Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2018, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 05.05.2018, Qupperneq 29
MENNINGARNOTT.IS Menningarnótt verður haldin þann 18. ágúst næstkomandi og við auglýsum því eftir áhugasömum og frumlegum hugmyndasmiðum til þess að fylla inn í viðburðalandslagið. Styrkjum á bilinu 100.000–500.000 kr. verður úthlutað til einstaklinga og hópa úr Menningarnæturpotti Lands- bankans. Hægt er að sækja um á menningarnott.is til 24. maí. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, kirkjum og kaffihúsum, versl- unum og fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Menningarnæturpottur er samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar og Landsbankans, sem hefur verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi. Allur fjárstuðningur bankans rennur til verkefna sem unnin eru á Menningarnótt. BJÓÐUM GÓÐA MENNINGARNÓTT LUMAR ÞÚ Á HUGMYND FYRIR MENNINGARNÓTT? Nánari upplýsingar veita viðburðastjórar Reykjavíkurborgar í síma 411 6010 og á menningarnott@reykjavik.is. ég sagði það ekki inni í mynd­ inni, sturlaðist hann gjörsamlega. Hann bjó með þremur öðrum leik­ mönnum úr liði ÍA og þegar hann heyrði að þeir væru að koma inn í íbúðina dró hann mig á hárinu inn í herbergið sitt. Ég reyndi að berjast á móti, en hann var ein­ faldlega sterkari. Hann henti mér upp í rúm og byrjaði að berja mig. Strákarnir heyrðu hrópin í mér, en voru of hræddir til að koma inn. Ég komst að því eftir á að þeir hringdu í þjálfara liðsins frammi á gangi. Á þeim fimm mínútum sem liðu þar til þjálfarinn kom á staðinn náði Mark næstum því að drepa mig. Hann festi hendurnar á mér og var kominn það langt í að kyrkja mig að ég var öll orðin blá í framan og hár­ æðarnar á hálsinum slitnuðu niður að brjóstum. Ég man að það sem ég hugsaði var: ,,Ég trúi ekki að ég sé að fara að deyja á þennan hátt!“ Ég fór að hugsa um foreldra mína og fjölskyldu og hélt bara að ég væri að deyja. Það síðasta sem ég man áður en þjálfarinn kom loks á stað­ inn var að hann skallaði mig í and­ litið, þannig að báðar varir mínar sprungu illa.“ Þjálfari ÍA kom þegar þarna var komið sögu inn í herbergið og náði að koma Guðrúnu Dögg út úr her­ berginu og koma henni við illan leik heim til sín. Hún hafði þegar í stað samband við lögreglu og kærði í kjölfarið Mark Doninger fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir. ,,Ég kærði hann fyrir árásirnar sem höfðu átt sér stað fyrir framan annað fólk, en gat auðvitað ekki kært hann fyrir öll skiptin sem hann réðst á mig þegar við vorum tvö ein, þar sem vitni skorti.“ Mark hafði þegar fengið annan dóm fyrir alvarlega líkamsárás á karlmann þegar þarna var komið sögu. Samt tók átta mánuði að fá dóm í málinu og þar sem Guðrún gat ekki fengið nálgunarbann á Mark átti hún þann kost einan að flýja land. „Hann hélt áfram að standa fyrir utan íbúðina mína á kvöldin, aftur og aftur, þannig að ég sá bara eina lausn. Að flýja land. Ég flutti til Kan­ ada og þaðan til London og fékk sem betur fer verkefni þar á meðan ég beið eftir að dómurinn félli.“ Þegar dómur loksins féll þótti hafið yfir allan vafa að Mark hefði gerst sekur um umrædd brot, enda fleiri en eitt vitni í báðum tilvikum. Hann var dæmdur í 45 daga skil­ orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands, en ákvað engu að síður að áfrýja dómnum. Hæstiréttur þyngdi dóminn upp í átta mánuði, en engu að síður var dómurinn enn skilorðsbundinn og Mark gekk því um sem frjáls maður. Í heil fjögur ár eftir þetta hélt hann áfram að reyna að ná til Guðrúnar. Samkvæmt öruggum heimildum höfundar reyndi Mark að komast á reynslu hjá íslensku knattspyrnu­ félagi fyrr á þessu ári í gegnum umboðsmann sinn. Félagið tók ekki við honum, en Guðrún er enn ekki laus við hræðsluna um að