Fréttablaðið - 07.02.2018, Qupperneq 9
www.heimavellir.is
Heima er best.
Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og
stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi
eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í
öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.
LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI
SVÍÞJÓÐ Meirihluti sænska þingsins
vill fá meiri upplýsingar um eignir
og skuldir Svía. Samkvæmt könnun
Sænska dagblaðsins er Jafnaðar-
mannaflokkurinn fylgjandi því að
slíkar upplýsingar verði aðgengi-
legar, Svíþjóðardemókratar andvíg-
ir en Hægri flokkurinn óákveðinn.
Eignaskattur var afnuminn í Sví-
þjóð fyrir 10 árum. Síðan hafa ekki
legið fyrir upplýsingar um hversu
miklar eignir einstaklinga eru. Í
frétt Sænska dagblaðsins segir að
þar með hafi heildarmyndin ekki
legið fyrir þegar teknar hafa verið
ákvarðanir sem áhrif hafa á efnahag
heimilanna og ríkisins. – ibs
Vilja vita allt
um eignir Svía
Sænska þingið vill vita hversu mikið
er í buddu Svía. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EfnahagSmál Gistinóttum erlendra
ferðamanna á heilsárshótelum
fjölgaði um 10,7 prósent á síðasta
ári. Þær voru rúmlega 3,8 milljónir
samanborið við tæplega 3,5 millj-
ónir árið 2016.
Hagfræðideild Landsbankans
segir að þetta sé minnsta fjölgun
gistinátta síðan árið 2010, þegar
þeim fækkaði um 1,9% frá fyrra ári.
Hagfræðideildin segir að fjölgun
gistinátta hafi verið töluvert mikil
og fylgst að við þá miklu fjölgun
sem orðið hefur á komum erlendra
ferðamanna. Á síðustu árum hafi
fjölgun gistinátta á heilsárshótelum
hins vegar alltaf verið minni en sem
nemur fjölgun ferðamanna.
„Af því má ráða að fjöldi hótel-
gistinátta á ferðamann hafi stöðugt
dregist saman,“ segir hagfræðideild-
in. Ástæðan er rakin til aukinnar
eftirspurnar eftir Airbnb. – jhh
Færri fara á
hótel á Íslandi
nOREgUR Haukeland-háskólasjúkra-
húsið í Bergen verður fyrsta sjúkra-
húsið í Noregi sem ræður til starfa
ímam, það er leiðtoga múslima. Til
að byrja með verður ímaminn í 20
prósenta starfi í eitt ár. Hann fær
greitt af því fjármagni sem ætlað er
til þjónustu presta við sjúkrahúsið.
Á mörgum öðrum norskum
sjúkrahúsum starfa svokallaðir
menningarráðgjafar sem sinna
meðal annars ýmsum verkefnum
ímams. Menningarráðgjafarnir
eiga að veita starfsmönnum upp-
lýsingar sem þeir þurfa á að halda í
samskiptum við sjúklinga frá öðrum
menningarheimi og með aðrar lífs-
skoðanir. – ibs
Ráða ímam á
norskan spítala
Sjúkrahús í Bergen býður múslimum
þjónustu ímams. NORDICPHOTOS/AFP
REykJaVÍkURbORg Í vor munu um
2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá
Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37
til 39 stunda vinnuviku í stað hefð-
bundinna 40 stunda. Annar áfangi
tilraunaverkefnisins um styttingu
vinnuvikunnar hefst á mánudag-
inn. Magnús Már Guðmundsson,
borgarfulltrúi og formaður stýri-
hóps um tilraunaverkefnið, segir að
samstundis muni vinnuvikan stytt-
ast hjá flestum þessara starfsmanna.
Magnús segir niðurstöðurnar líta
vel út eftir að fyrsta áfanga verk-
efnisins er lokið. „Við erum að mæla
starfsánægju, líkamleg einkenni
álags, andleg einkenni álags, starfs-
anda og fleira,“ segir Magnús. Svo
er fylgst með veikindafjarvistum
og fleiru.
„Í leikskólanum var veikindahlut-
fall að lækka um 3-3,5 prósent á milli
ára,“ segir hann. Tilgangurinn með
áfanga tvö í verkefninu er meðal
annars að sjá langtímaáhrif á þá
starfsmenn sem taka þátt. „En líka
að sjá þetta á öðrum starfsstöðum,
eins og búsetukjörnum,“ segir hann.
Magnús segir að hugmyndin að
baki verkefninu sé sú að ánægður
starfsmaður sé betri starfsmaður.
Hann komi úthvíldari og léttari
til leiks þegar vinnustundirnar
eru færri. Hann skipuleggi sig með
þeim hætti að það sé hvatning
að vera búin fyrr og þannig hefur
reynslan verið.
„Þeir stjórnendur sem hafa
verið inni í verkefninu tala um að
það hafi dregið úr skreppi,“ segir
Magnús. Fólk tímastillir verkefni
sín, hvort sem það er að fara í
klippingu eða til læknis, út frá frí-
tímanum sem það hefur í stað þess
að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn
geta því gengið að starfsmönnum
sínum vísum í húsi,“ segir Magnús.
– jhh
Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku
Magnús Már
Guðmundsson
f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a Ð i Ð 9m i Ð V i k U D a g U R 7 . f E b R ú a R 2 0 1 8
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
9
-1
F
F
8
1
E
E
9
-1
E
B
C
1
E
E
9
-1
D
8
0
1
E
E
9
-1
C
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K