Fréttablaðið - 14.04.2018, Page 36

Fréttablaðið - 14.04.2018, Page 36
Páll Óskar Hjálmtýsson býr nánast í Borgar-leikhúsinu um þessar mundir. Hann fer með hlutverk Frank-N-Furter í uppfærslu leikhússins á Rocky Horror. Sýningarnar eru fimm í viku og því hefur Páll Óskar hlúð vel að sér í búningsherbergi sínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Páll Óskar bregður sér í þetta skemmti- lega og krefjandi hlutverk því fyrir 27 árum reimaði hann á sig korselettið með leikfélagi MH. „Ég er afar hrærður og upp með mér. Líka hissa, hreinlega vegna þess að ég hef aldrei upplifað mig sem aktívista í atlögu gegn fordómum. Ég er ekki að gera atlögu að einum né neinum. Ég er enginn baráttu- maður, en ég er fyrst og fremst í liði með kærleikanum. Kærleikurinn mun ekki nást gegnum stríð. Ég hata stríð í hvaða mynd sem það birtist. Ég meika ekki fólk sem til dæmis leitar uppi átök á spjallrásum. Ég forðast dægurþras og rifrildi. Þetta er orka sem ég get ekki verið í, því hún lætur mig hreinlega deyja innan í mér. Ég upplifi mig fyrst og fremst sem söngv- ara og listamann. Það starf verður til þess að maður getur stundum nýtt glugga til þess að láta í sér heyra, ég vona að ég hafi gert það til að koma á framfæri lífsviðhorfum sem ég hef,“ segir Páll Óskar. Hann segist snemma hafa tekið ákvörðun um að vera samkvæmur sjálfum sér. „Ég vildi einfaldlega troða upp fyrir alla. Þjóðfélagsstaða, stétt, aldur, kynhneigð, húðlitur. Allt þetta skiptir mig engu máli. Allir fá sama sjóvið. Á sama tíma, þá vildi ég ekki gefa neinn afslátt af hommanum í mér. Ekki heldur gagnvart börnum, unglingum, háum, lágum, ríkum jafnt sem jaðarsettum,“ segir Páll Óskar og víkur að því sem raunverulega skiptir hann máli. „Ytra útlit þitt og aðstæður skipta engu. Hjartalag og karakter skiptir mestu máli. Ertu heiðarleg mann- eskja, maður orða þinna? Ég á mjög erfitt með að vera í sama herbergi og fólk sem býr yfir illum ásetningi. Á sama tíma þoli ég það ekki þegar ég er málaður sem einhver engill. Ég er það ekki baun. Ég er fullur af brestum sem ég þarf að díla við á hverjum degi. Eina leiðin til að díla við brestina er heiðarleikinn,“ leggur Páll Óskar áherslu á. „Í gegnum þetta allt saman, öll þessi milljón viðtöl sem ég hef farið í, þá hef ég ef til vill náð að víkka sjóndeildarhring fólks sem hafði kannski rörsýn á ákveðna hluti. Ef það gerðist einhvern tíma á leiðinni síðustu ár þá er það frábært. En ég lærði það fyrir löngu að þú getur ekki stjórnað viðbrögðum fólks við því sem þú gerir. Ég get ekki stjórnað því hvort fólk klappar fyrir mér eða ekki. En ég er búinn að læra það að ég get stjórnað mínum viðbrögðum við því sem annað fólk segir og gerir við mig. Mitt viðhorf gagnvart því öllu skiptir mestu máli. Ég ræð alveg hvort jafnvel árásir annars fólks hafa áhrif á mig eða ekki. Þetta er stærsti lærdómur sem ég hef tileinkað mér í lífinu,“ segir Páll Óskar. Ég tileinkaði mér þessi viðhorf fyrir um það bil fimmtán árum. Þá tók ég viðhorf mitt til lífsins algjörlega í gegn. En vinnan við það var ein- faldari en margan gæti grunað. Ég fór einfaldlega að þakka fyrir allt. Þetta hljómar mjög væmið, ég geri mér grein fyrir því,“ segir Páll Óskar og brosir. „Ég vakna á morgnana og þakka fyrir það að hafa vaknað. Og ég segi já takk við öllu. Ég segi já takk við því að ég hafi