Mark komi aftur til landsins. Ósátt við knattspyrnudeild ÍA Það sem situr enn í Guðrúnu er hvernig knattspyrnudeild ÍA stóð að málinu. Á meðan á málaferlunum stóð studdi félagið við bakið á Mark allan tímann, jafnvel þó að þjálfari liðsins hafi komið að honum að reyna að drepa hana. „Ég skil enn þann dag í dag ekki hvernig þeim tókst að taka svona á þessu máli. Íþróttafélag sem borgar manni laun fyrir að vera íþrótta­ maður og fyrirmynd getur ekki látið eins og ekkert sé þegar vitað er að hann er að berja kærustuna sína í spað. Ég hafði samband við félagið og grátbað þá um að segja upp samningnum við hann þann­ ig að hann færi frá Akranesi eftir að hann hafði reynt að drepa mig og hélt áfram að mæta fyrir utan heimilið mitt, en allt kom fyrir ekki. Mér var tjáð að málið snerist um peninga og væri auk þess einka­ mál leikmannsins. Það var ekki fyrr en þremur árum síðar að ég loks fékk bréf frá félaginu, þar sem ég var beðin afsökunar á því hve illa var staðið að málinu. Það var mjög fallegt, en kom frá nýjum aðilum í stjórn ÍA og ekki fyrr en einn helsti styrktaraðili liðsins sagðist vera að íhuga að hætta stuðningi við liðið vegna málsins. Þeir sem voru við stjórnvölinn á meðan á ofbeldinu stóð hafa enn ekki beðist afsökun­ ar. Eftir að þetta hafði gerst tók svo annað íslenskt félag, Stjarnan, við Mark Doninger, þrátt fyrir að þeim hlyti að hafa verið kunnugt um hvað hann hafði gert. Ég á enn reglulega erfitt með að skilja það líka.“ Það hefur tekið Guðrúnu sex löng ár að komast aftur á beinu brautina, hægt og rólega. Bjart fram undan eftir margra ára uppbyggingu „Ég var í raun algjör brunarúst eftir allt þetta ferli. Ég var komin með alvarlegt þunglyndi, ofsakvíða, félagsfælni og alvarlega áfallastreitu. Þurfti að fara á lyf við kvíða og var stanslaust hrædd. Hver einasti dagur hjá mér í nokkur ár markaðist í raun af mikilli hræðslu. En ég hef í sex ár eftir þetta verið í stanslausri vinnu með sjálfa mig. Ég hef gengið til sál­ fræðings, geðlæknis, farið í Kvenna­ athvarfið, EMDR­meðferð og fleira. Þetta hefur verið langt og erfitt ferli, en ég er fyrst núna að komast í gott jafnvægi á nýjan leik. Ég get ekki lagt næga áherslu á það hvað Kvenna­ athvarfið hjálpaði mér gríðarlega í þeirri vinnu að átta mig á að ég ætti ekki sök á því sem gerðist. Mér líður í raun eins og ég hafi verið að berjast við að halda lífi í fimm ár eftir þetta og það er fyrst núna á sjötta árinu sem ég er í alvöru að koma til baka og finna sjálfa mig upp á nýtt.“ Þegar ég spyr Guðrúnu af hverju hún hafi ákveðið að stíga fram og segja frá þessu núna stendur ekki á svörum. „Mig hefur mjög lengi langað til að segja frá þessu, en það er fyrst núna sem ég treysti mér til þess. Mér leið í mörg ár illa og fannst ég óvelkomin, vegna þess að ég kom alltaf að lokuðum dyrum hjá knatt­ spyrnufélaginu, þegar ég og fjöl­ skylda mín reyndum aftur og aftur að fá aðstoð vegna síendurtekins ofbeldis. Ég átti erfitt með að fara út úr húsi á Akranesi í nærri sex ár vegna þessa. Mér leið eins og sökin væri mín en ekki hans, sem er í raun það sem ofbeldissambönd ganga oft út á. Ég man enn að ég fékk miklar hamingjuóskir frá fjölskyldunni þegar ég gat í fyrsta skipti farið í Krónuna á Akranesi. Ég hef oft keyrt alla leið til Reykjavíkur bara til að fara í búð. Þannig að ég hef ein­ faldlega ekki verið í ástandi til að treysta mér í viðtal eins og þetta fyrr en núna. Maður getur átt von á alls kyns hlutum þegar maður opnar sig eins og ég er að gera í þessu viðtali og þá verður maður að vera kominn í gott jafnvægi.“ ↣ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 5 . M A Í 2 0 1 8 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 2 -5 3 F 8 1 F B 2 -5 2 B C 1 F B 2 -5 1 8 0 1 F B 2 -5 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.