Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 22

Fréttablaðið - 07.02.2018, Side 22
Glerlistakona Nadine Cecile Martin hefur verið búsett hér á landi í 24 ár. Hún er menntaður tannsmiður en hefur undanfarin tíu ár einbeitt sér að glerlist sinni undir merkinu Nadine Glerperlur. „Ég hef búið til mikið af skartgripum úr perlunum mínum og þar standa klárlega hæst hálsmenin. Það er gaman að búa þau til af því að það eru engin tvö eins. Þau eru líka frekar tímalaus í stíl sem er eins gott því að gler heldur lit og áferð betur en flest önnur efni. Einnig hef ég gert mikið af búsáhöldum eins og smjör- og ostahnífum, alls konar skeiðum, ausum og fleiri vörum sem er gaman að nota daglega í hvaða eld- húsi sem er.“ Nadine er frönsk og segist hafa flutt til Íslands á sínum tíma því hún hafi elskað manninn sinn svo mikið. „Þá var hann eina perlan mín og seinna urðu því til fyrstu þrjár perlurnar okkar, sem sagt strákarnir okkar þrír.“ Síbreytilegir litir Það eru til mjög margar tegundir og litir af gleri og hver hefur sinn karakter, segir Nadine. „Litirnir breytast í meðhöndluninni þannig að það er ekki endilega hægt að taka rauða stöng og búa til rauða perlu, það þarf eiginlega að stjórna rauða litnum. Glerið er mjög mis- jafnt og bregst misjafnlega við hita og blöndum með öðrum litum. Það er þessi fjöldi áhrifaþátta til að spila með sem gerir þess hönnun spennandi.“ Hún segir fyrra starf sitt sem tannsmiður hafa verið góðan grunn fyrir fínvinnu og auga fyrir smáatriðum. „Mér fannst gler alltaf vera töfrandi efni og einn daginn fyrir tíu árum byrjaði ég. Fyrst kom ég mér upp aðstöðu og hráefni og byrjaði svo að fást við glerið. Það kallaði á mikla æfingu og þolinmæði því það þarf að læra að þekkja og temja glerið og hitann.“ Það kallaði á mikla æfingu og þolin- mæði því það þarf að læra að þekkja og temja glerið og hitann. Nadine Cecile Martin Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is „Það eru gjör- samlega enda- lausir mögu- leikar í tækni, samsetningu, litum, formi og áferð. Síðasta og besta perlan verður aldrei til.“ MYND/ANTON BRINK Meðal verka Nadine Cecile Martin eru fallegar hálsfestar og ýmis skemmtileg búsáhöld á borð við smjör- og ostahnífa, alls konar skeiðar, ausur og fleiri vörur. Fannst glerið alltaf vera töfrandi Stöðug sköpun Því þarf mikla æfingu og tækni áður en fyrsta perlan er hönnuð, segir hún. „En þá er líka gaman að vinna með öll þessi smáatriði og liti. Þetta togar í mig, ég er ekki fyrr búin að smíða perlu og staðin upp fyrr en sú næsta verður til í kollinum á mér og kallar á að ég setjist við brennarann og geri hana að veruleika. Það eru gjörsamlega endalausir möguleikar í tækni, samsetningu, litum, formi og áferð. Síðasta og besta perlan verður aldrei til.“ Vörur Nadine má kynna sér á nadine.is og á Facebook (nadine­ glerperlur). Einnig má nálgast þær í versluninni Skúmaskoti á Skóla­ vörðustíg 21a í Reykjavík. Undanfarinn áratug hefur gler­ listakona Nadine Cecile Martin hannað og selt fallegar vörur úr glerperlum. FERMINGARBLAÐIÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um fermingar kemur út 27. febrúar nk. Allt sem viðkemur fermingunni og miklu miklu meira. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . F e B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -2 9 D 8 1 E E 9 -2 8 9 C 1 E E 9 -2 7 6 0 1 E E 9 -2 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.