sjón og heyrn. Ég þakka fyrir það að geta stigið fram úr rúminu vegna þess að það geta það ekkert allir. Svo þakka ég fyrir allt sem verður á vegi mínum um daginn. Ég þakka fyrir köttinn minn, Frétta- blaðið sem kemur inn um lúguna, rigninguna. Ég sé það jákvæða, það er svo mikið líf í rigningunni. Þegar þú ferð svo út í daginn, drekkhlaðinn af þakklæti þá er ósköp lítið pláss fyrir reiði og gremju í sálartetrinu. Allt þetta dægurþras sem sækir að manni á hverjum degi. Allt þetta rex og pex hefur ósköp lítil áhrif á mann ef maður passar sig á því að lifa í þakklæti. Í þakklætinu er svo miklu auðveldara að díla við erfiðu verkefnin þegar þau koma – og trúðu mér, þau munu koma,“ segir Páll Óskar frá. Viðhorfið segir hann hafa gagnast sér vel. „Ég hugsa alltaf, hvaða viðhorf ætlar þú að hafa gagnvart þessu verk- efni. Ætlarðu að leggjast í kör og fara í fýlu? Eða ætlar þú að laga á þér hárið og gera þitt besta? Með þessu viðhorfi þá finnst mér ég hafa sigrast á mjög erfiðum hindrunum í lífinu. Hindr- unum sem ég hélt við fyrstu sýn að ég gæti ekki yfirstigið,“ segir Páll Óskar. „Eins og að vera í þessum bransa í hátt í 30 ár. Að meika næsta gigg. Nú er ég að gera fimm sýningar í hverri viku. Því fylgir verulegt álag. Ég þarf að bera næga virðingu fyrir verkefninu til þess að bera ábyrgð á sjálfum mér. Ég mæti ekki kaldur á svið heldur undirbý mig vel. Þar með sýni ég samstarfsfólki mínu og því góða fólki sem hefur keypt sér miða á sýninguna virðingu. Uppskeran er þvílík gleðisprengja á hverju kvöldi. Það er ótrúleg orka sem leysist úr læðingi á sýningum hér.“ Páll Óskar segir ákveðnum hring lokað með því að hann hafi tekið að sér hlutverk Frank-N-Furter. „Frank- N-Furter kom til mín þegar ég var fjórtán ára gamall. Í gegnum VHS- vídeóspólu sem ég leigði á Holts- götunni. Rocky Horror varð fyrsti glugginn minn inn í ákveðinn heim sem ég vissi ekki að væri til. En í þess- um heimi fann ég fólkið mitt. Þetta var fyrsti vísirinn að því að ég fór að hugsa um það að koma kannski út úr skápnum. Rocky Horror er verkið sem hefur gefið mörgu hinsegin fólki rými. Stökkpall og kjark til þess að koma út. Á hverju kvöldi er ég hér á sviðinu að þakka fyrir mig. Og gefa það áfram. Til einhvers annars, ég veit ekki hvort það er einhver fjórtán ára gamall strákur úti í sal sem er í nákvæm- lega sömu stöðu og ég var í. Það má vel vera að við séum að gera það nú þegar,“ segir Páll Óskar. „Leikhópurinn fær frásagnir af börnum, sem hafa komið hingað á sýningar til okkar, hafa átt erfitt með að sýna tilfinningar sínar og ræða málin en hafa opnast. Mætt í skól- ann bein í baki og sýnt á sér allt aðrar hliðar! Það er eins og sýningin hafi leyst áður óþekktar og jafnvel bældar tilfinningar úr læðingi. Ef það er upp- skeran þá er ég alveg tilbúinn til að vera Frank-N-Furter fimm sinnum í viku,“ segir hann að lokum. kristjana@frettabladid.is Allir fá sama sjóvið Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Hann hefur um árabil talað máli samkynhneigðra með jákvæðum hætti. Páll Óskar með verðlaunagripinn góða. Fréttablaðið/anton brink „Ég var í því hlutverki að vera verkstjóri og nokkurs konar örlaga- norn. Örlög réðu til dæmis því hvar landið þeirra lá og því sem gat komið fyrir sem börnin réðu engu um. Ég gekk til dæmis inn einn kennsludaginn og tilkynnti hópi barna að