Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 14
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang visir.is
450 Fasteignasala ehf. kt. 620900-2490
Engjateigur 9, 105 Reykjavik - 450@450.is
Fjölskyldufyrirtæki til sölu
- einstakt tækifæri!
Um er að ræða afar vel rekið fjölskyldufyrirtæki í eigin húsnæði á
frábærum stað í Reykjavík.
Fyrirtækið selur eigin framleiðslu og vörur til fyrirtækja og einstaklinga.
Fyrirtækið er með sterk viðskiptasambönd, eigin innflutning og góðar
og stöðugar arðgreiðslur. Sömu eigendur frá upphafii hátt í tvo áratugi.
Vaxandi velta og miklir vaxtamöguleikar.
Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu að undangenginni undirskrift
trúnaðaryfirlýsingar.
450@450.is | Erlendur Davíðsson löggiltur fasteignasali
450 Fasteignasala ehf. kt. 620900-2490
Engjateigur 9, 105 Reykjavik - 450@450.is
Fjöl kyldufyrirtæki til sölu
- einstakt tækifæri!
Um er að ræða afar vel rekið fjölskyldufyrirtæki í eigin húsnæði á
frábærum stað í Reykjavík.
Fyrirtækið selur eigin framleiðslu og vörur til fyrirtækja og einstaklinga.
Fyrirtækið er með sterk viðskiptasambönd, eigin innflutning og góðar
og stöðugar arðgreiðslur. Sömu eigendur frá upphafii hátt í tvo áratugi.
Vaxandi velta og miklir vaxtamöguleikar.
Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu að undangenginni undirskrift
trúnaðaryfirlýsingar.
450@450.is | Erlendur Davíðsson löggiltur fasteignasali
Tranavogur 5 til leigu eða sölu
Einstaklega vel staðsett verslunar / lagerhúsnæði á horni Tranarvogs
/ Dugguvogs, Húsnæðið er afar bjart og gott og skiptist í 411,8 fm með
góðri aðkomu og innkeyrsludyrum möguleiki er að fá einnig kjallarann
sem er 269,3, hægt að opna á milli hæða.
Þetta er eign sem bíður upp á mikla möguleika.
Nánari upplýsingar veit
Kristberg Snjólfsson í síma 8921931 eða ks@450.is
Eða Bárður Tryggvason 8965221 bardur@450.is
Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra
sjóði stéttarfélagsins til þess að koma
á fót leigufélagi sem myndi leigja
íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra
verði en gengur og gerist á almenn-
um leigumarkaði. Ekki hefur verið
ákveðið hve miklu fjármagni verður
varið í kaup á íbúðum en það mun
meðal annars ráðast af því hvort
félagið fái meðfjárfesta, til dæmis
banka, lífeyrissjóði eða félagasam-
tök, til þess að leggja félaginu til fé.
Stéttarfélagið á eignir upp á tólf
milljarða króna sem ávaxtaðar eru
með meðal annars kaupum á skulda-
bréfum og hlutabréfum. Standa
eignirnar undir sjóðum félagsins, svo
sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfs-
menntasjóði, sem félagsmenn geta
sótt um styrki úr.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segist þegar hafa fundað með
nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum.
Jákvætt svar hafi þegar fengist frá
einum banka en kjörin sem bankinn
hafi boðið hafi þó ekki verið í sam-
ræmi við hans vonir. „Við viljum
auðvitað fá meðfjárfesta með okkur
í verkefnið. En ef markaðurinn
streitist á móti hugmyndum okkar
– um að koma á fót eðlilegum og
sanngjörnum leigumarkaði – þá
munum við örugglega á endan-
um gera þetta sjálf,“ nefnir hann.
„Við munum aldrei setja alla
okkar fjármuni í verkefnið en
við munum sannarlega geta nýtt
hluta af okkar sjóðum.
