Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 44
Markaðurinn
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Rexton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur.
Þau opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn.
Þau auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu
heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
Fjölmiðlaskýrslan svokallaða
leit dagsins ljós á dögunum.
Í skýrslunni var ýmislegt
skynsamlegt að finna, en mögulega
er stærsta einstaka tillaga
nefndarinnar sú að RÚV hverfi
alfarið af auglýsingamarkaði. Í
nýjasta opinbera ársreikningi
RÚV námu tekjur félagsins af
auglýsingasölu um 2,2 milljörðum.
Þær leggjast ofan á þá fjóra
milljarða sem RÚV fær árlega í
meðgjöf frá ríkissjóði. RÚV hefur
því úr svipuðum fjármunum að
moða og sambærileg starfsemi
miðla Vodafone, áður í eigu 365.
Að nánast öllu öðru leyti er
örðugt að bera miðlana saman.
Vodafone rekur að minnsta kosti
fimm sjónvarpsstöðvar, eigin
streymiþjónustu í anda Netflix,
fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir
og tónlistarstreymiþjónustu.
Auk þess framleiðir félagið bæði
sjónvarps- og útvarpsefni og kaupir
erlent efni. Því til viðbótar rekur
Vodafone fréttastofur fyrir útvarp
og sjónvarp. Á meðan rekur RÚV
eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær
útvarpsrásir. Félagið starfrækir
fréttastofur og framleiðir mikið af
eigin efni en kaupir erlent efni.
Þrátt fyrir að verkefnin og afköstin
virðist við fyrstu sýn margföld
hjá Vodafone starfa um helmingi
fleiri hjá RÚV en við sambærilega
starfsemi hjá hinu einkarekna
félagi. Þess utan er það ekki svo að í
starfsemi á borð við auglýsingasölu
falli tekjurnar af himnum ofan. Það
þarf að ráða sölufólk og sjá því fyrir
launum, aðstöðu og búnaði. Slíkt
kostar peninga sem draga mætti frá
því tekjutapi sem af hlytist ef RÚV
hyrfi af auglýsingamarkaði.
Ekki er auðvelt að sjá hver þessi
kostnaður er af ársreikningum
RÚV en kannski má áætla hann sem
um helming af tekjunum. Tekju-
tap RÚV yrði samkvæmt því 1,1
milljarður króna árlega ef félaginu
yrði meinað að selja auglýsingar.
Nú skal ekki gert lítið úr störfum
fólks en samanburður við
einkamiðlana bendir til þess
að allt of miklu sé til kostað
fyrir lítil afköst í starfsemi RÚV.
Ríkisfjölmiðillinn ætti að geta
haldið sínu striki án þess að keppa
við einkamiðlana um tekjur á
frjálsum markaði. Það er engin
ástæða til að bæta RÚV upp meint
tap af auglýsingusölu. Einungis þarf
að gera eðlilega kröfu um afköst og
aðhald í rekstri.
afköst og
aðhald
@stjornarmadur
Stjórnar-
maðurinn Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður
hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt
upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið
framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017.
Tekur Gísli við starfinu af Gunnari M.
Gunnarssyni, sem jafnframt var áður annar af
hluthöfum Kortaþjónustunnar ásamt Jóhannesi
Inga Kolbeinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, en hann hætti í byrjun ársins og við
starfi hans tók Björgvin Skúli Sigurðsson. Gísli,
sem er verkfræðingur að mennt, var meðal annars
framkvæmdastjóri banka- og rekstrarsviðs MP
banka fram til ársins 2015 og þá var hann
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Glitnis banka.
Kortaþjónustan rambaði á barmi gjaldþrots
eftir greiðslustöðvun flugfélagsins Monarch
í október. Í kjölfarið var gengið frá sölu á
fyrirtækinu til hóps fjárfesta, sem var leiddur af
Kviku, á eina krónu sem lagði Kortaþjónustunni
einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. – hae
Gísli til kortaþjónustunnar
Gísli
Heimisson
Auðvitað
höfum við
þungar áhyggjur
af því að innlend
framleiðsla sé á
brún hengiflugs.
Guðrún Hafsteinsdóttir,
formaður Samtaka
iðnaðarins
02.02.2018
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
8
-F
8
7
8
1
E
E
8
-F
7
3
C
1
E
E
8
-F
6
0
0
1
E
E
8
-F
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K