Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 12

Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 12
Handbolti Guðmundur Guð- mundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að fram- lengja ekki samning Geirs Sveins- sonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guð- mundur tekur við íslenska lands- liðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guð- mundar vann Ísland til silfurverð- launa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíu- leikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska lands- liðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfur- verðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Bar- ein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska lands- liðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neck- ar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu mark- varða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt. Árangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamót- um. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðug- leika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurft- um að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur. ingvithor@frettabladid.is Tekur við liði á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. Kristinn Pálsson, leikmaður Njarð- víkur. Fréttablaðið/ErNir körfubolti FIBA, Alþjóðakörfu- knattleikssambandið, hefur dæmt körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura yfir 1,2 milljónir króna í uppeldis- bætur fyrir Kristin Pálsson. Njarðvíkingar sendu í gær frá sér yfirlýsingu um málið. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum sínum með dóminn og segja hann fásinnu. Er því mótmælt að Stella Azzura teljist uppeldisfélag Kristins. Hann hafi byrjað sex ára að æfa körfu- bolta með Njarðvík og gert allt þar til hann fór til Ítalíu liðlega 15 ára. Njarðvík ætlar ekki að áfrýja dómnum því það myndi tefja enn frekar að Kristinn geti spilað í græna búningnum. Hann gekk í raðir Njarðvíkur um áramótin eftir að hafa leikið með Marist-háskólanum undanfarin ár. Í yfirlýsingunni segir að það setji stórt strik í reikning körfuknatt- leiksdeildarinnar að þurfa að greiða uppeldisbæturnar. Stjórnin reynir nú að finna fjármagn til að gera upp við ítalska sambandið. – iþs Þurfa að greiða uppeldisbætur fyrir Kristin www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn og sjö þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen Transporter kostar frá 4.180.000 kr. (3.344.000 kr. án vsk) BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Volkswagen Transporter 4Motion FJÓRHJÓLADRIFI FÁANLEGUR MEÐ Við látum framtíðina rætast. Til afhendingar strax! Það var létt yfir Guðmundi Guðmundssyni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum arion banka í gær. Með honum á mynd eru Guðmundur b. Ólafsson, formaður HSÍ, og róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Fréttablaðið/VilHElM Íslenska liðið stendur á tíma- mótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það. Guðmundur Guðmundsson 7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M i Ð V i k u d a G u r12 S p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -0 7 4 8 1 E E 9 -0 6 0 C 1 E E 9 -0 4 D 0 1 E E 9 -0 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.