Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 20
Kaffibollarnir eru innan seilingar frá kaffivélinni sem er mikið notuð. Málverkið er eftir elsta soninn, Ívar Glóa, sem hann málaði átta ára og hefur prýtt eldhús fjölskyldunnar alla tíð síðan. Opnu hillurnar gefa eldhúsinu bjart og opið yfirbragð og gaseldavélin góða gefur fögur fyrirheit. Tvíliti dúkurinn kemur einkar vel út í samhenginu. Margir tekatlar eru til á heimilinu en á kvöldin þamba flestir jurtate yfir sjónvarpsglápi, lærdómi og handavinnu. Stórfelldar breytingar taka á og á tímabili var svona um- horfs í eldhúsinu. MYND úr eiNKaeiGu Gunnar að störfum í gamla eldhúsinu en eins og sjá má er breytingin töluverð. Eldhúsið gamla sem við lifðum með í 14 ár var sérkennilega blátt að lit og við vorum mjög lengi búin að láta okkur dreyma um nýtt eldhús,“ segir Ólöf og bætir við að fjölskyldan eyði miklum tíma í eldhúsinu. „Ég er sú eina sem baka, aðrir pikkla grænmeti og pressa tófú, svo eru sumir sem leggja kjöt í kryddlög og einn sem aðallega steikir egg. Svo eru gjarnan tvær tölvur á borðinu þannig að rýmið er mikið notað. Gunnari hefur alltaf þótt afslappandi að elda og við hin græðum á því.“ Gunnar segir þá stöðu hafa komið upp að þau vildu veita elsta syni sínum og kærustunni hans færi á að búa lengur heima til að safna sér fyrir íbúð. „Til að gera þeim mögulegt að hafa stærra rými fengu þau því stóra svefnher- bergið okkar og við gerðum lítið svefnherbergi í rými sem áður var eldhúsið.“ Framkvæmdirnar voru viðamiklar, eldhúsið var rifið út, hurðargati úr eldhúsi í borðstofu lokað, og veggur rifinn. Enn fremur þurfti að brjóta fyrir pípulögnum og rafmagni sem var mesta málið og svo auðvitað leggja gólfefni, setja upp innréttingu og laga veggi. „Frá því að við hófumst handa og þar til eldhúsið var starfhæft og við flutt í nýtt svefnherbergi liðu þrjár vikur,“ segir Gunnar. „Við búum 6 á heimilinu þannig að við urðum bara að spýta í lófana. Það bjargaði okkur að foreldrar Ólafar búa í húsinu og þar fengum við að borða og gista eftir þörfum.“ Gunnar dreymdi um gaseldavél með 6 hellum og tveimur ofnum en Ólöf segist hafa leitað á náðir Pinterest áður en ferlið hófst og sankað að sér hugmyndum. „Ég sá alltaf fyrir mér línoleum-gólfefni í tveimur litum,“ segir hún og bætir við: „Innréttingin sjálf átti fyrst og fremst að vera þægileg og passa vel inn í stíl íbúðarinnar og heim- ilisins. Við ákváðum að hafa efri skápana öðrum megin en hinum megin opnar hillur. Mörgum fannst skrýtið að ég vildi ekki hafa eyju eins og flestir eru með en þegar margir ganga um vill ýmis- legt lenda á gólfinu nema „land- leiðin“ sé farin.“ Ólöf og Gunnar eru mjög ánægð með breytingarnar. „Eftir 14 ár í gluggalausri borðstofu er yndislegt að horfa út um stóran glugga og það gefur allri íbúðinni meiri birtu. Svo er auðvitað gott að vera loksins með eldhúsinnréttingu sem við völdum sjálf og er eftir okkar smekk. Nýja eldhúsinu fylgir svo nýtt svefnherbergi sem er yndis- legt og nú fer mjög vel um okkur sex í 125 fermetrum.“ Þau ráðleggja þeim sem eru í svipuðum hugleiðingum að skipu- leggja sig vel og vandlega láta svo bara slag standa. „Ég held að það sé gott að gera ráð fyrir að ekki fari allt að óskum og hafa allar áætl- anir rúmlegar, bæði hvað varðar tíma og fjárhag. Við hugsuðum á hverjum degi að bráðum yrði þetta búið og við yrðum bara að þrauka og núna er þetta allt þess virði.“ Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Framhald af forsíðu ➛ Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. umsjónarmenn efnis: elín albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 512 5439 , í Gaaraleikhúsinu Rammíslenskur gamansöngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson „Sýningin er dillandi skenmtileg bæði fyrir börn og fullorðna“ S.A TMM Midi.is 2 KYNNiNGarBLaÐ FÓLK 7 . F e B r úa r 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -1 6 1 8 1 E E 9 -1 4 D C 1 E E 9 -1 3 A 0 1 E E 9 -1 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.