Fréttablaðið - 14.04.2018, Side 89
Það verður húllað
stuð og leikir með
Húlladúllunni í Bóka-
safni Kópavogs í dag.
Í apríl eru valin vítamín og bætiefni frá Solaray á afslætti í Lyfju.
Solaray framleiðir hágæða bætiefni sem hjálpa þér að undirbúa
sumarið. Vörurnar innihalda einungis náttúruleg hráefni sem
tryggir þér hreina orku og áhrifaríka virkni.
Finndu þinn sólargeisla í verslunum Lyfju og á lyfja.is
lya.is
Vertu klár fyrir sumarið
Afsláttur
af völdum
bætiefnum
fyrir liðina,
húðina og
taugarnar
30%
afsláttur
25%
afsláttur
Vorið er komið og þá er fátt skemmtilegra en að leika sér utanhúss með húllahring
og sveifla mjöðmunum í takt við
lífsfjörið. Þetta veit Húlladúllan
sem elskar að húlla og gerir frábæra
húllahringi.
Húlladúllan ætlar að mæta með
alla húllahringina sína í Bókasafn
Kópavogs í dag og sýnir þar flott
húllaatriði þar sem hún húllar á
öllum öngum. Á eftir býður Húlla-
dúllan áhorfendum í sérstaka
húllasmiðju þar sem hún kennir
skemmtileg húllatrix og leiki.
Húlladúllan verður í Bóka-
safni Kópavogs í Hamraborg 6 frá
klukkan 13 til 14 í dag, laugardag.
Viðburðurinn er liður í fjölskyldu-
stundum Menningarhúsanna í
Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og
allir hjartanlega velkomnir.
Húllað mót vori
Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands, mun flytja fyrirlesturinn „Þrumu-
guðinn Thor og þýskir nasistar“ í
dag klukkan 14. 30 í Síðumúla 15.
Fyrirlesturinn er haldinn af
Ásatrúarfélaginu og eru allir vel-
komnir.
„Höfuðviðfangsefni fyrirlestrar-
ins verður röð myndasagna eftir
Wright Lincoln (sem er líklega dul-
nefni) um Þór (Thor) í tímaritinu
Weird Comics árið 1940.
Útgefandi var fyrirtækið Fox
Feature Syndicate en meðal ann-
arra sem þar störfuðu voru Jack
Kirby og Joe Simon. Báðir áttu
þeir eftir að skapa myndasögu um
þrumuguðinn norræna og verða
þær bornar saman við mynda-
sögur Lincolns.“
Jón Karl er menntaður í bók-
menntafræði og íslensku frá
Háskóla Íslands og doktor í saman-
burðarbókmenntum frá University
of Massachusetts.
Helstu viðfangsefni í rann-
sóknum Jóns Karls hafa verið
endurritanir íslenskra fornrita,
menningarlegir þjóðardýrlingar
Evrópu, íslenskar sögusagnir og
einsögur byggðar á persónulegum
heimildum.
Þór þrumuguð
og nasistar
Húmor verður í brennidepli á Hólmavík í dag en þar fer fram stórmagnað húmors-
þing. Þeir sem hafa áhuga ættu
ekki að láta þennan viðburð fram
hjá sér fara en allir eru velkomnir.
Dagskráin hefst kl. 16.30 og saman-
stendur af fyrirlestrum, fróðleik
og fjöri og má búast við fjörugum
umræðum um húmor. Haldnar
verða málstofur og þjóðfræði-
legir fyrirlestrar þar sem meðal
annars verður fjallað um fróðleik
og húmorsfræði, uppistand sem
einhliða samtal og skemmtikrafta
eða aðhlátursefni – framkomu
við förufólk í gamla sveitasam-
félaginu. Snæddur verður kvöld-
verður á Café Riis og að honum
loknum verður skemmtun með
gamansömu húmorsívafi, svo sem
PubQuiz, tónlist og uppistand.
Herlegheitunum lýkur með dansi
fram á nótt. Húmorsþingið er m.a.
á vegum Rannsóknaseturs HÍ á
Ströndum, Félags þjóðfræðinga á
Íslandi og Þjóðbrókar, félags þjóð-
fræðinema við HÍ.
Húmorsþing á
Hólmavík
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 13 L AU G A R DAG U R 1 4 . a p r í l 2 0 1 8
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
5
-E
C
F
4
1
F
7
5
-E
B
B
8
1
F
7
5
-E
A
7
C
1
F
7
5
-E
9
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K