Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 76

Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 76
Bryggjan Brugg- hús gleður bæði munn, maga og augað með glæsilegum innréttingum og notaleglegu andrúmslofti en þar er líka skemmtilegur ys og þys. Íslendingar halda margir að pilsner sé sérnafn yfir vöru sem þeir kaupa í stórmörkuðum og er allt að því óáfeng, og því hafa íslensk brugghús verið hrædd við að kalla pilsnerinn sínu rétta nafni og notað orðið lager í staðinn,“ segir Elvar Ingimarsson, rekstrar- stjóri Bryggjunnar Brugghúss sem nú teflir fram kraftbjórnum Pilsner fyrir fólk sem drekkur lager. „Pilsner er með réttu ein tegund af lager en á Bryggjunni eru brugg- aðar fleiri en ein tegund af lager. Því kom ekki annað til greina en að nefna pilsnerinn okkar hreinlega Bryggjan Pilsner,“ segir Elvar. Bæheimskur pilsner var fyrst bruggaður árið 1842 og hefur lítið breyst síðan, enda segir Elvar enga ástæðu til. „Okkar útgáfa er auðdrekkanleg en þó aðeins beiskari en aðrir lagerbjórar. Hann er bruggaður með pilsner-malti og humlaður með þýskum og tékkneskum humlum. Bryggjan Pilsner er þegar kominn í reynslusölu í völdum verslunum ÁTVR, eins og sumar- bjórinn Baldur og í næstu viku bætist við Pale Ale,“ upplýsir Elvar um nýja og svalandi ferska sumar- drykki Bryggjunnar. „Baldur er sumarbjór sem er mjög vinsæll meðal kvenþjóðar- innar og nefndur í höfuðið á bar- þjóninum Baldri sem hefur starfað hér frá opnun og hefur gaman af lífinu,“ útskýrir Elvar um Baldur sem er klassískur Hefeweizen og einstakur að bragðgæðum. „Í hann er notað maltað hveiti til hálfs við maltað bygg sem gerir hveiti- bjór öðruvísi en lagerbjór og gefur þennan bananakeim af bjórnum, því gerið myndar sama efni og er í banönum. Afar lítið er af humlum í hveitibjór því hveitibjórar eiga ekki að vera beiskir og því skiptir eiginlega engu máli hvaða humlar eru notaðir.“ Pale Ale er önnur spennandi nýjung úr brugghúsi Bryggjunnar þar sem Argentínumaðurinn og víngerðarmeistarinn Arturo San- toni Russel er yfirbruggari. „Pale Ale er nokkuð léttur,“ segir Elvar, og í hann er notað töluvert af humlum. „Grunnbeiskja er lítil en töluverð ávaxtaangan sem kemur vegna þurrhumlunar. Það er til- valið að bjóða Pale Ale þegar fólk langar að prófa eitthvað nýtt en vill ekki fara út í eitthvað margflókið.“ Dýrðlegt sumar í vændum Það verður dýrðin ein að koma við á Bryggjunni í sumar og gera vel við sig í mat og drykk. „Allar helgar, þegar veður leyfir, verður dýrindis bröns úti á bryggjunni við sæinn þar sem hægt verður að njóta dásamlegs útsýnis til hafs og fjalla, og horfa á borgina, bátaumferð og mannlífið við höfn- ina sem er blómlegt,“ segir Elvar um brönsinn sem hefst klukkan 11. 30 og stendur til 15. Bryggjan er rómuð fyrir sælkera- matseld, gæðabrugg og undurfagra umgjörð. „Í sumar verður líka hægt að tylla sér inn í hádeginu og láta freistast yfir nýjum hádegis- matseðli. Nýir réttir eru meðal annars Laxa rist og Rækju rist með lárperu, en vinsælasti rétturinn í hádeginu er fiskur dagsins sem kemur ferskur af markaði alla daga og kostar aðeins 1.990 krónur. Þá er réttur dagsins aldrei sá sami og kostar 1.790 krónur en öllum aðalréttum fylgir súpa og súrdeigs- brauð,“ segir Elvar. Á Bryggjunni verður sannkölluð veisla þegar Ísland keppir á Heims- meistaramótinu í fótbolta. „Við sýnum alla HM-leiki Íslands á risaskjáum og þar á meðal risa- stóru tjaldi úti á bryggjunni, ef veður leyfir. Búist er við gríðarlegri stemningu og um að gera að mæta snemma því ekki verður hægt að taka frá borð,“ segir Elvar. Á landakorti brugghúsa Bryggjan Brugghús er aðili að Samtökum íslenskra handverks- brugghúsa sem stofnuð voru í febrúar síðastliðnum. Samtökin eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðenda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum, og í samtök- unum er nú 21 handverksbrugghús um land allt. Elvar segir þrjú atriði einkenna handverksbrugghús. „Það er áhersla á gæði, stærð og sjálfstæði. Handverksbrugghús fara ótroðnar slóðir þegar kemur að hráefnum, en hafa gæði fram- leiðslu sinnar ávallt að leiðar- ljósi. Aðilar í samtökunum mega setja merki samtakanna á afurðir sínar og því geta neytendur séð á vörunni að brugghúsið hefur gæði í fyrirrúmi samkvæmt leiðarljósi samtakanna. Merkið auðveldar neytendum líka að velja stuðning við smærri, óháða framleiðendur á Íslandi.“ Von er á landakorti sem sýnir staðsetningu handverksbrugghúsa umhverfis landið. „Með því er hægðarleikur fyrir fólk á ferðalagi að heimsækja handverksbrugghús og leita uppi afurðir þeirra í heimabyggð í öllum fjórðungum landsins; allt frá Ísafirði að Breiðdalsvík og frá Vestmannaeyjum að Húsavík, svo nokkrir staðir séu nefndir.“ Bryggjan Brugghús er á Granda- garði 8. Sími 456 4040. Sjá nánar á bryggjanbrugghus.is Bruggað við bryggjuna Sumarið er sælutíð á Bryggjunni Brugghúsi. Þar verður hægt að borða sælkerabröns úti á bryggjunni, horfa á Íslendinga sparka bolta á HM og sötra ekta svalandi pilsner við sæinn.  Elvar Ingimarsson er rekstrarstjóri á Bryggjunni Brugghúsi. Arturo Santoni Russel er víngerðar- meistari og yfirbruggari á Bryggjunni. Hægt verður að borða bröns úti á bryggju þegar vel viðrar um helgar í sumar. Bryggjan Brugghús er í senn gæða brugghús, rómaður veitingastaður og mjög vinsæll skemmtistaður. Bryggjan Brugghús er með nýja og spennandi línu pilsners og bjóra í sumar. 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D A -4 5 8 8 1 F D A -4 4 4 C 1 F D A -4 3 1 0 1 F D A -4 1 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.