Fréttablaðið - 05.05.2018, Page 37

Fréttablaðið - 05.05.2018, Page 37
Það hefur lengi verið í tísku að vera sólbrúnn. Notkun ljósa-bekkja var mjög algeng hér á landi um síðustu aldamót en þá fór að bera á aukinni tíðni sortuæxlis, sérstaklega hjá ungum konum. Sem betur fer hefur sú tíðni lækkað aftur undanfarin tíu ár samfara minnk- andi ljósabekkjanotkun. „Vísinda- legar rannsóknir sýna ótvírætt að það þarf að fara varlega í sólinni og að notkun sólarvarna minnkar líkur á húðkrabbameini. Það hafa aftur á móti ýmsar getgátur skotið upp kollinum varðandi sólarvarnir síðastliðin ár. Það getur því verið mjög ruglandi og erfitt að átta sig á því hvað er rétt og hvað er rangt,“ segir Jenna Huld Eysteinsdótt- ir húðlæknir. Hún fær margar spurningar um sólarvarnir frá sjúklingum sínum sem hún svarar hér. Ef ég smyr á mig sólarvörn get ég þá verið í sólinni allan daginn? „Það er rangt. Sólarvarnir eru góðar en þær eru alls ekki fullkomnar. Það á að nota þær sem viðbót við sólhlífar, klæðnað, sólhatt eða derhúfu. Margir trúa því að það sé óhætt að liggja í sólinni ef þeir bera á sig reglulega sólarvörn. Það er alls ekki rétt og mikil- vægt að gæta hófs í sólinni eins og í svo mörgu öðru. Reynið að forðast sólina yfir miðjan daginn þegar hún er sem sterkust og verið í skugga. Mikilvægt er að smyrja sólar- vörn á svæði sem þú getur ekki dulið með klæðnaði, eins og andlit og handarbök.“ Því hærri SPF þáttur, því betri sólarvörn? „Rétt að vissu leyti. Það er ekki svo mikill munur á SPF 30 og 50 sólarvörn ef hún er borin á í þykku lagi. Þá verndar sólarvörn með SPF 30 um 96-97% gegn geislum sólarinnar á meðan sólarvörn með SPF 50 verndar um 98%. Rann- sóknir hafa aftur á móti sýnt að það er bara um fjórðungur sem notar þykkt lag eins og á að gera og að flestir smyrja alltof þunnt á sig. Þá er stór munur á því að bera á sig sólarvörn með SPF 30 eða SPF 50, þar sem 50 verndar mun betur. Ég mæli alltaf með notkun á sólarvörn með SPF 50 eða hærri, aldrei lægri en SPF 30.“ Það er nóg að nota meik eða farða í andlitið sem sólarvörn. „Rangt. Þó að farði innihaldi yfirleitt einhverja sólarvörn þá er hún yfirleitt ekki nægjanleg. Mjög algengt er að farðinn sé ekki notað- ur í því magni sem þarf til að vernda gegn sólinni eða þá ekki dreift nógu jafnt yfir andlitið. Ég mæli því með að nota sólarvörn undir farða ef þú ætlar að vera í mikilli sól. Farði með sólarvörn getur verið nægjanlegur á vorin en ekki þegar sólin er sem sterkust yfir sumarmánuðina.“ Sólarvörn er krabbameins- valdandi. „Þetta hefur verið hvimleið mýta undanfarin ár og skapað hræðslu og vantrú hjá fólki. Það eru engar vís- indalegar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að innihaldsefnin í sólar- vörnum séu krabbameinsvaldandi. Vísindalegar rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á ótvíræð tengsl á milli sólarnotkunar og húð- krabbameina, þ.e.a.s. því meiri sólarnotkun því meiri áhætta á húðkrabbameini á lífsleiðinni.“ Sérstök sólarvörn fyrir andlitið er óþörf. „Það er satt. Það er enginn munur á vörninni gegn sólinni á vanalegri sólarvörn ætlaðri fyrir allan líkamann og sólar- vörn sem er ætluð fyrir andlitið einvörðungu. Vandamálið er að stundum eru þessar vanalegu sólarvarnir of feitar fyrir andlitið, sérstaklega fyrir þá sem eru með rósroða eða tilhneigingu til að fá bólur. Þá mæli ég sérstaklega með sólarvörnum án olíu fyrir andlitið með SPF 50.