Fréttablaðið - 05.05.2018, Síða 68
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
MATSVEINN – MATARTÆKNIR
HEILSA OG MATUR
Ertu að vinna í mötuneyti? Viltu auka möguleika þína í starfi?
Þá er þetta nám fyrir þig:
Matsveina-og matartæknanám er fyrir þá sem starfa eða vilja starfa við
matreiðslu og stjórnun í eldhúsum leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaða og
heilbrigðisstofnana. Námið er einnig heppilegt fyrir þá sem starfa á fiski- og
flutningaskipum og í ferðaþjónustu.
INNRITUN STENDUR YFIR Á MENNTAGATT.IS TIL 31. MAÍ.
Menntaskólinn í Kópavogi
Sími: 594 4000
Ragna Sigríður Bjarnadóttir fatahönnuður útskrifaðist með mastersgráðu í fata-
hönnun frá hinum virta danska
listaháskóla KADK á síðasta ári.
Hún hefur verið búsett í Kaup-
mannahöfn undanfarin ár og
starfar nú hjá danska fatamerkinu
Part Two sem aðstoðarhönnuður.
Alþjóðlegi fatahönnunarbransinn
er krefjandi en þrátt fyrir það er
lífið ljúft í Kaupmannahöfn þar
sem hún nýtur lífsins með kærasta
sínum Þráni Halldórssyni og kett-
inum Skeggja.
Það sást snemma hvert hugur
Rögnu stefndi enda segist hún hafa
haft sterkar skoðanir á fötum eins
lengi og hún man eftir sér, bæði
eigin fötum og annarra. „Ég fékk
mjög snemma áhuga á að búa til
föt og gat t.d. staðið fyrir framan
spegil tímunum saman að vefja
sjali utan um mig á mismunandi
hátt. Einnig fannst mér miklu
skemmtilegra að búa til ný föt
fyrir dúkkulísurnar mínar heldur
en að klæða þær í þau sem fylgdu
með þeim. Þessu fylgdi svo sterkur
áhugi á sauma- og prjónaskap og
þegar ég vissi að það væri hægt að
læra fatahönnun og vinna við hana
varð ekki aftur snúið.“
Stefndi alltaf út
Áður en Ragna hélt til Kaup-
mannahafnar útskrifaðist hún frá
Listaháskóla Íslands með BA-gráðu
í fatahönnun. Hún segist alltaf hafa
stefnt á frekara nám og að stækka
sjóndeildarhringinn.
„KADK er mjög virtur á alþjóð-
legum vettvangi og því eru mikil
tækifæri fólgin í því að útskrifast
þaðan. Aðstaðan þar er á allt öðru
plani en ég hafði kynnst áður,
námið var mjög frjálslegt sem
hentaði mér vel því ég veit hvað ég
vil og er góð í að vinna sjálfstætt.
Eftir útskrift vildi ég vinna hér í
Danmörku sem hönnuður og læra
meira um praktísku hliðina og
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í
alvörunni.“
Frá útskrift og þar til Ragna hóf
störf hjá Part Two í lok febrúar
leið tæpt ár sem hún líkir við langa
rússíbanaferð. „Sú ferð byrjaði
í rauninni viku fyrir lokayfir-
ferðina mína en þá var ég stödd í
Mílanó að taka þátt í alþjóðlegri
Engir tveir dagar eru eins
Fatahönnuðurinn Ragna Sigríður Bjarnadóttir hóf nýlega störf hjá danska fatamerkinu Part Two í
Kaupmannahöfn. Eftir annasama vinnudaga nýtur hún lífsins í borginni með kærastanum.
Ragna Sigríður við hönnun sína við opnun útskriftarsýningarinnar í júlí 2017.
Jakki sem Ragna
hannaði og
saumaði fyrir
Pura Utz meðan
hún var í starfs-
námi þar síðasta
haust.