Eigum við frekar að kaupa hluta-
bréf í smásölufyrirtæki? Eigum
við þannig að vera í mót-
sögn við sjálf okkur,
sem stéttarfélag,
þar sem við erum
að semja um betri
kjör og hærri laun,
og eiga hlutabréf
þar sem ávöxtunarkrafan er hærri
álagning og lægra kaupgjald? Hvar
eiga mörk sjóðasöfnunar og stétta-
baráttunnar að liggja þegar við
getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða
ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór.
Félagið ætli sér síður en svo að gefa
peninga. „Við erum fremur að tala
um að fá góða, hóflega og ásættan-
lega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar
í stað þess að fara með peningana
okkar á hlutabréfamarkað og vera
þannig í mótsögn við tilgang okkar.“
Ragnar Þór segir að ekki liggi
fyrir á þessari stundu hve miklum
fjármunum verður varið í stofnun
leigufélagsins, ef af áformunum
verður. „Ef við myndum, í dæma-
skyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna
í verkefnið og fengjum öfluga með-
fjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir
mér að við gætum keypt 160 til 200
íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum
við kannski keypt 80 til 100 íbúðir.
Það er mitt mat. En auðvitað mun
það ráðast af því hvað félagsmenn
okkar eru tilbúnir til að setja mikið
fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og
trúnaðarráð stéttar-
félagsins þurfi að
leggja blessun sína
yfir áformin. – kij
Ætla að nýta sjóði VR til
þess að kaupa íbúðir
Ragnar Þór
Ingólfsson,
formaður VR
Á annan tug lífeyrissjóða sam-
þykktu í lok síðustu viku að fara í
óskuldbindandi viðræður um kaup
á samanlagt tæplega tíu prósenta
hlut í Arion banka af Kaupþingi,
samkvæmt heimildum Markaðar-
ins. Stefnt er að því að ganga frá
samkomulagi í byrjun næstu viku,
fyrir birtingu ársuppgjörs bankans
14. febrúar, en kaupverðið yrði
þá að óbreyttu samtals í kringum
sautján milljarðar króna.
Þá eru einnig á sama tíma við-
ræður við íslensk tryggingafélög
og verðbréfasjóði um að fjárfesta í
Arion banka, mögulega á bilinu þrjú
til fimm prósenta hlut, samhliða því
að gengið yrði frá kaupsamningi við
lífeyrissjóðina. Það er Kvika banki
sem er ráðgjafi Kaupþings í sölu-
ferlinu en sjóðunum og trygginga-
félögunum var gert tilboð þar sem
þeim býðst að kaupa í bankanum á
föstu verði sem er rétt yfir genginu
0,8 miðað við eigið fé hans í lok
þriðja ársfjórðungs 2017.
Gangi áform lífeyrissjóða og ann-
arra fagfjárfesta eftir um að kaupa
mögulega allt að fimmtán prósenta
hlut í Arion banka, áður en ráðist
verður í alþjóðlegt útboð og skrán-
ingu bankans síðar á árinu, hyggst
Kaupþing nýta sér kauprétt að þret-
tán prósenta hlut ríkisins í bankan-
um. Kaupþing hefur að undanförnu
haft það til skoðunar, eins og áður
hefur verið greint frá í Markaðnum,
að leysa til sín hlut ríkisins á grund-
velli hluthafasamkomulags frá 2009
og selja hann áfram – á sama verði
og hann yrði keyptur á af ríkinu – til
meðal annars lífeyrissjóða.
Aðeins hefur þó staðið til að kaup-
rétturinn yrði nýttur ef fyrir myndi
liggja staðfestur áhugi lífeyrissjóða
og annarra fagfjárfesta á að kaupa
þau bréf að stærstum hluta strax í
kjölfarið af Kaupþingi. Kaupþing
þyrfti að greiða um 23 milljarða
króna fyrir þrettán prósenta hlut
ríkisins, eða sem jafngildir genginu
rúmlega 0,8 miðað við núverandi
eigið fé Arion banka. Íslenska ríkið
eignaðist hlutinn í bankanum, sem
þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009
samhliða því að ríkissjóður lagði
honum til rúmlega níu milljarða í
hlutafé við stofnfjármögnun bank-
ans.
