segir í ítarlegri fréttaskýringu The
Wall Street Journal um átökin innan
Och-Ziff.
Meirihluti stjórnarinnar var mót-
fallinn ákvörðun stofnandans en
henni varð ekki snúið. Bandamenn
stofnandans hafa þó bent á að hann
hafi talið Levin vera of ágengan.
Hann hafi litið of stórt á sig og beðið
um meiri fjármuni og völd en Och
taldi að hann ætti skilið.
Í síðustu viku var nýr forstjóri
ráðinn, margreyndur bankamaður
að nafni Robert Shafir. Shafir, sem er
afar vel liðinn í bankaheiminum en
hefur þó aldrei starfað við sjóðastýr-
ingu, hefur síðustu ár stýrt starfsemi
bankans Credit Suisse í Ameríku. Um
leið var tilkynnt að Och myndi gegna
stjórnarformennsku í sjóðnum þar til
í mars á næsta ári.
Levin fagnaði ráðningu Shafirs
og sagðist hlakka til að starfa með
honum. Hins vegar er vitað að undir
niðri kraumar ólga. Djúpt vantraust
er sagt ríkja á milli þeirra Levins og
Ochs og er ekki talið ólíklegt að sá
fyrrnefndi yfirgefi sjóðinn. Víst er
að fjölmargir viðskiptavinir sjóðsins
myndu elta hann. „Hann er einstak-
lega hæfur fjárfestir,“ segir Michael
Rosen, sjóðsstjóri hjá Angeles Invest-
ment, sem hefur fjárfest fyrir um 100
milljónir dala í sjóði í stýringu Levins.
Hann segir að félagið muni senni-
lega taka féð út úr sjóðnum ef Levin
hættir. „Það yrði vandamál.“
Sigið á ógæfuhliðina
Vogunarsjóðurinn hefur alla tíð frá
stofnun árið 1994 verið kunnur fyrir
stöðugleika í rekstri og þykir því
umrótið í sjóðnum á síðustu vikum
nokkuð merkilegt. Fréttaskýrandi
Bloomberg bendir hins vegar á að
sigið hafi á ógæfuhliðina hjá sjóðn-
um undanfarin tvö ár.
Má það einkum rekja til áður-
nefndra spillingarmála í Afríku.
Sjóðnum var haustið 2016 gert að
greiða 413 milljónir dala, sem jafn-
gildir 42 milljörðum króna, í sekt
eftir að upp komst að Michael Cohen,
sem stýrði starfsemi Och-Ziff í Evr-
ópu, hefði mútað embættismönnum
í fimm Afríkuríkjum til þess að liðka
fyrir viðskiptum í álfunni. Och var
ekki talinn hafa vitað af mútugreiðsl-
unum en hann samþykkti engu að
síður að greiða persónulega 2,2 millj-
ónir dala í sekt.
Í kjölfar þess að málin komust upp
hríðféllu hlutabréf vogunarsjóðsins
í verði – en þau hafa lækkað um 50
prósent á tveimur árum – og fjárfest-
ar tóku að flýja með fjármuni sína úr
sjóðnum. Eignir í stýringu sjóðsins,
sem er þó enn einn sá stærsti í heimi,
eru nú um 32 milljarðar dala en til
samanburðar voru þær 50 milljarðar
dala árið 2005.
kristinningi@frettabladid.is
Harðvítug barátta um
völdin innan Och-Ziff
Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff
muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion
banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað verulega.
Daniel Och mun gegna stjórnarformennsku í Och-Ziff þangað til í mars á
næsta ári. Hann hefur verið forstjóri sjóðsins síðustu ár. NORDICPHOTOS/GETTY
50%
er lækkun á verði hlutabréfa
í Och-Ziff undanfarin tvö ár.
Í huga margra byggja fjárfestar ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa aðallega á upp-
lýsingum úr rekstrar- og efnahags-
reikningum fyrirtækja. Staðreyndin
er þó sú, að margir þættir hafa áhrif,
til dæmis trúverðugleiki stjórnenda,
orðspor fyrirtækis, viðskiptahættir,
fyrirtækjamenning, þekking og ein-
urð starfsmanna. Einkum eru það þó
væntingar fjárfesta um framtíðina og
tiltrú á stjórnendur fyrirtækja sem
ráða verðlagningu á markaði. Með
skipulegum samskiptum skráðra
fyrirtækja við markaðsaðila má
auðvelda fjárfestum að meta þessa
huglægu þætti, svo hlutabréfaverð
endurspegli raunveruleg verðmæti
og fjárfestar sjái tækifærin sem kunna
að liggja vannýtt í fyrirtækjum.
Er slúðrað um þitt fyrirtæki?
Almennt eru fjárfestar móttækilegir
fyrir skipulegum og markvissum
samskiptum sem fyrirtæki stofna
til, enda auðveldi þau þeim að skilja
viðkomandi félög og meta horfur í
rekstrinum á hverjum tíma. Mörg
fyrirtæki hafa gert þau mistök að
svara eingöngu fyrirspurnum sem
berast, bíða við símann og furða
sig á því hve markaðsaðilar sýni
þeim lítinn áhuga. Þau láta hjá líða
að rækta samskipti við lykilaðila
á markaði, miðla upplýsingum
um strauma í sinni atvinnugrein,
stefnu félagsins og deila fréttum.
