Fréttablaðið - 14.04.2018, Qupperneq 51
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Samiðn, Byggiðn, FIT og Grafíu leitar að ráðgjafa í 100% starf með
starfsstöð hjá Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í Reykjavík. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt
tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.
Helstu verkefni
• Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
• Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
• Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
• Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði
• Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar,
iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
• Góð þekking á vinnumarkaði
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum samkvæmt samningi við VIRK.
Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með
árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum
ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í
rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.
Nánari upplýsingar um félögin er að finna á samidn.is,
byggidn.is, fit.is og grafia.is og um VIRK á www.virk.is.
Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2018.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfis-
bundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur starfsins.
Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar
SÉRFRÆÐINGUR
Í NETLAUSNUM
Við leitum að framsæknum og ábyrgðarfullum sérfræðingi til að sinna
ráðgjafar- og hönnunarverkefnum ásamt flóknari rekstrarmálum fyrir stærstu
viðskiptavini okkar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Örn Kærnested, forstöðumaður,
bjarni.kaernested@origo.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl.
Sótt er um starfið á vefnum okkar, www.origo.is/atvinna.
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði er kostur
• Reynsla af rekstri búnaðar frá Juniper/Cisco/Fortinet/
Lenovo er kostur
• Yfirgripsmikil þekking á MPLS, IP, BGP, OSPF, IS-IS, Layer
2 og Layer 3 samskiptum
• Tveggja ára reynsla af netrekstri er skilyrði
• Góð færni í mannlegum samskiptum
Á vefnum má einnig finna fleiri spennandi laus störf, þar á meðal sérfræðingur í þjálfun
mannauðs, kerfisstjóri, þjónustufulltrúi og hugbúnaðarsérfræðingur.
Origo er framsækið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem varð til við sameiningu Nýherja, Applicon og TM Software.
Hjá Origo starfa hátt í 450 sérfræðingar sem nýta hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina.
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
7
5
-C
A
6
4
1
F
7
5
-C
9
2
8
1
F
7
5
-C
7
E
C
1
F
7
5
-C
6
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K