Fréttablaðið - 07.02.2018, Page 18
Alls hafa 36 manns verið dæmdir í sam-tals 96 ára fangelsis-vist í sakamálum sem tengjast efnahags-hruninu haustið 2008,
samkvæmt samantekt Markaðarins.
Ellefu manns hafa hlotið samanlagt 35
ára fangelsisdóm í málum sem beinast
að störfum Kaupþings, sjö hafa fengið
samtals 25 ára og 3 mánaða dóm í
málum sem tengjast Glitni og jafn
margir hafa verið dæmdir í samanlagt
13 ára fangelsisvist í málum sem varða
störf gamla Landsbankans.
Sex svonefnd hrunmál eru enn fyrir
dómi og má því telja sennilegt að sam-
anlögð lengd fangelsisdóma í slíkum
málum, sem varða brot í aðdraganda
falls fjármálakerfisins fyrir áratug, fari
yfir 100 ár.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver-
andi bankastjóri Kaupþings, hefur
hlotið þyngstu refsinguna fyrir brot
sem framin voru í aðdraganda hruns-
ins eða samanlagt sjö ár. Er það einu
ári meira en sá sex ára refsirammi í
hrun- og efnahagsbrotamálum sem
kveðið er á um í lögum.
Þeir Magnús Guðmundsson, fyrr-
verandi bankastjóri Kaupþings í
Lúxemborg, og Lárus Welding, sem
stýrði starfsemi Glitnis banka, hafa
hlotið næstþyngstu refsinguna eða
samanlagt sex ára fangelsisdóm hvor.
Hreiðar Már og Lárus eru aukin-
heldur þeir fyrrverandi bankamenn
sem hlotið hafa hvað flesta refsidóma
fyrir brot sín í aðdraganda hrunsins:
þrjá talsins.
Þremenningarnir eru ekki enn
lausir allra mála en þeir eru ákærðir í
nokkrum málum sem bíða dómsmeð-
ferðar í annaðhvort héraðsdómi eða
Hæstarétti.
Þeir Jóhannes Baldursson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri markaðs-
viðskipta Glitnis, Sigurður Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður Kaup-
þings, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver-
andi bankastjóri Landsbankans, hafa
hver um sig verið dæmdir til samtals
fimm ára fangelsisvistar.
Greint var frá því í fréttum Ríkis-
útvarpsins í síðasta mánuði að rann-
sókn allra sakamála sem tengjast
efnahagshruninu væri lokið. Þau
tímamót hefðu orðið í starfsemi emb-
ættis héraðssaksóknara þegar síðasta
rannsóknin var felld niður í desem-
ber. Síðasta ákæran sem saksóknari
gaf út var í septembermánuði árið
2016, þar sem Hreiðari Má og Guð-
nýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi
fjármálastjóra Kaupþings, eru gefin að
sök innherja- og umboðssvik, en ekki
liggur enn fyrir hvenær aðalmeðferð í
málinu fer fram.
Því til viðbótar eru fimm mál enn
fyrir dómi, en það eru mál sem kennd
eru við Aurum Holdings, Chesterfield,
Marple, Stím og meinta markaðsmis-
notkun hjá Glitni. Fjögur fyrstnefndu
málin eru nú fyrir dómi öðru sinni en
Hæstiréttur hafði áður ómerkt í öllum
tilvikum dóma héraðsdóms.
202 hrunmál á borðinu
Frá því að embætti sérstaks saksókn-
ara var komið á fót í byrjun árs 2009
36 manns í samtals 96 ára fangelsi
Þyngstu refsingarnar í hrunmálum:
Samanlögð lengd fang-
elsisdóma í hrunmálum:
Kaupþing: 35 ár
Glitnir: 25¼ ár
Landsbankinn: 13 ár
Sex svonefnd hrunmál bíða enn dómsmeðferðar í annað hvort héraði eða Hæstarétti. Þar af eru fjögur mál nú fyrir dómi öðru sinni en Hæstiréttur hafði áður
ómerkt í öllum tilvikum dóma héraðsdóms. Saksóknari gaf út síðustu ákæru sína í málum af þessum toga í september árið 2016. FréttabLaðið/anton brinK
36 manns hafa verið
dæmdir til samanlagðrar
96 ára fangelsisvistar
í svonefndum hrun-
málum. Þyngstu dóm-
arnir féllu í málum sem
beindust að störfum
Kaupþings. Rannsókn
allra hrunmála er lokið.
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
voru sameinuð öðrum málum, 4
send til annarra embætta, 7 flokkuð
sem aðstoð við önnur yfirvöld og þá
var ein ákæra afturkölluð eftir útgáfu.
Samkvæmt samantekt Markaðar-
ins, sem byggir á tiltölulega þröngri
skilgreiningu á hrunmálum, hefur
nítján slíkum málum lokið með dómi.
Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta
til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm
málum.
Embætti sérstaks saksóknara hætti
starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðs-
saksóknari við öllum verkefnum emb-
ættisins. Ólafur Þór Hauksson, sem
tók á sínum tíma að sér það verkefni,
sem sérstakur saksóknari, að stýra
rannsóknum á meintum efnahags-
brotum í bankahruninu, var skipaður
héraðssaksóknari í október árið 2015.