“ Gefur sólarvarnarkrem betri vörn en sprey? „Það er að vissu leyti satt. Vörnin er í rauninni sú sama ef þær eru með sama SPF-þátt en það er hægt að „svindla“ meira með spreyið. Það er hætta á að það dreifist ójafnara yfir líkamann og því öruggara að nota kremin. Það er samt allt í lagi að nota spreyin ef þau henta betur, til dæmis fyrir þá sem hafa mikil líkamshár.“ Á að nota sólarvörn á lófana og iljar líka? „Já, en margir sleppa því að smyrja sólarvörn á hendur og fætur. Því miður getur húð- krabbamein alveg komið upp þar líka. Húðkrabbamein er algengast í andlitinu eða á handar- bökum, þar sem þetta eru þau svæði sem eru oftast berskjölduð fyrir sólinni. Ef þú ert berfættur í sólbaði þá áttu að sjálfsögðu að bera sólar- vörn á fæturna.“ Ef sólarvörnin sem ég nota þolir vatn þarf ég þá ekki að bera á mig sólarvörn þegar ég kem upp úr sjónum eða sundlauginni? „Það er ekki rétt. Varnir sem eru hannaðar sérstaklega til að þola vatn eru betri en varnir sem eru það ekki. En það á alltaf að smyrja sig aftur eftir að hafa verið í vatni og einnig ef maður hefur svitnað mikið.“ Sólarvarnir ætlaðar börnum eru mildari fyrir húðina. „Það er satt. Það er munur á sólarvörnum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir börn og venju- legum sólarvörnum. Þær eru oftast þykkari og stamari og eru lengur að fara inn í húðina. Það er út af öðruvísi samsetningu í kreminu þar sem innihaldsefnin fara ekki eins fljótt inn í húðina og í venjulegum sólarvörnum. Það á að nota sólar- varnir ætlaðar börnum alveg upp í táningsaldurinn.“ Húðin getur ekki framleitt D-víta- mín ef þú notar sólarvörn. „Það er satt en mikilvægt er að hafa í huga að þú þarft alls ekki langan tíma í sólinni til að fá nægjanlegt D-vítamín yfir daginn. Rannsóknir hafa sýnt að 15 mínútur á dag án sólarvarnar eru nægjan- legar fyrir D-vítamínframleiðslu. Nú í dag vitum við að sólin er ekki bara krabbameinsvaldandi heldur einnig ein af meginorsökum ótímabærrar öldrunar húðarinnar. Það er því mikilvægt að gæta hófs í nærveru sólarinnar til að viðhalda heilbrigði húðarinnar.“ Sólarvarnir minnka líkur á húðkrabbameini Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7% á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um. Vönduð og góð sólarvörn frá Actinica sem læknar mæla með að nota. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Actinica® sólarvörn Ný kynslóð sólarvarnar með UVA og UVB vörn Rakagefandi og með SPF 50+ Er án litarefna og PEG Klínískar rannsóknir hafa staðfest vörn gegn óæskilegum áhrifum sólarinnar1 Hentar fólki í sérstökum áhættuhópum eins og fólki með veiklað ónæmiskerfi, þeim sem hafa fengið húðkrabbamein (annað en sortuæxli) og þeim sem verða fyrir langtíma útsetningu UV geisla Skammtari aðstoðar þig við að nota hæfilegt magn Actinica® fæst í öllum apótekum. Vinsamlegast lesið leiðbeiningar í fylgiseðli fyrir notkun. Dreifingaraðili: Icepharma Lyngháls 13 110 Reykjavík S: 540 8000 Heimild 1: Ulrich C ofl. Prevention of NMSC in OTR, BJD (S3)2009 GAL180401 Apríl2018 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 5 . m A í 2 0 1 8 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 2 -A 7 E 8 1 F B 2 -A 6 A C 1 F B 2 -A 5 7 0 1 F B 2 -A 4 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.