Fréttablaðið - 05.05.2018, Qupperneq 40
Allt í klessu vísar í
hvernig manni
líður sjálfum, það er allt í
klessu í samfélaginu og
allt í klessu í þessum
myndum.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Í kynningu á sýningunni segir meðal annars: augu, eyru, hattur og nef rembast við að fæðast úr
trapisum, sívalningum og afrifum á
meðan skaparinn gerir sitt besta til
að stía þeim í sundur. „Allt í klessu
vísar í hvernig manni líður sjálfum,
það er allt í klessu í samfélaginu
og allt í klessu í þessum myndum,“
segir Guðmundur. „Það er eins
og það sé búið að taka alls konar
element og hræra þeim saman og
gubba á strigann. Og tilfinningin í
þessum frasa, allt í klessu, ég vildi
að sú tilfinning myndi voma yfir
sýningunni.“ Undanfarin ár hefur
Guðmundur unnið mikið með karl-
mennsku og feðraveldið þar sem
myndefnið var gjarnan skeggjaðir
karlar sem uppteknir voru við ýmsa
iðju á borð við körfuknattleik, bjór-
bruggun og skotveiðar en í þessari
sýningu langaði hann að leita á ný
mið. „Ég hafði ansi langan tíma til
að vinna fyrir þessa sýningu en það
gekk svolítið illa að koma sér að
verki, meðal annars vegna þess að
það eru breytingar í stíl og efnis-
tökum hjá mér. Og það var miklu
erfiðara en ég bjóst við að breyta
svona og ég er ekkert alveg laus
undan körlunum.“
Guðmundur hefur getið sér gott
orð í listaheiminum á undanförn-
um árum og haldið fjölda sýninga
bæði hér heima og erlendis, til að
mynda einkasýningar í Aysa Geis-
berg Gallery í New York. Einnig
hefur verið fjallað um sýningar
hans í ýmsum virtum listamiðlum,
innlendum sem erlendum. Það má
því teljast hugrekki að sprengja
þægindarammann með því að leita
á ný mið og snúa baki við feðra-
veldinu og karlmennskunni sem
viðfangsefnum. „Ég veit það ekki.
Mér fannst allt í einu að það væri
ekkert satt lengur að mér væri
mjög umhugað um að fjalla um
samfélagið og feðraveldið og svo
framvegis,“ segir hann. „Karlarnir
voru eiginlega orðnir faratæki fyrir
mig að útbúa myndir og ég var
farinn að búa til það sem fólk bjóst
við af mér. Og orðinn þreyttur og
pirraður á því.“
Sýningin er eins og áður sagði
hluti af sýningaröð Harbinger Við
endimörk alvarleikans þar sem
viðfangsefnið er leikur í víðum
skilningi og þáttur hans og vægi í
sköpunarferlinu. „Harbinger hafði
samband við mig vegna þess að þau
eru með sýningaröð í gangi sem
fjallar um leik og karlarnir sem ég
var að gera pössuðu vel inn í það,“
segir Guðmundur. „En þó karlana
vanti er leikur í framleiðslunni á
myndunum hjá mér, ég er bara að
leika mér með form og liti og það er
leikur í myndunum svo ég passaði
inn í þessa sýningaröð þó ég væri
ekki að gera það sama og undan-
farið.“
Guðmundur er búsettur á Íslandi
en heldur reglulega sýningar í New
York eins og áður sagði og einn-
ig hér heima. „Hverfisgallerí tók
mig að sér og ég var með fyrstu
sýninguna hjá þeim í nóvember í
fyrra. Fram undan er stór sýning í
Hafnarborg í nóvember og ég veit
ekkert hvað ég er að fara að gera
þar en vonandi verður það orðið
skýrara eftir þessa sýningu.“
Sýningin í Harbinger á Freyju-
götu 1 stendur til 19. maí og er opin
frá klukkan 12 til 17.
Allt í klessu hjá Guðmundi
Guðmundur að störfum við uppsetningu sýningarinnar í Harbinger. MYND/SiGtrYGGur Ari
Í Harbinger lista-
galleríi á Freyju-
götu stendur nú
yfir sýningaröðin
Við endimörk
alvarleikans þar
sem viðfangs-
efnið er leikur í
víðum skilningi.
Í dag klukkan
fimm verður opn-
uð sýningin Allt í
klessu á verkum
Guðmundar
Thoroddsen.
Við bjóðum Valgeir velkominn til starfa
hjá okkur. Valgeir Einarsson Mäntylä er
kírópraktor og löggiltur sjúkraþjálfari.
8 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 5 . M A í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
5
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
B
2
-A
7
E
8
1
F
B
2
-A
6
A
C
1
F
B
2
-A
5
7
0
1
F
B
2
-A
4
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K