Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 52

Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 52
Keyrðu eins og landsbyggðarbúi Skefur ekki af rúðum Úti á landi er snjór í að minnsta kosti níu mánuði ársins. Því eru allir vanir því að koma út á morgn- ana og þurfa að grafa eftir bílnum sínum. Þá er fólk ekkert að eyða tíma í óþarfa eins og að skafa af rúðunum eða sópa snjóhólinn af þakinu – vinnan bíður! Það er ekki óalgengt að sjá hvíta snjóhóla keyra um götur bæja út á landi með litla rifu í augnhæð á framrúðunni sem bílstjórinn notar til að sjá út, ekki ósvipað og á skriðdreka beint úr fyrri heimsstyrjöldinni. Sjaldgæfara er svo að sjá landsbyggðarfólk sem nennir ekki einu sinni rifunni og keyrir bara með hurðina opna og horfir þar út. Talar digurbarkalega um aksturinn Fólk utan af landi sem býr í höfuð- borginni þekkir maður á því að það er sífellt að öskur-tala um hversu lítið mál það sé að keyra í snjó og hvað Reykvíkingar séu lélegir í hinni miklu list sem það að keyra bíl er. Af tali einhvers að norðan að dæma mætti halda að akstur í snjó krefðist meistaragráðu en sé ekki eitthvað sem fólk lærir á nokkrum mánuðum við 17 ára aldur. Keyrir 200 metra í vinnuna Úti á landi eru vegalengdir svo bara 200-300 metrar þannig að allur dig- urbarki er hálf undarlegur. lærðu að keyra eins og Íslendingur Úti á landi er alltaf nákvæmlega svona veður. FréTTablaðið/STeFán Svona lítur það út þegar allt er á kafi í snjó í reykjavík. FréTTablaðið/PjeTur Þórdís Kolbrún reykfjörð gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra vor, tísti um slæma ökuhæfi- leika höfuðborgarbúa í gær. Því kemur hér sérstök ökukennsla í boði fulltrúa lands- byggðar og höfuð- borgar hér í Lífinu. Keyrðu eins og höfuðborgarbúi er á sumardekkjum Helsta ástæðan fyrir því að allt stoppar þegar það snjóar örlítið í borginni er sú að fólk er spólandi á jafnsléttu enn með sumardekkin undir á meðan aðrir keyra bara á sínum venjulega 40-50 kílómetrum yfir hámarkshraða og skilja ekkert þegar bremsan virkar ekki eins og skyldi og þau dúndra aftan á næsta mann/ljósastaur/út í sjó. er gríðarlega hissa yfir snjónum Höfuðborgarbúar láta alltaf eins og það sé kraftaverk þegar það snjóar á Ís-landi, á veturna. Síminn stoppar ekki því að fólk er stöðugt að senda snöpp af snjókomunni eða tísta um hvað það persónulega er óheppið að hafa þurft að skafa af framrúðunni um morguninn, eins og það sé aðal- hetja lífsins. Skiptir um akreinar í umferðar- teppum Höfuðborgarbúar gera fátt annað en að dúsa í umferðarteppum og því er alveg ótrúlegt hversu lélegir þeir eru í faginu. Fæstir hafa hugmynd um hvaða akrein sé best að vera á þrátt fyrir að hafa keyrt sömu leiðina á hverjum degi síðustu 10 árin og eru því í sífellu að troðast á milli yfir- fullra akreinanna, eins og það að lenda á vitlausri akrein leiði þau í margra ára ferðalag eins og Ódys- seifur forðum daga. stefanthor@frettabladid.is Superb skarar fram úr á mörgum sviðum. Hann er gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki. Byltingarkennd hönnun, hámarksþægindi og tæknimöguleikar auka enn á styrkleika hans. Komdu og prófaðu nýjan Superb. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ SUPERB KEMUR STERKUR INN Í EFSTU DEILD SUPERB. FLAGGSKIPIÐ Í ŠKODA FJÖLSKYLDUNNI. www.skoda.is ŠKODA SUPERB frá: 4.690.000 kr. 7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r20 l í f I Ð ∙ f r É T T a b l a Ð I Ð Lífið 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 9 -0 7 4 8 1 E E 9 -0 6 0 C 1 E E 9 -0 4 D 0 1 E E 9 -0 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.