Þrátt fyrir að nítján hrunmálum
hefur lokið með dómi er ekki þar
með sagt að þau séu endanlega til
lykta leidd. Þannig greindi fréttastofa
Stöðvar 2 frá því í nóvember á síðasta
ári að dómþolar í þremur hrunmál-
um, þar á meðal Sigurjón Þ. Árnason,
hefðu leitað til endurupptökunefndar
og krafist endurupptöku mála sinna
vegna nýlegra upplýsinga um hluta-
fjáreign dómara í föllnu bönkunum
þremur.
Þá hafa sakborningarnir í Al
Thani-málinu svonefnda kvartað
til Mannréttindadómstóls Evrópu
af sömu ástæðu. Hefur dómstóllinn
þegar krafið íslensk stjórnvöld svara
við nokkrum spurningum um máls-
meðferð saksóknara og dómstóla í
málinu. Dómstóllinn getur ekki fellt
dóma íslenskra dómstóla úr gildi.
Hann leggur hins vegar mat á það
hvort íslenska ríkið hafi brotið gegn
sakborningunum þannig að í bága
fari gegn ákvæðum mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
11 tengdir Kaupþingi sakfelldir
Eins og áður var nefnt hafa þyngstu
refsidómarnir fyrir brot framin í
aðdraganda hrunsins fallið í málum
sem beinast að störfum Kaupþings.
Ellefu manns, sem tengdust bank-
anum, annaðhvort sem starfsmenn
eða viðskiptavinir, hafa verið dæmdir
í samanlagt 35 ára fangelsisvist á síð-
ustu árum.
Áðurnefndur Hreiðar Már var
dæmdur í fimm og hálfs árs fang-
elsi í Al Thani-málinu, sex mánaða
fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli
Kaupþings og loks eins árs fangelsi í
héraði í Marple-málinu á síðasta ári,
en þeim dómi hefur verið áfrýjað til
Hæstaréttar. Auk þess er beðið dóms-
meðferðar í tveimur málum til viðbót-
ar sem bankastjórinn fyrrverandi er
ákærður í. Annað þeirra er kennt við
Chesterfield eða CLN-skuldabréf, en
Hæstiréttur ómerkti í fyrra sýknudóm
héraðsdóms og vísaði málinu aftur
heim í hérað.
Magnús Guðmundsson, sem hefur
hlotið þyngstu mögulegu refsingu
samkvæmt refsirammanum, fékk
fjögurra og hálfs árs dóm vegna
aðildar sinnar að Al Thani-málinu og
átján mánaða dóm í héraði í Marple-
málinu. Hann er einnig ákærður
fyrir umboðssvik í Chesterfield-
málinu ásamt þeim Hreiðari Má og
Sigurði Einarssyni. Sá síðarnefndi var
dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar
í Al Thani-málinu og eins árs vistar í
markaðsmisnotkunarmáli bankans. .
Sex fyrrverandi starfsmenn Kaup-
þings til viðbótar voru sakfelldir í
markaðsmisnotkunarmálinu, þar á
meðal þeir Ingólfur Helgason, sem
stýrði starfsemi bankans á Íslandi,
sem hlaut fjögurra og hálfs árs
dóm, og Bjarki Diego, fyrrverandi
framkvæmdastjóri útlána, sem fékk
tveggja og hálfs árs dóm.
Þá hafa tveir hlotið fangelsisdóma
í málum sem tengjast starfsemi
Kaupþings fyrir hrun án þess að hafa
starfað hjá bankanum. Ólafur Ólafs-
son, sem var á meðal stærstu hluthafa
Kaupþings, hlaut sem kunnugt er
fjögurra og hálfs árs dóm í Al Thani-
málinu og þá var fjárfestirinn Skúli
Þorvaldsson dæmdur í hálfs árs fang-
elsi í héraði í Marple-málinu.
Glitnismenn í 25 ára fangelsi
Þyngstu dómarnir sem fallið hafa í
málum er varða störf Glitnis féllu í
BK-44 málinu í desember árið 2015.
Þá voru fjórir fyrrverandi starfsmenn
bankans dæmdir fyrir markaðs-
misnotkun og umboðssvik vegna
3,8 milljarða króna lánveitingar
bankans til félags í eigu Birkis Krist-
inssonar, sem starfaði í einkabanka-
þjónustu bankans, en fjármunirnir
voru notaðir til að kaupa hlutabréf í
Glitni. Birkir hlaut fjögurra ára dóm
rétt eins og verðbréfamiðlarinn Elmar
Svavarsson. Jóhannes Baldursson
Hreiðar Már
Sigurðsson 7 ár Lárus Welding 6 ár Magnús Guðmundsson 6 ár
Jóhannes
baldursson 5 ár Sigurður Einarsson 5 ár Sigurjón Þ. Árnason 5 ár
– gagngert í þeim tilgangi að rannsaka
grun um refsiverða háttsemi í aðdrag-
anda fjármálahrunsins haustið 2008
– hafa 202 mál sem tengjast hruninu
komið inn á borð þess. Rannsókn 84
mála var hætt og 18 mál voru felld
niður að lokinni rannsókn, 22 mál
Magnús Sveinn Helgason
magnussveinn@365.is
7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
9
-0
2
5
8
1
E
E
9
-0
1
1
C
1
E
E
8
-F
F
E
0
1
E
E
8
-F
E
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K