Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 26
Fyrirtækið setti ný viðmið í öryggis- málum hér á landi og lærðum við mikið af vinnubrögðum þeirra. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari hefur starfað víða á ferlinum. MYND/ANTON BRINK Árni Eðvaldsson húsasmíða-meistari hefur komið víða við á starfsferli sínum og unnið í nokkrum löndum, þar á meðal Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Noregi auk Íslands þar sem hann hefur reyndar unnið stærstan hluta starfsferilsins. Að hluta til má rekja verkefnin erlendis til stöðunnar á bygg- ingarmarkaði hérlendis árin eftir hrun en þá sóttu margir kollegar hans í störf utan landsteinanna. En utan þess hefur hann tekið þátt í skemmtilegum verkefnum erlendis fyrir Ístak, þar sem hann vinnur í dag, og fyrir fyrri vinnu- stað sinn Ármannsfell. Byggðu ódýrt Fyrsta verkefni Árna erlendis sneri að bygginu svokallaðra Perma- form-húsa en þá starfaði hann hjá Ármannsfelli. „Á þessum árum var hart í ári á Íslandi, lítið fjárfest í nýju húsnæði og það vantaði ódýrt húsnæði, svipað og núna. Við hófum þá framleiðslu á þessum húsum sem voru steypt samkvæmt norskri hönnun með plasthólkum. Síðan færðum við út kvíarnar og fórum að selja húsin í Þýskalandi. Þar var ég með annan fótinn í eitt og hálft ár. Þetta voru fín hús sem komu vel út hér heima enda ódýr. Þjóðverjar voru aftur á móti ekki eins hrifnir og virtust frekar kjósa gömlu múrsteinahúsin. Eftir dvölina í Þýskalandi héldum við áfram að byggja þessi hús á Íslandi, m.a. í Grafarvogi, Kópavogi og Mosfellsbæ og eru þau enn eftir- sótt í dag.“ Næg verkefni í Noregi Árin eftir hrun voru erfið fyrir byggingariðnaðinn og lítið um verkefni. Árni hóf þá störf í Noregi fyrir Ístak, fyrst í Bergen og svo í Norður-Noregi. „Í Bergen vorum við með brúarverkefni, jarðgöng og einhverja vegagerð ásamt fleiri verkefnum. Þaðan hélt ég til Norður-Noregs, til bæjanna Alta og Hammerfest, og vann að svip- uðum verkefnum. Ástandið heima lagaðist til muna þegar vinstri stjórnin fór frá og íslenskir iðn- aðarmenn fóru smátt og smátt að snúa til baka. Sjálfur var ég þarna úti með annan fótinn í um tvö ár en ég hafði þó alltaf næg verkefni heima á Íslandi. Margir í kringum mig voru þá í Noregi í um 6-7 ár.“ Ánægðir með verkið Þrátt fyrir betri verkefnastöðu heima á Íslandi var Árni ekki alkominn heim. Um tíma starfaði hann einnig í Danmörku og lítil- lega í Grænlandi. „Ég var verkstjóri yfir ellefu manna hópi sem byggði stóra fimm akreina brú í Kaup- mannahöfn ásamt undirgöngum. Við þóttum standa okkur það vel að þeir vildu fá mun stærri hóp í næsta verkefni sem var stór fram- kvæmd við Ráðhústorgið í Kaup- mannahöfn. Þar voru rúmlega 60 smiðir frá Íslandi sem sáu um að gera upp og stækka gamalt hús en verkefnið tók um eitt og hálft ár.“ Á Grænlandi kom hann hins vegar að virkjunarmannvirkjum, hafnargerð og ýmsu öðru. „Við hjá Ístaki vorum á þessum tíma að markaðssetja okkur sem n.k. norð- urslóðaverktaka sem gátu unnið við kaldar og erfiðar aðstæður sem önnur alþjóðleg verktakafyrirtæki voru síður hrifin af. Þannig komu þessi verkefni á Grænlandi og í Norður-Noregi og svo vorum við auðvitað stórir á Íslandi.“ Eins og erlent þorp Þótt framkvæmdirnar við Kára- hnjúka hafi verið á Íslandi komu fjölmargir útlendingar að verk- efninu og var samfélagið þar eins og fjölþjóðlegt þorp. „Dvölin þar var sérstök upplifun og fróðlegt að kynnast stóru erlendu verktaka- fyrirtæki sem hafði mikið unnið í þriðja heims ríkjum. Mig grunar að umhverfið hér hafi verið allt annað en þeir áttu von á. Verkefnið var erfitt, stíflugerð í 6-700 metra hæð en við kláruðum það með sóma. En það var ekki síður athyglisvert að kynnast bandaríska fyrirtækinu Bechtel sem reisti álverið síðar á Reyðarfirði. Fyrirtækið setti ný viðmið í öryggismálum hér á landi og lærðum við mikið af vinnu- brögðum þeirra.“ Í dag vinnur Árni enn hjá Ístaki og verkefnin eru næg um þessar mundir. „Við kláruðum nýlega Búðarhálsvirkjun og hófum næst byggingu fjölbýlishúss í Skugga- hverfinu í Reykjavík. Mikill tími minn fer þó í nýjan skóla fyrir fötluð börn sem er verið að byggja í Öskjuhlíð um þessar mundir og svo eru alltaf ýmis önnur verkefni í gangi.“ Lærdómsrík reynsla Á síðustu 23 árum hefur Árni Eðvalds- son húsasmíðameistari starfað víða í Evrópu við ýmis ólík verkefni. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. 4 KYNNINGARBLAÐ 7 . f E B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RBYGGINGARIÐNAÐuRINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -1 1 2 8 1 E E 9 -0 F E C 1 E E 9 -0 E B 0 1 E E 9 -0 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.