Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 28
Yfirleitt erum við annaðhvort í vernduðu rými innan- dyra eða algjörlega óvarin úti og fáir staðir hafa verið hannaðir til að milda þessi umskipti. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Massimo Santanicchia, dósent og fagstjóri arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Massimo nefnir Alþingisgarðinn sem vel heppnað almenningsrými. Arkitektúr snýst um að skilja tengslin milli fólks og bygg­inga og milli bygginga og umhverfis þeirra. Arkitektúr er meira en bara byggingin sjálf, hann snýst um hönnun á okkar daglega lífi. Listaháskólinn er lítil stofnun Arkitektúr er meira en byggingin sjálf Listaháskóli Íslands hefur frá árinu 2005 útskrifað 164 nemendur með BA í arkitektúr. Massimo Santanicchia, fagstjóri við skólann, segir arkitektúr ekki bara snúast um byggingar. Áskor- anir arkitekta á Íslandi séu til dæmis vindasamt veðurfar og myrkur. en býr að því að fjölbreyttur hópur fólks kennir við skólann sem deilir þessari sýn, þó að hvert okkar hafi eigið sérsvið og nálgist efnið og nemendur á ólíkan hátt,“ segir Massimo Santanicchia , dósent og fagstjóri arkitektúrdeildar Listahá­ skóla Íslands. Spurður hvað einkenni íslenskan arkitektúr segir hann helstu áskor­ anir sem arkitektar mæti á Íslandi vindasamt veðurfar, takmörkuð birta yfir árið og að bæta almenn­ ingsrými og daglegt líf borgaranna. „Hér fáum við vindinn í andlitið meðan víða annars staðar er reynt að hanna rými og umhverfi til að koma í veg fyrir það. Ég myndi því segja að það sem einkenni Ísland sé sá mikli munur á því að vera úti eða inni. Yfirleitt erum við annað­ hvort í vernduðu rými innandyra eða algjörlega óvarin úti og fáir staðir á Íslandi hafa verið hannaðir til að milda þessi umskipti. Hér eru til dæmis fáir húsagarðar, lítið um girðingar, gróður eða aðra hluti sem sérstaklega eru hannaðar til skjóls,“ segir Massimo. Á hverjum stað þurfi ávallt að taka ákveðna þætti til greina í hönnun á umhverfi og engin ein heildarlausn dugi yfir allt. „Þrátt fyrir að við lifum á tímum Netflix og ótal fleiri menningar­ legra fyrirbæra sem fólk deilir sín á milli og á sameiginleg um allan heim þá er alltaf eitthvað einstakt við hvern stað. Þau séreinkenni eru dýrmæt og við ættum alltaf að vinna með þau. Það skilar sér margfalt ef sérstaða hvers staðar er nýtt í stað þess að upphugsa einhverja eina lausn sem hægt er að beita alls staðar. Á Íslandi tel ég til dæmis mikilvægt að arkitektar hugsi um vindinn og birtuna og einnig að áhrifin á hinn almenna borgara séu höfð í huga við hönnun mannvirkja, líka þegar hannað er fyrir einkaaðila. Arkitektúrinn mun lifa okkur og ætti því að endurspegla félagsleg gildi og umhverfið. Það er mikil­ vægt að arkitektar í atvinnulífinu og skólaumhverfið vinni saman að því að takast á við áskoranir og leysa þær. Beðinn um að nefna staði þar sem vel hafi tekist til nefnir Mass­ imo garðinn Skrúð í Dýrafirði, Alþingisgarðinn og Hólavallagarð, gamla kirkjugarðinn við Suður­ götu. „Á þessum stöðum finnst mér hugsað fyrir því að draga úr þessum mun milli inni og úti. Þá finnst mér afar fallegt hvernig gömlu húsin í Hafnarfirði falla inn í klettana í landslaginu,“ segir hann. Höfuðstöðvar Rauða kross­ ins við gatnamót Listabrautar og Háaleitisbrautar sé einnig dæmi um vel heppnaðan arkitektúr. Viltu lækka vaxtakostnað vegna atvinnuhúsnæðis? Dæmi um nýlegan ávinning fyrirtækja SEGL Fyrirtækjaráðgjöf býður fyrirtækjum ráðgjöf á sviði lánsfjármögnunar atvinnuhúsnæðis Þekkt iðnaðarfyrirtæki lækkaði væntan vaxtakostnað sinn um 31% með því að skipta út 6% breytilegum verðtryggðum vöxtum hjá viðskiptabanka sínum fyrir 4,15% fasta verðtryggða vexti hjá fjárfesti. Fasteignafélag í endurskipulagningu lækkaði væntan vaxtakostnað sinn um 33% með sambærilegum hætti. Vaxandi félag á heilbrigðissviði lækkaði væntan vaxtakostnað sinn um 28% með sambærilegum hætti. Fáðu nánari upplýsingar á www.segl.is eða með því að senda tölvupóst á info@segl.is SEGL Fyrirtækjaráðgjöf ehf | Lyngás 11, 210 Garðabær (2. hæð) Sími: 553 9810 & 663 9810 | info@segl.is 31% 33% 28% 6 KYNNINGARBLAÐ 7 . f e B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RBYGGINGARIÐNAÐuRINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 8 -F D 6 8 1 E E 8 -F C 2 C 1 E E 8 -F A F 0 1 E E 8 -F 9 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.