Fréttablaðið - 05.05.2018, Qupperneq 2
Veður
Í dag gefur suðvestanáttin aðeins
eftir frá því sem hún var í gær, en
þó verður víða strekkingsvindur.
Áfram má búast við snjóéljum og
fremur köldu veðri, en norðaustan-
og austanlands verður sólskin og
þokkalegar hitatölur yfir daginn.
SJÁ SÍÐU 52
Keisaraveldi hins illa sagði sís á Laugavegi
The 501st Legion eru alþjóðleg samtök Star Wars-aðdáenda sem spóka sig í nákvæmum eftirlíkingum búninga illmenna í myndunum og láta gott af
sér leiða. Þeim rann blóðið til skyldunnar á Star Wars-deginum í gær og herjuðu á Laugaveginn vegfarendum til ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
NÁTTÚRA „Það gæti komið eitthvert
bakslag í viðkvæman gróður en ég
held að þetta verði ekki varanlegt,“
segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkju-
stjóri hjá Kirkjugörðum Reykja-
víkur.
Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu
á vestanverðu landinu telur Kári að
gróður sleppi að mestu leyti vel.
„Það hefði verið mikið verra ef við
hefðum fengið norðanátt. Af því að
þá hefðum við fengið miklu meiri
kulda með sól,“ segir Kári. Það séu
fyrst og fremst runnategundir sem
laufgist snemma sem gætu skaðast.
Nefnir hann blátoppinn, runnateg-
und sem oft laufgast snemma og er
oft komin af stað um miðjan apríl.
Kári segir að það sé allt í lagi að
halda sínu striki í vorverkunum
þrátt fyrir óveðrið.
„Ef klakinn er farinn úr jarðveg-
inum, þá er allt í lagi að byrja að
planta. Það er í rauninni betra en að
draga það fram í miðjan júní þegar
jarðvegurinn er farinn að þorna.
Þá eiga plönturnar erfiðara með að
koma sér af stað,“ segir Kári.
Teitur Arason, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir að suð-
vestanáttin hafi náð hámarki í gær.
„Það má segja að þetta séu leif-
arnar af vetrinum að sækja á okkur.
Þetta er kalt loft, ættað frá heim-
skautasvæðum Kanada, sem fer
stundum á flakk og það veldur
órólegu veðri þar sem það kemur
niður,“ segir Teitur.
„Þetta er það kalt loft að þegar
það fer yfir sjóinn vestan við landið,
þá drekkur það í sig raka úr sjónum
og myndar éljaklakkana og það
steypist snjór yfir vestanvert land-
ið,“ bætir Teitur við. Á milli skín
svo sólin, sem er orðin það sterk í
maí að hún nær að hita yfirborðið
á milli élja.
Teitur segir að suðvestanáttin
verði áfram hvöss yfir helgina með
svipuðu veðurlagi.
„En það er miklu betra veður
austan við Tröllaskaga og fyrir norð-
austan og á Austurlandi er þurrt og
bjart veður,“ bætir Teitur við.
Búist er við að eftir helgi skipti
veðrið um gír og verði mildara og
blautara. Þetta er mjög ódæmigerð
staða að sögn Teits. Algengara sé að
kuldinn sæki að landsmönnum úr
norðri á þessum árstíma.
„Síðan er næsta vika ekki heldur
alveg venjuleg fyrir það hvað hún er
vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurr-
asti árstíminn,“ segir Teitur.
jonhakon@frettabladid.is
Vætutíð leysir af kulda
sem gæti ógnað gróðri
Viðkvæmasti gróðurinn gæti skaðast í kuldakastinu sem íbúar á vestanverðu
landinu finna fyrir. Búast má við að kalt verði fram yfir helgi. Veðurfræðingur
spáir því að eftir helgina verði síðan óvenju mikil vætutíð miðað við árstíma.
Kirkjugarðar Reykjavíkur eru á meðal fallegustu skrúðgarða landsins, enda
vaskur hópur manna sem starfar þar. Miðað við veðurspána fram undan gætu
þeir þurft að bregða sér í regngalla næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ef klakinn er farinn
úr jarðveginum, þá
er allt í lagi að byrja að
planta. Það er í rauninni
betra en að draga það fram í
miðjan júní.
Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Suður-
lands framlengdi í gær gæsluvarð-
hald yfir manni á sjötugsaldri,
ábúandanum á Gýgjarhóli II í Bisk-
upstungum, sem grunaður er um að
hafa orðið 65 ára gömlum bróður
sínum að bana í lok mars.
Gæsluvarðhald sem maðurinn
var áður settur í hefði runnið út á
mánudaginn en nýja varðhaldið
er til fjögurra vikna og rennur út
4. júní. „Rannsókn málsins miðar
vel og standa vonir til þess að unnt
verði að afgreiða það fullrannsakað
til héraðssaksóknara í maí,“ segir í
tilkynningu um málið frá lögregl-
unni á Suðurlandi. – gar
Áfram í haldi
eftir lát bróður
Sá grunaði ber við
minnisleysi vegna ölvunar.
Þriðji bróðirinn var sofandi
í herbergi á bænum.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjaness
úrskurðaði Sindra Þór Stefánsson í
eins mánaðar farbann í gær. Sindri
er grunaður um aðild að þjófnaði
á 600 Bitcoin-tölvum úr þremur
gagnaverum en engin ákæra hefur
verið gefin út á hendur honum.
Sindri lýsti á Facebook furðu sinni
á því að þrír lögreglumenn hefðu
verið sendir til Amsterdam til að
sækja hann og flytja heim. „Kom svo
fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem
mér var sleppt út en með farbanni.
Til hvers var eiginlega verið að aug-
lýsa eftir mér?“
Þorgils Þorgilsson, verjandi
Sindra, segir skiljanlegt að Sindra
finnist óeðlilegt að lýst hafi verið
eftir honum og hann sagður stroku-
fangi.
„Maðurinn lýsir yfir sakleysi sínu
þannig að það er eðlilegt að hann sé
ósáttur við að vera dæmdur í gæslu-
varðhald í tólf vikur. Svo fer hann
úr fangelsi þegar honum er sagt að
hann sé frjáls ferða sinna,“ segir Þor-
gils.
Þá segir Þorgils rannsóknina
hafa tekið duglegan tíma. Það sé
hins vegar erfitt fyrir hann að meta
hvort sá tími hafi verið of langur í
ljósi umfangs málsins.
„En jú, mér finnst vera liðinn
mjög langur tími. Margir mánuðir.
Hvort þetta er óeðlilega langur tími
er allt annar handleggur.“ – þea
Eðlilega ósáttur
segir verjandinn
Sindri Þór Stefánsson í Héraðsdómi
Reykjaness í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
5 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
B
2
-3
6
5
8
1
F
B
2
-3
5
1
C
1
F
B
2
-3
3
E
0
1
F
B
2
-3
2
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K