Fréttablaðið - 14.04.2018, Page 20

Fréttablaðið - 14.04.2018, Page 20
Tindastóll - ÍR 90-87 Tindastóll: Antonio Hester 26, Sigtryggur Arnar Björnsson 16, Pétur Rúnar Birgisson 15, Axel Kárason 7, Björgvin Hafþór Rík­ harðsson 6, Helgi Rafn Viggósson 5, Chris Davenport 4, Friðrik Þór Stefánsson 4, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3. ÍR: Ryan Taylor 25, Sigurkarl Róbert Jó­ hannesson 16, Matthías Orri Sigurðarson 15, Danero Thomas 15, Sveinbjörn Claessen 9, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2. Tindastóll vann 3-1 og leikur til úrslita Nýjast Domino’s-deild karla, undanúrslit ÍBV - ÍR 22-18 ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 6, Elliði Snær Viðarsson 4, Sigurbergur Sveinsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Andri Heimir Friðriksson 2, Róbert Aron Hostert 1, Grétar Þór Eyþórsson 1, Daníel Griffin 1. ÍR: Bergvin Þór Gíslason 5, Sturla Ásgeirs­ son 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 2, Halldór Logi Árnason 1, Þrándur Gíslason Roth 1, Elías Bóasson 1. Staðan er 1-0 fyrir ÍBV í einvígi liðanna. FH - Afturelding 34-32 FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Einar Rafn Eiðsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Ásbjörn Friðriksson 5, Arnar Freyr Ársæls­ son 4, Jóhann Karl Reynisson 4, Jón Bjarni Ólafsson 1. Afturelding: lvar Ásgeirsson 6, Gestur Ólafur Ingvarsson 6, Birkir Benediktsson 5, Ernir Hrafn Arnarson 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Böðvar Páll Ásgeirsson 3, Mikk Pinnonen 2, Pétur Júníusson 1, Kristinn Hrannar Bjarkason 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir FH. Olís-deild karla, 8-liða úrslit Valur - Keflavík 99-82 Valur: Aalyah Whiteside 26, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 18, Guðbjörg Sverrisdóttir 14, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Ragnheiður Benónís­ dóttir 6/, Hallveig Jónsdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5. Keflavík: Brittanny Dinkins 35, Thelma Dís Ágústsdóttir 16, Birna Valgerður Benón­ ýsdóttir 11, Embla Kristínardóttir 7, Elsa Albertsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2. Valur mætir Haukum í úrslitum. Domino’s-deild kvenna, undanúrslit Breiðablik upp í efstu deild körfubolti Breiðablik tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta eftir öruggan 110-84 sigur liðsins á Hamri í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild í Smáranum í gærkvöldi. Breiðablik hafði betur, 3-1, í einvígi liðanna og leikur þar af leiðandi í efstu deild á næstu leiktíð. – hó Liverpool fer til Rómaborgar fótbolti Liverpool mætir Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Liverpool á fyrri leikinn á heimavelli, Anfield. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bayern München og Evrópu- meistarar síðustu tveggja ára, Real Madrid. Einnig var dregið í undanúr- slit Evrópudeildarinnar í gær. Arse- nal datt ekki í lukkupottinn því liðið dróst gegn Atlético Madrid. Red Bull Salzburg og Marseille mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. – iþs körfubolti Treystið ferlinu (e. Trust the process) er setning sem hefur einkennt körfuboltaaðdáendur Philadelphia 76ers liðsins undan- farin ár, allt frá árinu 2013 þegar félagið ákvað að ráða Sam Hinkie sem yfirmann körfuboltamála hjá félaginu og Brett Brown sem þjálf- ara liðsins. Ferlið er nú loksins búið að skila af sér en 76ers unnu síðustu sextán leiki sína á tímabilinu og fara sjóðheitir inn í úrslitakeppnina með ungan og spennandi kjarna leik- manna sem eru tilbúnir að láta til sín taka í NBA-deildinni næstu árin. Eftir að