Sum skráð fyrirtæki hafa litla
sem enga vitneskju um skoðanir
markaðarins, slúðrið á kaffistofunum
og ranghugmyndunum sem stundum
lita viðskipti með hlutabréf.
Markaðsaðilar líta svo á, að lítill
sýnileiki fyrirtækja sé til marks um
að þar sé fátt að gerast, jafnvel þótt
uppgjörin séu ágæt. Upplýsingarnar
sem eru veittar við hvert
ársfjórðungsuppgjör eru að mestu
sögulegar og gefa litlar vísbendingar
um framtíðina en fjárfestar hafa jú
eðlilega mestan áhuga á því sem
er fram undan. Þær fela hvorki í
sér greiningu á þróun markaða,
breytingar á samkeppnisumhverfi,
né almennar fréttir úr rekstrinum.
Fjárfestatengill á að rækta samskiptin
við markaðsaðila, stuðla að auknum
sýnileika félagsins og trúverðugleika
stjórnenda. Hann á að vekja áhuga
fjárfesta á fyrirtækinu, starfsemi
þess, árangri, vaxtarmöguleikum og
stefnu. Hann á að sýna frumkvæði,
en ekki sitja og bíða eftir tölvupósti
eða símtali. Hann á að bæta aðgengi
að upplýsingum úr rekstrinum, vera
faglegur, en viðkunnanlegur og fær í
mannlegum samskiptum.
Ef fjárfestatengli tekst vel upp í
starfi er líklegt að áhugi fjölmiðla á
fyrirtækinu aukist, þar sem fjölmiðlar
byggja umfjöllun um atvinnulífið oft
á samskiptum við skoðanamótandi
fólk á fjármálamarkaði. Ef fyrirtæki
sinnir því fólki vel aukast líkurnar
á því að talað sé vel um fyrirtækið.
Með bættu upplýsingaflæði verða
greiningar á félaginu markvissari
og áhugi á félaginu meiri. Í því
samhengi er rétt að hnykkja á því,
að markmiðið með skipulegum
samskiptum við markaðsaðila er
að stuðla að réttri verðmyndum á
hlutabréfum, en ekki að tala þau
upp eða niður. Slíkt er enda ekki
heimilt, þótt ólíkar skoðanir fjárfesta
á virði hlutabréfa sé í raun drifkraftur
markaðarins. Yfirverðlagning helst
ekki til lengdar og verður jafnvel til
þess að markaðurinn hefnir sín þegar
fyrirtækið stenst ekki væntingar.
Pendúllinn getur þá sveiflast í hina
áttina og leitt til undirverðlagningar.
Fjármögnun verður kostnaðarsamari
og hluthafar tapa verðmætum.
Fáir þekkja þessi fræði betur en
markaðsaðilar í Bandaríkjunum.
Í bókinni Winning Investors Over
fjallar Baruch Lev um samspil
árangurs og ásýndar fyrirtækja á
bandarískum fjármálamarkaði
og vísar í rannsóknir á þúsundum
skráðra fyrirtækja. Þær sýna hve
harðar upplýsingar úr uppgjörum,
þ.e. tölur, skýra stóran hluta af
hlutabréfaverði. Mjúkar upplýsingar,
viðhorf og væntingar, skýra það sem
upp á vantar. Framsetning harðra
upplýsinga skiptir máli, hvort orðfæri
er jákvætt eða neikvætt, hvort góðar
fréttir eru í fyrstu málsgrein eða
neðar í uppgjörstilkynningum. Og
það er athyglisverð að vestra eru
viðbrögðin við slæmu uppgjöri
minni á föstudögum en á öðrum
dögum vikunnar.
Svona viljum við hafa það
Þau fyrirtæki sem ná bestum árangri
á markaði eru þau sem hafa skýra
sýn og tekst að útskýra þá sýn með
skipulegum og helst skemmtilegum
hætti. Reksturinn þarf svo að
vera góður, vöxturinn samkvæmt
áætlunum og afkoman í takt við
væntingar. Það má því í raun segja,
að markaðurinn laðist að og styðji
við forstjóra sem eru í senn góðir
rekstrar- og sögumenn. Menn sem
láta ekki stýrast af skammsýni og
freistast ekki til að skera niður í
rekstrinum til að ná góðu uppgjöri í
eitt skipti eða tvö. Menn sem standa
við orð sín, geta útskýrt frávik frá
fyrri áætlunum, hvert sé stefnt og
útskýra að fyrra bragði frá því hvernig
brugðist sé við breyttum forsendum
í síbreytilegu rekstrarumhverfi.
Þannig byggist upp trúverðugleiki
sem endurspeglast í virði fyrirtækja.
Samskipti eru lykillinn að þessu.
Væntingar ráða verði
Hrannar
Pétursson
sjálfstætt starf-
andi ráðgjafi í
upplýsinga- og
samskipta-
málum
SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
FRAMTÍÐARLAUSN
Í BÓKHALDINU
FJÁRHAGUR
VIÐSKIPTAVINIR
LÁ
NA
DR
OT
TN
AR
VERKBÓKHALD
BIRGÐIR
LA
UN
AB
ÓK
HA
LD
ÞÍN STAFRÆNA FRAMTÍÐ
7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r8 markaðurinn
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
8
-F
D
6
8
1
E
E
8
-F
C
2
C
1
E
E
8
-F
A
F
0
1
E
E
8
-F
9
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K