nokkuð ömurlegt hefði gerst. Ein kind væri horfin. Maður hefði rænt henni. Svo þurftu þau að ræða atburðinn, afleiðingarnar. Þurftu þau fangelsi? Hvernig áttu þau að sanna glæpinn? Svo fóru það að kenna í brjósti um hann og fannst kannski betra að hafa for- varnir. Hvert og eitt lítið atriði sem örlaganornin færði þeim var upp- spretta spennandi viðfangsefna,“ segir Herdís frá. „Svo þótti þeim skemmtilegt að gera skattaskýrslur, ég lagði mikið upp úr því að að með því að skrifa nafnið sitt undir skýrsluna væru þau að leggja drengskap sinn við. Og þá þurftu þau að læra hvaða þýðingu það hefur að vera góður drengur. Að það hefði ekkert að gera með það að vera strákur eða stelpa. Heldur að standa undir nafni, vera heiðarleg manneskja. Þetta verkefni var svo gott fyrir málþroskann. Þau þurftu að nota tungumálið. Það gleymist oft í kennslu í dag. Það er best fyrir mann ef maður ætlar að læra eitt- hvað, að stunda það,“ segir Herdís sem segist hafa skemmt sér vel við að lesa skattaskýrslur barnanna. Eitt barnanna hafi til dæmis talið fram ellefu gamalmenni á framfæri sínu í von um skattaafslátt. „Kosningarnar voru stórkostleg- ar, við héldum þær mjög hátíðlegar. Ég bjó til kjörkassa og atkvæðaseðla og þau fengu að taka ákvarðanir um mikilvæga hluti á eyjunni þeirra.“ Eitt er það sem Herdís lagði einnig mikla áherslu á í störfum sínum. Að svara börnum ekki með óábyrgum hætti. Heldur þannig að það stuðlaði áfram að þekkingarleit þeirra og trausti til hinna fullorðnu. „Ef maður segir eitthvað út í loftið þegar börnin spyrja okkur að ein- hverju sem þeim liggur á hjarta að vita þá missa þau traust á okkur. Það má ekki vera svo aumkunar- verður að segja: Ég veit það ekki. Eða, það færðu að vita seinna.“ Þau gætu til dæmis spurt: Er guð til? Eða er jólasveinninn til? Þá þarf maður að vera með eitt- hvað á takteinunum. Ég svaraði spurningunni um guð svona: Ég skal segja ykkur það að ég trúi á það góða í heiminum og það góða í okkur sjálfum. Við eigum að nota það góða til að bæta heiminn. Þá verður betra að lifa. Það eru ekki allir sammála um þetta. Það eru alls kyns trúarbrögð í heiminum, þau heita ólíkum nöfnum. Sem ég veit lítið um. En mér er sama hvað þau heita eða hvar í heiminum þau eru ef það er kærleikurinn sem er undirstaða. Þá finnst mér ekki koma mér við hvað þau heita. Ég get alveg staðið við þetta svar.“ kristjana@frettabladid.is Hér má sjá eina eyjuna sem nemendur Herdísar gerðu í kennslustundum hjá henni. Fréttablaðið/anton brink í þessum Heimi fann ég fÓlkið mitt. þetta var fyrsti vísirinn að því að ég fÓr að Hugsa um það að koma kannski út úr skáPnum. ↣ Af hverju færðu þér ekki almennilega vinnu? „Við vorum að læra um sam- göngur og hvernig við förum í skólann. Ég sagði börnunum að ég tæki strætisvagn í vinnuna. Þá spurði eitt barnanna: „Hvar vinnur þú Herdís?“ Ég svaraði með nokkru stolti: „Ég vinn hér í skólanum við að kenna ykkur.“„Færðu peninga fyrir það?“ spurði barnið forviða og hin störðu á mig vantrúuð þegar ég játaði því. Þá sagði einn: „Því færðu þér ekki heldur alvöru vinnu eins og til dæmis í Sam- vinnutryggingum!““ 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r36 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -C 5 7 4 1 F 7 5 -C 4 3 8 1 F 7 5 -C 2 F C 1 F 7 5 -C 1 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.