hafa misst af úrslita- keppninni vorið 2013 ákváðu nýju mennirnir í brúnni að skipta bestu leikmönnum liðsins út fyrir valrétti og unga og efnilega leikmenn. Voru þrjátíu ár liðin frá síðasta meistara- titli liðsins og var tekin ákvörðun um að stokka spilin með því að skipta út bestu leikmönnum liðsins fyrir valrétti. Með því að tapa leikjum kæmi betri valréttur í nýliðavalinu og þannig átti að finna stjörnu fram- tíðarinnar. Vann liðið aðeins 47 leiki af 246 á næstu þremur árum og bætti met yfir lengstu taphrinu í sögu deildarinnar þegar liðið tapaði 26 leikjum í röð. Sá lausnina Nýliðaval NBA-deildarinnar, haldið á hverju ári, gefur slökustu liðum deildarinnar tækifæri á að velja efnilegustu leikmennina sem vilja komast í NBA-deildina. Var hug- mynd Hinkie að 76ers-liðið þyrfti stórstjörnu til þess að gera atlögu að meistaratitli. Með því að setja saman lið úr leikmönnum héðan og þaðan úr deildinni væri hægt að mynda lið sem kæmist í úrslitakeppnina en vantaði stórstjörnuna til að koma liðinu yfir þröskuldinn. Að vera góður þótti ekki nóg, Michael Carter-Williams var val- inn nýliði ársins hjá 76ers á fyrsta ári Hinkie og Browns en skipt um leið og tækifæri gafst til í von um að finna stórstjörnu. Í fyrsta nýliðavali Hinkie tók 76ers áhættu, félagið valdi Kamer- únann Joel Embiid á fyrsta valrétti þótt hann hefði nýlega farið í stóra aðgerð sem myndi taka hálft ár að jafna sig af. Það virtist fyrst um sinn hafa verið skot sem missti marks þar sem Embiid var fjarverandi í tvö ár. Án hans vann 76ers ekki marga leiki og fengu þeir aftur góðan val- rétt sem nýttur var í Jahlil Okafor en hann stóð aldrei undir væntingum. Var honum síðar skipt til Brooklyn Nets. Á þessum tímapunkti var Hin- kie kominn undir pressu enda var árangur liðsins seinna árið án Embi- ids sá næstversti í sögu deildarinnar. Sagði hann upp störfum vorið 2016. Fékk 76ers aftur fyrsta valrétt og valdi ástralska bakvörðinn Ben Simmons en hann gat ekki tekið þátt fyrsta árið vegna meiðsla. Þegar hér var komið sögu var Embiid loksins kominn inn á völl- inn en entist aðeins 31 leik. Allt annað var að sjá til liðsins með Embiid inni á vellinum og unnust 28 leikir, jafn margir og á tímabil- unum tveimur þar áður og margt til að byggja á. Þrátt fyrir það tókst Philadelphia að skipta á valréttum við Boston og fá enn eitt skiptið að velja fyrst í nýliðavalinu sem skilaði þeim hinum 19 ára gamla Markelle Fultz. Sprungu loksins út Allt annar bragur hefur verið á spilamennsku liðsins á þessu tíma- bili enda hefur það notið góðs af því að hafa tvær efnilegustu stór- stjörnur deildarinnar, Simmons og Embiid, í sínum herbúðum. Hefur ekki komið að sök að Fultz náði aðeins fjórtán leikjum, liðið gat leyft sér að koma honum hægt og bítandi af stað á ný fyrir úrslita- keppnina eftir að hann hafði glímt við erfið meiðsli. Philadelphia 76ers tryggði sér þriðja sæti Austurdeildarinnar með 52 sigrum, besta árangri liðsins í átján ár. Embiid hefur verið stór- kostlegur og spilamennska Simm- ons hefur gert það að verkum að honum hefur verið líkt við Magic Johnson á fyrsta ári sínu í deildinni. Unnust sextán leikir í röð í aðdrag- anda úrslitakeppninnar þó að Embiid hafi meiðst og mæta 76ers fullir sjálfstrausts inn í úrslita- keppnina. Hef upplifað tímana tvenna Friðrik Ingi Rúnarsson hefur þjálfað um árabil á Íslandi og er einn helsti stuðningsmaður Philadelphia 76ers á Íslandi. Man hann tímana tvenna en hann var nýfarinn að halda með liðinu þegar síðasti meistaratitillinn vannst árið 1983. „Ég hef fylgst með þeim frá árinu 1978 og man vissulega tímana tvenna, þetta hófst þegar ég var tíu