Um einn mánuður er liðinn frá
því að ráðgjafar Kaupþings byrj-
uðu fyrst að funda óformlega með
sumum af stærstu lífeyrissjóð-
unum vegna mögulegra kaupa á
hlut í Arion banka. Öllum lífeyris-
sjóðum landsins barst síðan tilboð
miðvikudaginn 24. janúar síðast-
liðinn þar sem Kaupþing bauðst til
að selja þeim að lágmarki samtals
fimm prósent af bréfum félagsins
í bankanum. Óskað var eftir því
að hver og einn sjóður gæfi svar í
síðasta lagi föstudaginn 2. febrúar
um hvort þeir hefðu áhuga á að
fara í viðræður á grundvelli tilboðs
Kaupþings og þá hversu stóran hlut
sjóðirnir kynnu að vilja kaupa.
Samkvæmt svörunum sem bár-
ust frá lífeyrissjóðunum lýstu tólf
þeirra, eða um helmingur allra starf-
andi lífeyrissjóða á landinu, áhuga á
að kaupa sem fyrr segir samanlagt
nærri tíu prósenta hlut í bankanum.
Á meðal fjögurra stærstu lífeyris-
sjóða landsins – LSR, Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, Gildis og Birtu
– ákvað stjórn Gildis að fara í við-
ræður um kaup á talsverðum hlut í
Arion banka, með þeim skilyrðum
að ekki yrði fallist á fyrirliggjandi
tilboð Kaupþings óbreytt, og þá er
LSR með málið enn til skoðunar.
Stjórnir hinna sjóðanna kusu að
fjárfesta ekki í bankanum á þessu
stigi en í samtölum við forsvars-
menn þeirra undirstrika þeir að sú
ákvörðun útiloki ekki að sjóðirnir
muni mögulega kaupa í bankanum
síðar.
Boðað hefur verið til hluthafa-
fundar hjá Arion banka 12. febrúar
þar sem stjórn bankans leggur til
25 milljarða arðgreiðslu til hlut-
hafa. Arðgreiðslan er háð því skil-
yrði að Kaupskil, dótturfélag Kaup-
þings sem á 57 prósent í bankanum,
hafi selt minnst tvö prósent eignar
félagsins fyrir 15. apríl. Þá er lagt til
að stjórnin fái heimild, sem gildir
einnig fram í miðjan apríl, til þess
að kaupa allt að tíu prósenta eigin
bréfa bankans og að það fé sem nýtt
verði til kaupanna dragist frá vænt-
anlegri arðgreiðslu. Auk Kaupþings
og íslenska ríkisins eiga þrír vogun-
arsjóðir og Goldman Sachs samtals
um 30 prósenta hlut í bankanum.
Boðaðar arðgreiðslur til hluthafa
myndu að stærstum hluta renna til
ríkissjóðs þar sem Kaupþing þyrfti
að ráðstafa slíkum greiðslum inn
á veðskuldabréf sem það gaf út til
ríkisins í ársbyrjun 2016 í tengslum
við stöðugleikaskilyrði sem félagið
samþykkti. hordur@frettabladid.is
Áforma kaup á nærri
tíu prósentum í Arion
Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu
yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög
og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir.
Vonir standa til að gengið verði frá samkomulagi fyrir birtingu ársuppgjörs Arion banka 14. febrúar. FRéttAblAðIð/SteFán
17
milljarða myndi tæplega
tíu prósenta hlutur í arion
banka seljast á miðað við
tilboð kaupþings.
Á hluthafafundi bankans
12. febrúar verður lagt til að
greiða út 25 milljarða í arð til
hluthafa. Sú arðgreiðsla mun
að óbreyttu fara að stærstum
hluta til íslenska ríkisins.
7 . f e b r Ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
8
-F
3
8
8
1
E
E
8
-F
2
4
C
1
E
E
8
-F
1
1
0
1
E
E
8
-E
F
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K