Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 61
Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullu og áhugasömu starfsfólki Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is Sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í vísitöludeild. Deildin sér um útreikning verðvísitalna, úrvinnslu útgjaldarannsóknar og alþjóðlegan verðsamanburð. Starfið felur í sér vinnu við mælingu og útreikning verðvísitalna og annarrar verðtölfræði. Þar má nefna vísitölu byggingarkostnaðar, vísitölu framleiðsluverðs og vísitölu neysluverðs. Starfið felur að auki í sér samskipti við gagnaveitendur, meðhöndlun stórra gagnasafna, framleiðsluferla, þjónustu við notendur og kynningu á aðferðafræði. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og fela í sér mikil samskipti við innlenda og erlenda aðila. HÆFNISKRÖFUR • Háskólapróf í verkfræði, stærðfræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun sem veitir sterkan grunn í greiningu. Framhaldsmenntun er kostur. • Þekking á vísitölufræðum er kostur • Þekking á vinnslu gagnagrunna (t.d. SQL) • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu • Forritunarkunnátta er kostur • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og agi Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Arnar Þórðarson í síma 5281000. Gagnagrunnssérfræðingur (e. data engineer) Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi til að taka þátt í uppbyggingu gagnainnviða og gagnamiðlunar stofnunarinnar, Gagnagrunnssérfræðingur mun sinna hönnun og þróun gagnagrunna ásamt úrvinnslu- og miðlunarferlum miðað við ytri og innri þarfir notenda. Að auki felst í starfinu almenn hugbúnaðarþróun meðal annars til að auka sjálfvirkni ýmissa keyrslna ásamt rekstri gagnagrunnsþjóna. HÆFNISKRÖFUR • Geta til að sökkva sér í og leysa upplýsingatæknivandamál • Þekking og reynsla af almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun • Þekking og reynsla af notkun og rekstri mismunandi gagnagrunnslausna • Þekking á gæðaferlum í innlestrarferlum og gagnagrunnsvinnslu er æskileg • Þekking á tæknilegri högun almennra gagnagrunnskerfa er æskileg • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa er æskileg • Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg • Þekking og reynsla af vélrænu gagnanámi (e. machine learning) er mikill kostur • Þekking og reynsla af rekstri netþjóna er kostur • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Viðmótsforritari (e. frontend developer) Starfið felst í þróun og viðhaldi notendaviðmóts í veflausnum Hagstofu Íslands. Starfsmaðurinn mun sinna hönnun notendaupplifunar (e. user experience) og notenda- viðmóta (e. user interface) ásamt framendaforritun (e. frontend development) og gag- naframsetningu. Notendaviðmótin einskorðast nær eingöngu við veflausnir. HÆFNISKRÖFUR • Geta til að sökkva sér í og leysa upplýsingatæknivandamál • Þekking og reynsla af gagnvirknis- og viðmiðmótshönnun • Þekking á vefstöðlum • Þekking og reynsla af almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun • Þekking og reynsla af vafraforritunarmálum, þ.m.t. umbreytt mál (e. transpiled) • Þekking og reynsla af mælingum á hegðun vefnotenda er æskileg • Þekking og reynsla af upplýsingahögun og –hönnun, sér í lagi efnisuppbyggingu og framsetningarreglum er æskileg • Þekking og reynsla af gagnaframsetningu er æskileg • Þekking og reynsla á svargæfri vefhönnun (e. responsive web design) er æskileg • Þekking og reynsla af smíðispípum (e. build pipelines) fyrir framendavirkni og bestun fyrir vefi (e. web performance) er æskileg • Háskólapróf í tölvunarfræði, grafískri hönnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Með umsóknum skal fylgja dæmi um viðmótshönnun sem umsækjandi útfærði (ekki er gerður greinarmunur á raunverulegu dæmi í notkun eða tilbúningi). Kerfisstjóri Hagstofa Íslands leitar eftir kerfisstjóra til starfa. Starfið felst í teymisvinnu við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu á tölvuumhverfi Hagstofunnar. Kerfisstjóri mun sinna rekstri útstöðva og þjónustu við starfsmenn auk þess að koma að rekstri netþjóna og fjölbreyttra kerfislausna sem eru nauðsynlegar daglegum rekstri Hagstofunnar. Starfið krefst þess að sá sem því sinnir hafi að bera vilja til að læra á nýjar lausnir og aðferðir og kynna sér í dýpt eldri lausnir. Að auki er mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hóp og eigi auðvelt með að starfa með öðrum. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR • Þekking og reynsla af rekstri vélbúnaðar fyrir útstöðvar • Reynsla af rekstri tölvukerfa í sýndarumhverfi er æskileg • Þekking og reynsla af uppsetningu og rekstri GNU/Linux og Microsoft Windows stýrikerfa er æskileg • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa og viðeigandi fyrirbyggjandi aðferðum • Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg • Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun er kostur • Skipulögð og öguð vinnubrögð • Þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni • Hreint sakavottorð Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2018 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Nánari upplýsingar um störfin veitir Helga Hauksdóttir í síma 528-1000. RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 www.radum.is • radum@radum.is Við ráðum Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar sniðnar að þörfum viðskiptavinarins. ATVINNUAUGLÝSINGAR 17 L AU G A R DAG U R 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 5 -C F 5 4 1 F 7 5 -C E 1 8 1 F 7 5 -C C D C 1 F 7 5 -C B A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.