ára gamall og félagið mun fylgja mér það sem eftir er. Þeir voru góðir á þessum árum og við vinnum titilinn 1983, ég held að ég eigi eitthvað af þessum leikjum til á Betamax-spól- um. Ég er fullviss um að ég hafi séð fleiri 76ers leiki en þjálfarateymið þeirra í dag,“ sagði Friðrik léttur. Friðrik var ekkert á því að skipta um lið eða að hætta að horfa á leiki þótt árangurinn væri ekki merki- legur innan vallar. „Það er í raun alveg lygilegt, ég held að ég hafi horft á flesta leiki veturinn sem þeir unnu tíu leiki. Það eru margir sem sögðu mér að skipta um lið en eftir því sem verr gekk þá fann ég betur hversu heitur stuðningsmaður liðsins ég var. Mér þótti alltaf vænna og vænna um liðið.“ Brottför Hinkies kom Friðriki ekki á óvart þó að liðið njóti góðs af þolinmæðisvinnu hans í dag. „Þar var pressa á öllu félaginu að gera eitthvað, fjölmiðlarnir og eig- endur annarra liða kölluðu eftir því að eitthvað yrði gert. Bryan Colang- elo kom inn til aðstoðar Hinkie en það var ljóst í hvað stefndi. Þrátt fyrir það er Hinkie og verður elsk- aður og dáður í Philadelphia-borg áfram.“ Eru að fóta sig Philadelphia 76ers mætir Miami Heat í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í dag og verður fróðlegt að sjá hvernig ungur kjarni 76ers tekst á við stóra sviðið. Aðeins þrír leikmenn liðsins eru yfir þrí- tugu. „Þegar þú ert með svona ungt lið getur það verið óútreiknanlegra, þeir geta átt leiki þar sem ekkert lið virðist geta stöðvað þá og svo detta þeir ansi langt niður sem er eðlilegt miðað við aldur og reynslu liðsins. Þeir eru að fóta sig í deildinni og það kæmi mér ekkert á óvart að þeir lendi á vegg einhvers staðar. Ég er mátulega bjartsýnn á úrslita- keppnina en hlakka óskaplega til. Það verður Dr. Pepper og allur pakk- inn, við fjölskyldan missum ekki af leik.“ kristinnpall@frettabladid.is Sex ára ferli ber loksins ávöxt Eftir langa bið eru aðdáendur 76ers loksins að uppskera stjörnur á borð við Embiid og Simmons. NORDicPHOTOS/GETTy Sex ár eru síðan 76ers ákváðu að skipta út öll- um bestu leikmönnum sínum fyrir valrétti. Eftir langa bið er sú ákvörðun loksins farin að bera ávöxt en ungur kjarni leikmanna er tilbúinn fyrir stóra sviðið í úrslita- keppni NBA sem hefst Vestanhafs í dag. Vorið 2013 Sigurhlutfall: 34-48 Velja Mich ael Cart­ er­Williams á 9. val­ rétti. Valinn nýliði ársins í deildinni en strax skipt fyrir annan valrétt. Vorið 2014 Sigurhlutfall: 19-63 Velja Joel Embiid á 3. val­ rétti. Meiddur stærstan hluta næstu þriggja ára. Valinn í stjörnulið­ ið 2018 og leiðir liðið í stigum, fráköstum og vörðum skotum. Vorið 2015 Sigurhlutfall: 18-64 Velja Jahlil Okafor á 3. valrétti en árangurinn lít­ ill. Skipta honum út tveimur árum síðar og hann hefur ekki náð þeim hæðum sem vonast var eftir. Vorið 2016 Sigurhlutfall: 10-72 Hinkie sagt upp. Velja Ben Simmons á 1. val­ rétti. Meiddur fyrsta árið en í dag einn af bestu mönnum deildarinnar og í lykilhlutverki. Vorið 2017 Sigurhlutfall: 28- 54 Velja Mark elle Fultz á 1. valrétti. Vorið 2018 Sigurhlutfall: 52-30 Ná 3. sæti Austurdeildar­ innar og vinna síðustu sextán leikina fyrir úr­ slitakeppni. Félag­ ið komið aftur í úrslitakeppnina eftir sjö ára fjar­ veru. Þrátt fyrir öll töpin fann ég betur og betur hvað manni þykir vænt um þetta félag. Friðrik I. Rúnarsson Sex ára þrautaganga stuðningsmanna Philadelphia 2013 2014 2015 2016 2017 2018 1 4 . a P r í l 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r20 S P o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -8 0 5 4 1 F 7 5 -7 F 1 8 1 F 7 5 -7 D D C 1 F 7 5 -7 C A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.