Fréttablaðið - 14.04.2018, Side 89

Fréttablaðið - 14.04.2018, Side 89
Það verður húllað stuð og leikir með Húlladúllunni í Bóka- safni Kópavogs í dag. Í apríl eru valin vítamín og bætiefni frá Solaray á afslætti í Lyfju. Solaray framleiðir hágæða bætiefni sem hjálpa þér að undirbúa sumarið. Vörurnar innihalda einungis náttúruleg hráefni sem tryggir þér hreina orku og áhrifaríka virkni. Finndu þinn sólargeisla í verslunum Lyfju og á lyfja.is lya.is Vertu klár fyrir sumarið Afsláttur af völdum bætiefnum fyrir liðina, húðina og taugarnar 30% afsláttur 25% afsláttur Vorið er komið og þá er fátt skemmtilegra en að leika sér utanhúss með húllahring og sveifla mjöðmunum í takt við lífsfjörið. Þetta veit Húlladúllan sem elskar að húlla og gerir frábæra húllahringi. Húlladúllan ætlar að mæta með alla húllahringina sína í Bókasafn Kópavogs í dag og sýnir þar flott húllaatriði þar sem hún húllar á öllum öngum. Á eftir býður Húlla- dúllan áhorfendum í sérstaka húllasmiðju þar sem hún kennir skemmtileg húllatrix og leiki. Húlladúllan verður í Bóka- safni Kópavogs í Hamraborg 6 frá klukkan 13 til 14 í dag, laugardag. Viðburðurinn er liður í fjölskyldu- stundum Menningarhúsanna í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Húllað mót vori Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands, mun flytja fyrirlesturinn „Þrumu- guðinn Thor og þýskir nasistar“ í dag klukkan 14. 30 í Síðumúla 15. Fyrirlesturinn er haldinn af Ásatrúarfélaginu og eru allir vel- komnir. „Höfuðviðfangsefni fyrirlestrar- ins verður röð myndasagna eftir Wright Lincoln (sem er líklega dul- nefni) um Þór (Thor) í tímaritinu Weird Comics árið 1940. Útgefandi var fyrirtækið Fox Feature Syndicate en meðal ann- arra sem þar störfuðu voru Jack Kirby og Joe Simon. Báðir áttu þeir eftir að skapa myndasögu um þrumuguðinn norræna og verða þær bornar saman við mynda- sögur Lincolns.“ Jón Karl er menntaður í bók- menntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands og doktor í saman- burðarbókmenntum frá University of Massachusetts. Helstu viðfangsefni í rann- sóknum Jóns Karls hafa verið endurritanir íslenskra fornrita, menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu, íslenskar sögusagnir og einsögur byggðar á persónulegum heimildum. Þór þrumuguð og nasistar Húmor verður í brennidepli á Hólmavík í dag en þar fer fram stórmagnað húmors- þing. Þeir sem hafa áhuga ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara en allir eru velkomnir. Dagskráin hefst kl. 16.30 og saman- stendur af fyrirlestrum, fróðleik og fjöri og má búast við fjörugum umræðum um húmor. Haldnar verða málstofur og þjóðfræði- legir fyrirlestrar þar sem meðal annars verður fjallað um fróðleik og húmorsfræði, uppistand sem einhliða samtal og skemmtikrafta eða aðhlátursefni – framkomu við förufólk í gamla sveitasam- félaginu. Snæddur verður kvöld- verður á Café Riis og að honum loknum verður skemmtun með gamansömu húmorsívafi, svo sem PubQuiz, tónlist og uppistand. Herlegheitunum lýkur með dansi fram á nótt. Húmorsþingið er m.a. á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar, félags þjóð- fræðinema við HÍ. Húmorsþing á Hólmavík FÓLK KYNNINGARBLAÐ 13 L AU G A R DAG U R 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -E C F 4 1 F 7 5 -E B B 8 1 F 7 5 -E A 7 C 1 F 7 5 -E 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.