Frá útskriftarsýningu Rögnu í KADK.
fatahönnunarsamkeppni ásamt
ungum hönnuðum alls staðar að
úr heiminum. Bekkurinn minn
stóð síðan fyrir eigin tískusýningu
sem hluta af dönsku tískuvikunni
í ágúst og í kjölfarið var mér boðið
að sýna lokaverkefnið mitt þrisvar
síðasta haust, einu sinni í London
og tvisvar í Kaupmannahöfn.“
Samhliða þessu var Ragna að
fínpússa útskriftarmöppuna sína,
setja upp heimasíðu og sækja um
störf. „Þótt fatabransinn sé stærri
hér í Danmörku en heima er samt
mjög erfitt að fá vinnu því að það
eru svo margir um hituna auk þess
sem störf eru almennt ekki aug-
lýst.“
Seinna um haustið tók við
starfsnám hjá Pura Utz og í upp-
hafi þessa árs hjá Stine Goya þar
sem hún hand- og tölvuteiknaði
munstur sem koma á flíkur í
sumar- og vorlínunni 2019.
Góð samvinna
Starfið hjá Part Two er mjög fjöl-
breytt að hennar sögn og engir
tveir dagar eins. „Part Two er ekki
mjög stórt merki á danskan mæli-
kvarða en samt er hönnunarteym-
ið stærra en hjá nokkru fatamerki
á Íslandi. Vörur okkar eru seldar út
um alla Evrópu, m.a. á Íslandi, og
einnig í Kanada en við framleiðum
sex fatalínur á hverju ári.”
Ragna er í teymi með fjórum
öðrum hönnuðum og einum
munsturhönnuði. „Sem aðstoðar-
hönnuður er ég m.a. að tækni-
teikna flíkur fyrir framleiðslu og
setja upp útskýringaskjöl sem
fylgja með hverjum stíl fyrir sig.
Einnig sé ég um grafíska vinnu fyrir
hvert söluferli, set upp svokallaða
sölubók fyrir hverja línu þar sem
allar upplýsingar um flíkurnar
koma fram og set upp kynn-
ingarpakka með innblæstrinum,
svokallað „moodboard“, litakort
og hvaða fókus við höfðum við
hönnun línunnar.“
Hún segist mjög heppin að vera
á vinnustað þar sem hún fái að
vera með í flestum ákvörðunum.
„Það er mikil samvinna og hug-
myndum er kastað fram og til
baka, t.d. hvaða flík eigi að vera
með hvaða munstri, hvort ermi
eigi að vera stutt eða síð eða hvaða
liti við notum hverju sinni. Þannig
verða engir tveir vinnudagar eins
og ég læri eitthvað nýtt á hverjum
degi. Helsti munurinn á brans-
anum heima og hér úti er sá að í
Danmörku er hann stór hluti af
atvinnulífinu og miklu meiri virð-
ing borin fyrir þessum iðnaði en
heima. Í Danmörku eru líka stærri
fatamerki og mörg þeirra eru búin
að vera til í langan tíma og um leið
með stöðugan kúnnahóp.“
Þægilegt líf
Lífið í Kaupmannahöfn er annars
mjög ljúft. „Bara þessar auka 5-10
hitagráður og það að getað hjólað
um allt gerir mjög mikið fyrir geð-
heilsuna. Ég og kærastinn erum
búin að vera mjög dugleg að nýta
okkur það sem borgin hefur upp
á að bjóða auk þess sem við erum
líka dugleg að fara út fyrir borgina.
Við eigum allra þjóða vini hérna
úr skóla og vinnu og ég á minn
íslenska hóp í kvennakórnum
Dóttur sem ég syng og slúðra með
einu sinni í viku. Þessi helgi fer
annars í matarboð með vinum,
prjónaskap úti á svölum í sólinni,
kaffihúsahangs, flóamarkaði og
mögulega bíóferð.“ Hönnun Rögnu
má skoða á ragnabjarna.com.
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . m A í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
5
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
B
2
-A
7
E
8
1
F
B
2
-A
6
A
C
1
F
B
2
-A
5
7
0
1
F
B
2
-A
4
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K